Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Blaðsíða 44

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Blaðsíða 44
76 PITCAIRN-EYJAN N.Kv. ásamt Young komu yfir að rúminu til mín. — Guði sé lof að þú ert betri, Alex, sagði Young. — Nú er þér að batna. Konan mín reyndi að bi'osa til mín um leið og hún strauk hár mitt. — Hver er þama í rúminu? spui'ði ég. — Herra Christian. — Er hann lifandi? — Já. Frú Christian kom nú yfir til mín og sagði nokkur vingjarnleg orð við mig. Þeg- ar hún var farin, sá ég sem snöggvast í and- 3it Christians. Það var nægilegt. Enginn vafi var á því að hann var að dauða kominn. Herra Young færði stól sinn að rúmi mínu cg settist hjá mér. — Young, hvíslaði ég. — Segðu mér hvað fyrir hefur komið, annai's fæ ég hita- sóttina aftur. Þegar hann hafði sagt mér allt, sem hann vissi, lá ég lengi hreyfingarlaus og velti fyrir mér hvað í vændum væri. Þetta var hræðilegt. — Ég þykist vita að það ls.omi yður ekki á óvart, þótt ég segi yður að á þessu augnabliki hataði ég Quintal og Mc Coy. Þeir höfðu gert meira en nokkrir aðrir til þess, að til árekstra kæmi v:5 blökkumennina, en þó sluppu þeir ómeidd- ir. Það var vilji guðs, að þessi eyja skyldi vera jarðnesk paradís, en í stað þess gerð- um við hana að helvíti. Herra Christian hafði gert allt, sem í mannlegu valdi stóð en nú var hann að dauða kominn. Ég þóttist þekkja hann svo vel, að ég vissi, að hann var ánægður með hlutskipti sitt. Við höfð- um haft tækifæri til að lifa hér heiðai'legu og friðsömu lífi, en það hafði gengið okk- ur úr greipum. En hvers vegna? Það var ekki blökkumönnunum að kenna. Þeir höfðu haft ástæðu til að gera það, sem heir gerðu. Ég hugsaði um Tetahiti, sem hafði verið góður vinur minn. Vegna þess að hann og félagar lians voru ekki af hvíta kynstofninum, áliltu Mc Cay, Quintal, Martin og Mills, að þeir verðskulduðu ekki að eiga land. Hugur minn hvarflaði til íyrstu daganna, sem við voi'urn hér, og ræddum um það, livernig við ættum að umgangast blökkumennina. Nei, það var ekki þeirra sök. Þeir kröfðust einskis ann- ars en að vei'a skoðaðir sem menn. Þeir mundu hafa orðið góðir vinir okkar, ef við hefðum nxætt þeim á miðri leið. Og livað konunum viðvíkur, þá þyrfti að leita lengi til þess að finna þeirra jafningja. Þær voru sannarlega góðir félagai', alltaf tilbúnar til að taka þátt í erfiðleikunum. Engiix þeirra var þi'józk eða ósamvimxuþýð. Nei, það er einungis okkur, sem hægt er að ásaka. Við áttum áður en við fói'um frá Tahiti að gæta þess, að hver maður ætti konu, og helzt að konurnar væi'u fleiri en karlmennirnir. Þá hefði ekki komið til þeiri'a vandræða með Williams, sem í'aun varð á. Hefði segi ég, raunar er aldrei liægt að segja upp á hverju maður eins og Williams getur tekið. Hann og Hutia voru upphafsnxenn að óhamingju okkar. En þessi örlög voru okkur ásköpuð, evo að óþarfi er að tala um það hver á sök á ógæfunni. I stuttu máli sagt, voi'u menn á meðal okkar, sem álitu að við ættum að fara með blökkumennina eins og hunda, og þess vegna lét guð í'eiði sína bitna á okkur. Ég svaf fi'am eftir degiixum. Þegar ég vaknaði, fann ég að mér leið betur og var þakklátur fyrir að ég skyldi vera á lífi. Maimiti sat stöðugt við höfðalag Christians og horfði á hann með augnaráði, sem hefði getað hræi't livert steinhjarta til meðaumk- unar. Allt í einu sá ég að augu hennar ljómuðu. Hún kraup á kné við í'úmið og greip hönd hans. Hitasóttin hafði rénað; liann var nú með fullri meðvitund. r Eg sá að hann leit undrandi á hana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.