Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Blaðsíða 33

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Blaðsíða 33
N. Kv. var langur og rennilegur. Þegar hann var um það bil 30 metra frá Topaz, lögðu ræð- ararnir upp árarnar og virtust vera á báð- um áttum. Þeir horfðu forvitnislega á skip- ið og aðdáun þeirra leyndi sér ekki. Stýri- maðurinn kallaði til þeirra og bað þá að koma nær, en þeir hreyfÖu sig ekki. Stýri- maðurinn horfði með athygli á aðkomu- mennina. sem allir voru ungir, sýnilega inn- an við tvítugt. Þeir voru ljósari á hörund en fólk, sem hann hafði áður hitt á þessum slóðum. Andlit þeirra voru brún af útiver- unni, en þó tæplega dekkri en sjómannanná á skipinu. Maðurinn, sem stóð fram í, virt- ist verða rólegri, er hann hafði athugað skipið. — Er þetta enskt skip? hrópaði hann hárri, karlmanlegri röddu. — Hvað er þetta sagði Falger undrandi og svaraði síðan. — Nei, þetta er amerískt skip. Ungu mennirnir litu hver á annan og töluðu lágt saman. — Hverjir eruð þið? kallaði Folger. — Við erum Englendingar. — Hvar eruÖ þið fæddir? — Hérna á eynni. — Hvernig getið þið þá verið Englend- ingar? — Af því að faðir okkar er Englending- ur? -— Hver er faÖir ykkar? — Alex. — Hver er Alex? -— Þekkið þið ekki Alex? — Hamingjan góða! Hvernig ættum við að þekkja hann. Ungi maðurinn í bátnum horfði alvar- legur á skipstjórann. Síðan sneri hann sér að félögum sínum og sagði eitthvað við þá. Að lokum sagði hann.-— Faðir okkar býð- ur ykkur velkomna í land, herra. 65 — Komið þið fyrst um borð til okkar. Þið þurfið ekkert að óttast, sagði Folger vingjarnlega. Formaðurinn á bátnum leit á félaga sína, og eftir nokkurt hik dýfðu þeir árunum í og reru að skipinu. Báturinn var bundinn við skipiÖ og ungu mennirnir sveifluÖu sér íéttilega inn fyrir öldustokkinn. Skipstjór- inn gekk brosandi til þeirra og heilsaði þeim. — Ég er Falger skipstjóri, sagði hann og rétti þeim sem elztur var höndina, og þetta er stýrimaður minn, herra Webber. — Ég heiti Fimmtudagur Október, þessi er Charles bróðir minn og hinn heitir Jam- es. Ungi maÖurinn, sem hafði orð fyrir hin- um, var full sex fet á hæð, óvenjulega kraftalega og vel vaxinn, karlmannlegur í íramgöngu og vingjarnlegur. Þeir voru all- ir beríættir og berir að ofanverðu, en báru mittisskvlur, sem náðu niður á hné. Fram- koma þeirra var eðlileg og blátt áfram, og þeir sýndu engin merki þess, að þeir væru hræddir, þó að þeir litu undrandi í kringum sig. — Þetta er stórt skip herra, sagði Fimmtudagur Október, með hátíðlegri röddu. Viö höfum heyrt talað um svona skip. en aldrei séð þau áður. Skipshöfnin á Topaz hópaÖist kringum gestina og virti þá fyrir sér með engu minni forvitni en þeir skipið. -— Við skulum bráðum sýna ykkur allt á skipinu, sagði skipstjórinn, — en áður viljum við vita eitthvað um eyna ykkar. Er lendingarstaður hinum megin á eynni? -— Aðeins einn. En hann er hættulegur. Við komum frá flóanum þarna yfirfrá. Falger horfði í land og hristi höfuðið. Þarna komust við aldrei að landi. Hafið þið nóg drykkjarvatn á eynni? PITCAIRN-EYJAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.