Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Qupperneq 17

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Qupperneq 17
N. Kv. KALL LÍFSINS 49 snökti og á sama augnabliki mættumst við .... Þetta var í gærkveldi .... Hvað gerðist meira? Bíðið við, það skeði meira. Það var í afturelding, þegar ég vaknaði í morgun. Dagsbirtan gægðist inn um glugg- ann, beggja megin við niðurdregin glugga- tjöldin. Ellen var einnig vöknuð, hún and- varpaði þreytulega og brosti til mín. Hand- leggir hennar voru hvítir og silkimjúkir, brjóstin þrýstin. Eg hvíslaði í eyra hennar, og hún lokaði munni mínum með sínum, orðlaus af ástúð. Það birti meir og meir. Tveim tímum síðar var ég klæddur. Ell- en er líka komin á fætur og hagræðir fötum sínum, hún er komin í skóna. Nú kemur nokkuð fyrir mig, sem er mér á þessari stund eins og ógeðfelldur draumur. Eg stend við þvottaskálina, Ellen á erindi inn í hliðarherbergið, og í því hún opnar hurð- ina, sný ég mér við og lít þangað inn. Kald- an gust leggur frá opnum glugganum þar, og á löngu borði, sem stendur á miðju gólfi, sé ég hvar lík liggur. Kistulagt lík í hvítum klæðum með giátt skegg, mannslík. Hold- grönn hné hans standa uppi eins og ham- stola hnefar, krepptir undir lakinu, og and- lit hans er mjög gult og ógnandi. Ég sé allt í björtu dagsljósinu. Eg sný mér við og segi ekki neitt. Þegar Ellen kom aftur, var ég alklædd- ur og tilbúinn að fara. Eg gat varla endur- goldið faðmlög hennar. Hún fór í fleiri spjarir, hún ætlaði að fylgja mér niður að hliðinu, og ég leyfði henni það og sagði ekki neitt. Við hliðið þrýsti hún sér upp að veggnum, svo að hún sæist síður og hvísl- aði: Vertu sæll á meðan. Þangað til á morgun? spurði ég varlega. Nei, ekki á morgun. Af hverju ekki á morgun? Þegiðu, vinur, ég verð við jarðarför á morgun, einn úi ættinni er dáinn. Nú veiztu það. En hinn daginn? Já, hinn daginn, ég skal hitta þig hér við hliðið. Vertu sæll. Ég fór .... Hver var hún? Og líkið? Þessir krepptu hnefar og munnurinn í óhugnanlegri grettu. Bráðum ætlaði hún að bíða mín aftur; — ætti ég að leggja meira á mig? Eg fer beint til kaffihússins Bernina, þar sem ég bið um bæjarskrána; ég fletti upp Gömlu Kóngsgötu númer þetta og þetta, — jæja, ég finn nafnið. Ég bíð enn um stund eftir því, að morgunblöðin komi íit, og les með eftirvæntingu dánartilkynningarnar, — jæja, ég finn hennar líka, sú fyrsta í dálkinum með stóru letri: Maðurinn minn lézt í dag eftir langa sjúkdómslegu, 53 ára gamall. Tilkynningin var dagsett í fyrra- dag. Eg sit langa stund og hugsa um þetta. Maður eignast konu, hún er þrjátíu árum yngri en hann, og hann fær langvarandi sjúkdóm, og loksins deyr hann. Og hin unga ekkja varpar öndinni léttar. Smælki Það eru Ijótu vandræðin með konuna mína, sagði eiginmaðurinn og andvárpaði. Hún vinnur stanzlaust og af svo miklum ákafa, að ég verð kúguppgefinn bara af því að horfa á hana. ❖ „Hvað sagði konan þín, þegar þú komst heim í nótt?“ „Hún sagði ekki neitt. — Og þessar tvær framtennur þurfti ég að losna við hvort sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.