Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Síða 18

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Síða 18
Sjómannadagurinr Sjómannadagshátíðahöldin 1960 í Reykjavík fóru fram sunnudaginn 12. júní og voru hin 23. í röðinni. Veður var eins og bezt var á kos- ið, hægviðri og bjartviðri. Strax um morguninn blökktu fánar við hún á flestum skipum í höfninni og víðs- vegar um bæinn. K1 10.00 hófst hátíðamessa í Laugarássbíói. Prest- ur var séra Garðar Svavarsson, en söngstjóri Kristinn Ingvarsson. Guðsþjónustan var allvel sótt og hin hátíðlegasta. Kl. 14.00 hófust útihátíðahöld Sjó- mannadagsins. Fánaborg var mynd- uð á Ausurvelli með félagsfánum og íslenzkum fánum, en ræðuhöld fóru fram af svölum Alþingishússins. Séra Óskar J. Þorláksson dómkirkju- prestur minntist drukknaðra sjó- manna, en Kristinn Hallsson óperu- söngvari söng einsöng. JafnJramt var blómsveigur lagður á leiði óþekkta sjómannsins í Fossvogs- kirkjugarði. Ávörp fluttu: Emil Jónsson sjávarútvegsmálaráðherra af hálfu ríkisstjórnarinnar. Hafsteinn Baldvinsson skrifstofustjóri af hálfu útgerðarmanna og Egill Hjörvar vél- stjóri af hálfu sjómanna. Formaður Sjómannadagsráðs Henry Hálfdánarson afhenti Fjalar- bikarinn, en það er nýr farand- verðlaunagripur, fagur bikar gerð- ur úr silfri, sem verzlunarfélagið Fjalar h. f. Reykjavík afhenti Sjó- mannadeginum 1960. Sá nemandi við Vélstjóraskóla íslands, sem tekur hæst fullnaðarpróf í vélfræði ár hvert hlýtur bykarinn og skal nafn hans letrað á hann. Bykarinn hlaut að þessu sinni Guðlaugur Ketilsson, Akranesi, en hann hlaut við fullnað- arpróf í vélfræði frá Vélstjóraskóla Islands 100 stig af 104 mögulegum. Þá afhenti foim. Sjómannadags- ráðs eftirtöldum sjómönnum heið- ursmerki Sjómannadagsins: Auð- unni Sæmundssyni, Grími Þorkels- syni, Jóhanni Péturssyni, Sigurjóni Kristjánssyni og Sigurði Einarssyni. I Hafnarfirði hlutu eftirtaldir sjó- menn heiðursmerki Sjómannadags- 2 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.