Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Síða 19

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Síða 19
í Reykjavík 1960 ins: Ólafur Þórðarson, Halldór Teits- son og Stefán Bachmann. Lúðrasveit Reykjavíkur lék á undan hátíða- höldunum og á milli atriða. Afreksbjörgunarverðlaun Sjó- mannadagsins voru ekki veitt að þessu sinni. Um eftirmiðdag fóru fram kapp- róðrar í Reykjavíkurhöfn. Róðrar- sveitir frá 8 skipshöfnum og 2 ung- lingasveitum tóku þátt í kappróðr- inum. Áður en róðrarkeppnin hófst lenti Eyjólfur Jónsson sundkappi í róðr- arvörinni eftir velheppnað Viðeyjar- sund. Var honum ákaft fagnað af miklum mannfjölda, sem safnast hafði saman við höfnina til að sjá Eyjólf koma syndandi innan Sundin og inn í höfnina og til að horfa á kappróðrana. Róðrarsveit M./s. Guðmundar Þórðarsonar varð sigurvegari og hlaut að verðlaunum Fiskimann Morgunbl. og lárviðarsveig Sjó- mannadagsins. June Munktell-bik- arinn hlaut róðrarsveit m/s Ásgeirs. Tími róðrarsveitanna var þessi: m/s. Guðmundur Þórðarson 2 mín. 46,2 sek. m./s Ásgeir 2 mín. 50,4 sek. B/v. Jón forseti 2 mín. 50,7 sek. m/s. Hafþór 2 mín. 53,0 sek. m./s Goðafoss 2 mín 53,6 sek. Unglinga- sveit SVFÍ. 2 mín 57,2 sek. m/s. Gísli Johnsen 2 mín. 57,8 sek. t/s. USA YOG 2 mín. 58,8 sek. m/s Bjöm Jónsson 3 mín. 06,2 sek. og Ung- lingasveit Sjóvinnunámsskeiðsins 3 mín. 07,6 sek. Eins og svo oft áður féll Stakka- og björgunarsundið niður vegna þátttökuleysis. Sjómannakonur létu ekki sitt eft- ir liggja frekar en fyrri daginn. Höfðu þær að vanda kaffiveitingar í Sjálfstæðishúsinu og gáfu ágóðann um 22 þús. krónur til jólaglaðnings vistfólksins í Hrafnistu. Sjómannadagurinn þakkar öllum þeim sem veittu deginum lið sitt og styrktu hann á einn eða annan hátt. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 3

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.