Vetrarbrautin - 01.01.1907, Blaðsíða 63
61
þá Baldvin Sigfússon, sera nú (1906) á heima á Horni.
Veður var allgott, Stefán bjó sig nú á refaveiðar og
fór niður að sjó austanvert við túnjaðarinn í klettavík
þá, sem kölluð er Skot, Bjó hann þar um sig undir steini
allstórum og hafði byssuna spennta á knje sjer. Bíður
hann svo um stund og verður einskis var, Tungl óð
í skýjum og um kl. 10 rofaði vel til. Sjer Stefán þá
eitthvert kvikindi skieiðast upp á ílögu fram í fjörunni,
og stefnir þangað sem hann lá. Ekki gat hann sjeð
greinilega, hvernig dýr þetta var útlits, en alleinkenni-
iegt var það. Það var á stærð við veturgamalt tryppi,
söðulbalcað með 6 löppum; hálsinn var stuttur og
hausinn afarljótur, hauskúpan breið og tvær stórar
glyrnur sem glampaði á í tunglsljósinu. Það var svart
á lit.
Stefání fór nú ekki að lítast á blikuna, bregður
liann nú byssunui í sigti, miðar á vangann á skrýmsii
þessu og hleypir af skotinu. Stanzar það þá og skekur
hausinn, en Stefán lileður byssuna aptur í skyndi og
sendir annað skot á hausinn á skrýmslinu. Reikar það
þá við skotið og snýr aptur til sjávar meb miklum
umbrotum og brölti.
Stefán sagði sjálfur frá sögu þessari. Hann dó í
Látravík kringum 1899.
(Handr. t. it G.)
Barnsgrátur.
(Eptir sögn P. H. bónda á Osi við Steingrímsfjörð.jJ
Þórarinn Hallvarösson á Ósi við Steingrímsfjörð
ljet fólk sitt heyja fram á liálsi nálægt svonefndum