Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Síða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Síða 20
52 TYRKIR OG UNGVERJAR N.Kv. sögn manna að hann hafi drukknað, en aðr- ir segja að hann hafi drekkt sér. Árið 1529 tók Sóliman mikli Búdapest, höfuðborg Ungverjalands og síðan var hún í 150 ár aðsetursstaður tyrkneskra landstjóra. Vest- asti hluti Ungverjalands komst undir yfir- ráð Austurríkismanna, en skattlönd Ung- verja, Transílvanía, Króatía o. s. frv. kom- ust ásamt meiri hluta Ungverjalands á vald Tyrkja. Tyrkir náðu einnig yfirráðum yfir ellu Suður-Rússlandi, norðan Svartahafs. Tartarafurstinn á Krím varð lénsmaður Tyrkjasoldáns. Ríkin í Kákasus viður- kenndu og Tyrkjasoldán, sem drottin sinn og herra, en reyndar mest að nafninu til. Á 16. öld lögðu Tyrkir líka undir sig feikna flæmi í Asíu og Afríku. Sýrland og Egypta- land, Iraq og Armenía urðu tyrknesk skatt- lönd. Smáríkin í Arabíu urðu flest að við- urkenna Tyrkjasoldán sem herra sinn. Máraríkin í vestanverðri Norður-Afríku í Lybíu og Atlaslöndum, Trípolis, Barka, Tu- nis og Algier urðu Tyrkjum skattskyld. Marokkósoldán var eini þjóðhöfðinginn í Norður-Afríku, sem var Tyrkjum alveg ó- háður. Tyrkjasoldán stjórnaði hinu víðlenda ríki sínu þannig, að landstjórar fóru með völd í hinum einstöku skattlöndum en sjálf- ur sat hann í Konstantínopel. Voru land- stjórarnir ábyrgir fyrir soldáni, sem var einvaldur. Margir soldánar Tyrkja voru af- burðamenn bæði sem stjórnendur, hers- höfðingjar og rithöfundar. En fjármál rík- isins voru að mestu í höndum grískra og armenskra kaupmanna og fjármálamanna. Einkum höfðu Grikkir þeir, er bjuggu í Konstantínopel mikil völd, nefndust þeir Fanaríotar og voru jafnan hinir trúustu þegnar soldáni sínum. En í Grikklandi sjálfu og Armeníu var allur þorri manna fávís bændalýður. Aðeins í borgunum var menning og auður. Þegar Ameríka fannst og sjóleiðin til Indlands, drógust heimsvið- skiptin og heimsverzlunin til landanna við Atlantshaf og burt frá Miðjarðarhafslönd- unum. Þetta var til þess að Tyrkjaveldi dróst aftur úr í atvinnu- og fjármálaþróun, þó að það hernaðarlega gæti boðið heimin- um byrginn. Tyrkir reyndu að koma sér upp öflugum sjóher. Flotar þeirra herjuðu víða við Miðjarðarhaf, en vorið 1571 voru þeir gersigraðir af flotum Ítalíu og Spán- verja í sjóorustunni við Lepanto. Eigi að síður gerðu tyrkneskir og márneskir sjó- ræningjar mikinn usla á höfunum. Það voru márneskir sjóræningjar frá Algier, sem ár- ið 1627 rændu á íslandi. Af því að íslend- ingar gerð ekki greinarmun á Tyrkjum og öðrum Múhameðstrúarmönnum nefndu þeir þetta sjórán Tyrkjaránið. Geta má þess, að Algier og Tunis voru fyrstu löndin, sem lýstu sig laus undan yfirráðum Tyrkja. Enda höfðu furstarnir þar aðeins verið skattskyldir Tyrkjasoldáni en aldrei bein- línis háðir honum. Yfirleitt var stjórn Tyrkja vel liðin fyrstu aldirnar, einkanlega í múhameðskum löndum. Tyrkir gerðu ekk- ert til að eyða tungu eða menningu hinna egypsku, sýrlenzku, arabisku eða íröqsku þegna sinna. Skattarnir voru lágir. Sjálf- stjórn í bæja- og sveitarstjórnarmálum mik- il. Alþýðan undi þessu vel, yfirstéttin sætti sig við það. I hinum kristnu löndum á Balk- anskaga var þessu á nokkurn annan veg farið. Þegar Tyrkir lögðu þau undir sig var landeignaaðallinn hin drottnandi stétt. Víð- ast sviptu Tyrkir þennan landeignaaðal öll- um eignum og lögðu þær undir soldán sinn og gæðinga hans. En skattarnir á hinum kristnu bændum voru fram eftir öllu mjög lágir. Hinar kristnu þjóðir fengu að halda sjálfforræði í bæja- og sveitastjórnarmálum og tungu sinni og trú. í einstaka byggðum

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.