Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Blaðsíða 31

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Blaðsíða 31
N.Kv. 63 Charles Nordhoff og Jgmes Norman Hall: Pitcairn-eyjan Halldór Ólafsson þýddi. Moetna náfölnaði. Eftir langa þögn sagði hún: — Guðirnir hafa gleymt okkur. Það hvílir bölvun yfir þessu ógæfusama landi. Nanai stóð niðurlút. Moetna lagði höndina á herðar henni og sneri sér aftur að Tau- rua. — Hver drap Tetahiti? — Quintal hefur drepið þá alla. — Á Young þá engan þátt í því? — Nei. Augu Moetna fylltust tárum, þegar hún leit á Taurua. — Ertu viss um það? — Alveg viss. Eg sver það. Taurua kraup niður við hlið Christians. — Hitasóttin getur riðið honum að fullu, sagði hún við Moetna. Við verðum að fara með hann heim til Young. — Farðu heim til Maimiti, sagði Moet- na. — Við skulum koma með hann. Þegar hún var farin, sátu báðar konurn- ar kyrrar um stund. Síðan reis Moetna á fætur og gaf Nanai merki um að taka undir annan endann á börunum. Þær báru byrði sína léttilega og gengu þegjandi eftir vegin- um heim til Young. Young var einn í herberginu með Balha- di þegar þær komu. Alexander Smith lá meðvitundarlaus með lokuð augu í rúmi í næsta herbergi. Þó að hann hefði misst mik- ið blóð, voru kinnar hans rauðar af hita- sóttinni. Balhadi sat á stóli við rúmið. Þeg- ar hún heyrði fótatak fyrir utan dyrnar, leit hún upp. Án þess að heilsa báru konurnar börurn- ar inn í stofuna, settu þær niður við rúmið á mód Smith og lyftu meðvitundarlausum líkama Christians upp í það. Young stóð á fætur um leið og þær komu inn og ætlaði að fara að segja eitthvað, er hann leit framan í Moetna. Hún gaf Nanai þegjandi merki að koma á eftir sér út í gegnum dyrnar. Young flýtti sér yfir gólfið til Christians. Hann hlustaði eftir andardrætti hans, hneppti skyrtunni varlega frá honum og at- hugaði sárið. Þegar hann leit upp, mættu augu hans óttaslegnu tilliti Balhadi. — Heldur þú, að hann lifi? spurði hún. — Hann verður að lifa, svaraði hann lágri röddu. Hann verður og hann skal. Fimmtándi kafli. í febrúarmánuði árið 1808 sigldi ame- ríska seglskipið Topaz fyrir hægum austan vindi í suðaustur. Skipstjórinn, Mayhew Falger var einn af þeim amerísku skip- stjórum, sem höfðu siglt fyrir Kap Horn og hætt -íér inn á siglingaleið Spánverja við strendur Ameríku. Hann hafði meira að segja freistað gæfunnar á hinu volduga og lítt þekkta Suðurhafi í leit að selskinnum, hvallýsi og viðskiptamöguleikum. Topaz var útbúin eins og freigáta. Hún var að vísu nokkuð lítil en leit út eins og skip, sem hefur verið marga mánuði í för-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.