Vetrarbrautin - 01.01.1907, Qupperneq 21
lí
Mása nefin við mannaþefinn, augun skima’ um áttir i allar gáttir, Sæng með seiðstafi undir silfurvati, náðir ijær tröllum — nótt er á fjöllum.
Ganga þær með gleði að gullnum beði. Kongssonur blundar við blakið mundar. En tröllum burt bendir, er bjaitálfa sendir úr himinhöll sunna, inn um heliismunna.
„Syngið, syngið svanir, • söngvi vanir! svo Hlini vakni, þó vina sakni.“ Skessurnar skunda til skemmti-funda. Senn hættir ’ann Hlini að harma vini.
Sungu svanir, söngvi vanir; Hlini vaknar og vina saknar. Signý með gleði, fer að glæstum beði, slítur svefndróma við svanahljóma.
Er ei vill hann neyta, fer sú yngri að þreyta við ástir heitar, en Hlini neitar. Hennar frjettir voru harmaljettir. Kær konungsmanni varð nú kotungs-svanni.
„Syngið, syngið svanir, söngvi vanir! svo Hlini soíni og sorgir dofni.“ ' „Ei skaltu neita, en ástum heita, ef skessan rjeði rúnir á beði.“
Sungu svanir, söngvl vanir, Hlini soínar og sorgir dofna. „Og spyr þær, tröllín, sem trúa’ á fjöllin, er stara’ á æginn, hvað þær starfi’ á daginn.