Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Page 40
72
PITCAIRN-EYJAN
N. Kv.
orðna fólksins og barnanna, greip hann sú
lilfinning, að hér færi fram sönn og einlæg
guðsdýrkun í orðsins beztu merkingu. Hann
fann nálægð guðs á þessari stundu.
Þegar guðsþjónustunni var lokið, gekk
fólkið til gestsins og bauð honum góða nótt,
áður en það fór heim til sín. Er það var allt
farið, fannst Webber framkoma mannsins
vingjarnlegri en áður og hlédrægni hans
minni.
— Ég sé, að yður þykir mjög vænt um
börn, herra Webber. Þér eigið líklega börn
sjálfur.
— Já. Ég á þrjú börn. Það elzta þeirra
er á sama aldri og litli drengurinn, sem ég
sat undir rétt áðan. Hver á hann?
— Hann er sonur minn, þó að hann sé
nú sem stendur hjá fóstru sinni. Það er of
snemmt að ganga til hvílu, herra. Hafið
þér nokkuð á móti því, að við fömm í stutta
gönguferð. Skammt héðan er bekkur, þar
getum við setið og notið kvöldkyrrðarinn-
ar. Það er undur fagur staður og innan
stundar kemur tunglið upp.
Hann gekk á undan Webber eftir stíg,
sem lá í áttina til flóans, en beygði síðan til
bliðar út á götutroðning, sem lá í gegnum
kjarrið upp á bjargbrúnina. Þar hafði litl-
um og óvönduðum bekk verið komið fyrir.
— Hér hef ég setið mörg kvöld, herra
Webber, sagði hann um leið og hann settist
niður. — Yður mun ef til vill finnast það
ótrúlegt, herra, en oft hefur mér virzt ég
heyra rödd guðs í bylgjuhljóðinu og storm-
gnýnum, þegar ég hef setið hér. Sjáið þér,
þarna kemur tunglið upp.
Tunglið var komið upp fyrir sjóndeildar-
hringinn og varpaði silfurskærri birtu yfir
hafið langt fyrir neðan þá.
Gestgjafinn sneri sér að gesti sínum.
Hann virtist hika nokkur augnahlik, en
sagði svo: Vafalaust hafið þér furðað yður
á, að ég skuli ekki hafa sagt yður hvað ég
heiti. Nafn mitt er Alexander Smith.
Um leið og hann sagði þessi orð horfði
hann rannsakandi í andlit Wehber, og þeg-
ar hann sá engin svipbrigði, þagnaði hann.
— Og þér hafið vafalaust furðað yður
á fleiru, hélt Smith áfram eftir langa þögn.
Þér hljótið að liafa hugsað um það, hverjir
við í raun og veru erum. Við, sem lifum hér
á þessari litlu eyju langt frá öllum öðrum.
Stýrimaðurinn brosti. — Já, ég verð að
viðurkenna, að mig langar til að vita það.
Eg hugsa, að svo hefði verið um fleiri í
mínum sporum.
Smith sat álútur með olnbogana hvílandi
á hnjánum og spennti greipar. Hann horfði
hugsandi út á hafið, sem breiddist út fyrir
framan þá í tunglsljósinu.
— Ég er viss um, að þér eruð heiðarleg-
ur og góður maður, sagði hann að lokum.
— Ég get ekki trúað, að þér hafið nokkuð
illt í huga.
— Nei, það veit guð, sagði stýrimaður-
inn alvarlega. — Verið alveg rólegur vin-
ur minn. Ég mundi ekki gera yðar fólki
mein frekar en minni eigin fjölskyldu.
— Það, sem ég ætlaði að segja yður frá,
herra Webber, gerðist fyrir mörgum árum.
Allt í einu leit Smith snöggt á Webber og
sagði: — Segið mér, hafið þér nokkurn
tímann heyrt minnzt á skip, sem hét Boun-
ty?,
A augabragði rifjuðu þessi orð upp i
huga Webbers sögu, sem fallin var í
gleymsku. Hann hafði, líkt og flestir aðrir
sjómenn á þeim tíma, heyrt mikið talað um
uppreisn á lítilli vopnaðri freigátu, sem
hafði verið send frá Englandi, til þess að
sækja brauðaldintré til Tahiti og flytja þau
lil Vestur-Indía. Hann mundi greinilega
helztu atriði sögunnar, en örlög Bounty og