Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Blaðsíða 39

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Blaðsíða 39
N.Kv. PITCAIRN-EYJAN 71 eyjarinnar virtust vera samankomnir þarna á grasflötinni. Þeir sátu í hóp og töluðu saman í lágum hljóðum. Allir voru spari- húnir, og yngstu stúlkurnar höfðu skreytt Iiár sitt með blómum. Aldrei fannst Webb- er hann hafa séð svo glaðleg og hraustleg börn. Honum taldist svo til, að þar væru saman komnir tuttugu og þrír unglingar og átta eða níu miðaldra konur, sem virtust vera mæður þessa litla hóps. Það leyndi sér ekki, að þær voru allar af sama bergi brotn- ar. — En hvar voru feðurnir? Að undan- skildum gestgjafanum var ekki einn einasti fullorðinn karlmaður sjáanlegur. Stuttu síðar reis gestgjafi hans á fætur og gaf konunum merki um að heilsa gest- inum. Sú fyrsta, sem tók í hönd hans, var há og grannvaxin kona um fertugt. Webber iannst hann aldrei áður hafa séð jafn fríða konu á hennar aldri, enda þótt andlit henn- ar bæri þess vott, að hún hefði orðið fyrir mikilli sorg. — Herra Webber, má ég kynna yður fyrir móður Fimmtudags Oktobers. Hún heilsaði honum blíðlega og bauð hann velkominn með nokkrum orðum á ensku. A eftir henni kom kona, tíguleg og aðsópsmikil, höfði hærri en stýrimaðurinn. — Þessi kona heitir Moetna, sagði gestgjaf- inn. Framkoma þessarar konu, en þó eink- um hin dökku hvössu augu hennar, minntu Webber á mæður frá hetjuöldinni eða á Amazondrottningu, sem sköpuð var til þess að drýgja hetjudáð, sem sagan geymir um ókomnar aldir. Því næst komu fjórar konur, sem báru fnsk nöfn: Mary, Susannah, Jenny og Pru- dence. Þær voru sjáanlega allar af sama kynstofni. Þar sá hann aftur hið eirrauða hár og fríða andlitsfall Prudence, sem hann hafði veitt eftirtekt og dáðst að, þegar hún leit út um gluggann í því, er hann gekk upp irá sjónum. Þarna voru einnig þrjár konur, sem hétu einkennilegum nöfnum, sem hann gat ómögulegt munað. Sumar heilsuðu hon- um með því að taka þegjandi í hönd hans, aðrar ávörpuðu hann á ensku, en þó var auðheyrt, að það mál var þeim ekki tamt. En hvort sem þær sögðu nokkuð eða ekkert, gaf öll framkoma þeirra til kynna, að hann væri hjartanlega velkominn. Meðan þessu fór fram höfðu nokkrir unglingar fært lítið borð og tvo stóla út úr húsinu og komið þeim fyrir á grasflötinni. Síðan sótti Dinah Biblíu föður síns og Rac- hel ljósker, sem hún setti á borðið. Þessi fá- menni hópur settist nú í kringum borðið og hljóðskrafið þagnaði. Gestgjafinn sneri sér að gestinum. — A þessum tíma erum við vön að safn- ast saman til kvöldguðsþjónustu, herra. Það væri okkur mikil ánægja, ef þér vilduð taka þátt í henni. Gesturinn settist við borðið við hlið gest- gjafans, sem opnaði Biblíuna og hélt henni upp að blaktandi Ijósinu. Hann fletti blöð- unum hægt, með stórum, hrjúfum fingrum. Síðan ræskti hann sig og tók að lesa: — Reiðitillit Drottins hefur tvístrað þeim, hann lítur eigi framar við þeim . . . . “ Webber fannst hann vera horfinn aftur til æskuáranna. Afi lians, gráskeggjaður hóndi, var vanur að lesa á hverju kvöldi í Biblíunni. Hann las með rólegri og alvar- Jegri röddu, eins og gestgjafi hans, en um- hverfið hér og á litla bóndabænum, sem hann mundi svo vel eftir frá æskudögum sínum, var gjörólíkt. Gestgjafinn hélt áfram að lesa og færði fingurinn eftir línunum, cg fólkið í þessum litla söfnuði hlustaði með andakt og athygli á hann. Þegar lestr- inum var lokið, krupu allir á kné og lásu Faðir vorið saman. Þegar gesturinn hlýddi á þennan sameiginlega bænalestur full-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.