Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Side 31

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Side 31
N.Kv. 63 Charles Nordhoff og Jgmes Norman Hall: Pitcairn-eyjan Halldór Ólafsson þýddi. Moetna náfölnaði. Eftir langa þögn sagði hún: — Guðirnir hafa gleymt okkur. Það hvílir bölvun yfir þessu ógæfusama landi. Nanai stóð niðurlút. Moetna lagði höndina á herðar henni og sneri sér aftur að Tau- rua. — Hver drap Tetahiti? — Quintal hefur drepið þá alla. — Á Young þá engan þátt í því? — Nei. Augu Moetna fylltust tárum, þegar hún leit á Taurua. — Ertu viss um það? — Alveg viss. Eg sver það. Taurua kraup niður við hlið Christians. — Hitasóttin getur riðið honum að fullu, sagði hún við Moetna. Við verðum að fara með hann heim til Young. — Farðu heim til Maimiti, sagði Moet- na. — Við skulum koma með hann. Þegar hún var farin, sátu báðar konurn- ar kyrrar um stund. Síðan reis Moetna á fætur og gaf Nanai merki um að taka undir annan endann á börunum. Þær báru byrði sína léttilega og gengu þegjandi eftir vegin- um heim til Young. Young var einn í herberginu með Balha- di þegar þær komu. Alexander Smith lá meðvitundarlaus með lokuð augu í rúmi í næsta herbergi. Þó að hann hefði misst mik- ið blóð, voru kinnar hans rauðar af hita- sóttinni. Balhadi sat á stóli við rúmið. Þeg- ar hún heyrði fótatak fyrir utan dyrnar, leit hún upp. Án þess að heilsa báru konurnar börurn- ar inn í stofuna, settu þær niður við rúmið á mód Smith og lyftu meðvitundarlausum líkama Christians upp í það. Young stóð á fætur um leið og þær komu inn og ætlaði að fara að segja eitthvað, er hann leit framan í Moetna. Hún gaf Nanai þegjandi merki að koma á eftir sér út í gegnum dyrnar. Young flýtti sér yfir gólfið til Christians. Hann hlustaði eftir andardrætti hans, hneppti skyrtunni varlega frá honum og at- hugaði sárið. Þegar hann leit upp, mættu augu hans óttaslegnu tilliti Balhadi. — Heldur þú, að hann lifi? spurði hún. — Hann verður að lifa, svaraði hann lágri röddu. Hann verður og hann skal. Fimmtándi kafli. í febrúarmánuði árið 1808 sigldi ame- ríska seglskipið Topaz fyrir hægum austan vindi í suðaustur. Skipstjórinn, Mayhew Falger var einn af þeim amerísku skip- stjórum, sem höfðu siglt fyrir Kap Horn og hætt -íér inn á siglingaleið Spánverja við strendur Ameríku. Hann hafði meira að segja freistað gæfunnar á hinu volduga og lítt þekkta Suðurhafi í leit að selskinnum, hvallýsi og viðskiptamöguleikum. Topaz var útbúin eins og freigáta. Hún var að vísu nokkuð lítil en leit út eins og skip, sem hefur verið marga mánuði í för-

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.