Vetrarbrautin - 01.01.1907, Blaðsíða 39
87
sína og þA er ekki að sökum að spyrja. A bak og
áfram, sveinar!"
„Flýtið ykkur, flýtið ykkur!“ sagði Mercedes. —
„Antonio! — líf þitt liggur við og — mitt líka!“
„Yertu mjer t.rygg!“
„Jeg skal allt af hugsa um þig, láta mig dreyma
þig, biðja fyrir þjer! — Vertu sæll, elsku Antonio!"
„Vertu sæl, ástkæra Mercedes!“
Flóffamenniinir fjórir hlupu á bak og þeystu burt.
fað var í dögun.
Enn kvað við annað drynjandi fallbyssuskot.
JII.
Átta dagar voru liðnir.
Sólin sendi brennandi geislana yfir frumskógirm
og sljettuna rniklu fyrir sunnan Villa Rico.
Þar dvöldu flóttamennirnir í litlum bæ hjá forn.
vinum sínum, vel búnir að vopnum, klæðum og vega'
nesti.
En ekki höfðust þeir þar lengi við, því þeir vissu,
að erindrekar stjórnarinnar voru á hælum þeim.
Þeir hjeldu áfram ferð sinni.
Dagur leið að kveldi og þeir höfðu riðið margar
stundir samfleytt í brennandi sólarhita án þess að
hvíla hesta sína, sem voru aðfranrkomnir af þreytu.
Þeir voru komnir að stöðuvatni nokkru; — vatns>
bakkinn íyrir handan sást glöggt, en engin takinörk
þess hvorki t.il hægii nje vinstri liliðar við þá.
Þeim leizt ekki á blikuna, — vatnið var ljótt.
Einstök sefstrá sáust á stangli hjer og hvar úti í því.