Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Page 15

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Page 15
N.Kv. 47 K. H.: Kall lífsiiis Halli Teits íslenzkaði. Rithöfundurinn H. segir svo frá: Niður við innri höfnins í Kaupmannahöfn er gata, sem heitir Vestervold, nýtt og fáfarið breið- stræti. Húsin eru þar dreifð, ljósin dauf, og þar sést sjaldan fólk á ferli. Og núna um hásumarið kemur það ekki oft fyrir, að nokkur gangi þar um. Jæja. í gærkvöldi kom dálítið fyrir mig í þessari götu. Eg hafði gengið nokkrum sinnum fram og aftur eftir gangstéttinni, þegar stúlka kom á móti mér. Það sést ekki til annarra. Þó að það logi á gasluktunum, er fremur dimmt, og ég get ekki greint andlit stúlk- unnar. Þetta er auðvitað venjulegt kvöld- fiðrildi, hugsaði ég og gekk framhjá henni. Við enda breiðstrætisins sný ég við og geng til baka. Stúlkan hefur einnig snúið við, og ég mæti henni aftur. Ég hugsaði: hún bíður eftir einhverjum, við skulum sjá, hver það er, sem hún bíður eftir. Og aftur um sumarlanga tíð. Og blærinn söng í björkunum í Bláskógahlíð. Leggur loga bjarta, mín liljan fríð, frá hjarta til hjarta, um himinhvelin víð. Og blítt er undir björkunum í Bláskógahlíð. geng ég framhjá henni. Þegar ég mætti henni í þriðja sinn, tók ég hattinn og ávarp- aði hana: Gott kvöld! Var hún að bíða eftir ein- hverjum? Hún hrökk við. Nei .... Jú, hún var að bíða eftir einhverjum. Hvort hún hefði nokkuð á móti því, að ég slægist í för með henni, þar til sá kæmi, sem hún beið eftir? Nei, hún hafði ekkert á móti því; hún þakkaði. Reyndar, sagði hún, beið hún ekki eftir neinum, væri bara á göngu, það var svo kyrrlátt hér. Við héldum áfram og töluðum um einsk- isverða hluti, ég bauð henni arminn. Þökk fyrir, sagði hún og hristi höfuðið. Það var ekkert sérlega upplífgandi að ganga hér, ég gat ekki séð hana í myrkrinu. Ég kveikti á eldspýtu, lýsti á úrið mitt, færði síðan eldspýtuna ofar og lýsti á stúlk- una. Hálftíu, sagði ég. Það fór hrollur um hana, eins og henni væri kalt. Eg notaði tækifærið og spurði: Yður er kalt; viljið þér ekki, að við för- um eitthvað og fáum okkur einhverja hress- ingu? Til Tívolí? Eða National? Eg get ekki farið neitt núna, eins og þér sjáið, svaraði hún. Og þá tók ég fyrst eftir því, að hún bar langa sorgarslæðu.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.