Vetrarbrautin - 01.01.1907, Blaðsíða 65
63
sker. Hann fann hellisslciílann og tínir þar st.eina hátt
í sjóvetling. Lagði hann svo af stað heimleiðis, kom
við á Biinustöðum og þáði þar greiða. Hjelt hann svo
þaðan inn og ofan svo nefnda Voga. En þegar hana
kemur niður undir Vogana verður honum litið niður í
fjörnna og sjer þar skrýmsl eða óvætt. einhverja á stærð
viö naut. Herðir hann nú ganginn til að verða á undan
skrýmslinu, en það dregur hann uppi og verður honum
þá ekki um sel. Hleypur hann nú allt. sem aftekur
þar til hann er kominn iun á grundir þær, sem eru
fyrir utan Arnarnes. En þá er hann nær því sprung-
inn af mæði og skrýmslið komið alveg á hæiahonum.
Zakarías kastar nú vetlingnum með náttúrusteinunum,
en skrýmslið staðnæmist þegar við hann. Komst hann
síðan heim að Arnarnesi og var þar það sem eptir var
aætur. Um morguninn var leitað þar sem Zakarias
hafði kastað vetlingnum, og fannst. hann ekki. Zakarías
hjelt nú heim að Alviðru, lagðist síðan veikur og lá 3
vikur, en komst þó á íætur aptur og liíði alllengi eptir
það. Sagði hann sjálfur frá þessari ferð sinni, en aldrei
fór hann aptur í Langasker að sækja náttúrusteina og
enginn fyr aje síðar svo kunnugt sje.
[Hsndr. M. Hj. M.]
Vjebjörn.
(Eptir mumnmœlum í Súöavikurhroppi.)
Vjebjörn hjet maður og var annaðhvort þræll eða
leysingi bóndans í Suðavík. Hann var kappsmaður
mikill og ramur að afli. Lagði liann hug á dóttur
bóndans og náði ástum liennav.