Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Síða 31

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Síða 31
lega her og hjálparsveitir hans, auk þess voru svo geldingar, mat- reiðslukonur, konur hermanna, áburðardýr og indverskir hundar, sem fylgdu hernum. Fjöldi alls þessa var slíkur, að ekki varð tölu á komið. a)Ekki er að undra, þó dýr og menn drykkju stundum árnar til þurrðar. Hitt er furðulegt, að aldrei skyldi þrjóta mat. Þó ekki sé reiknað með nema einu pott- máli méls á dag handa hverjum manni, þá verður dagleg neyzla alls hersins samt 110,340 skeppur (bushels), og er þá ekki reiknað með neyzlu kvenna, geldinga, áburðardýra og hunda. I gervöll- um her Xerxess var enginn maður verðugri en hann sjálfur til að fara með hið ægimikla vald að því er tók til líkamsstærðar og tíguleika í fasi. (G. Þ.) Á meðan höfðu Aþéningar gengið í bandalag með öðrum Grikkjum undir forustu Spartverja. Þeir tóku fyrst á móti innrásarhernum í Laugaskarði (Thennopylae), en um það liggur aðalleiðin inn í Mið- Grikkland. Flota Xerxes, sem var samankominn við mynni sundsins mili Evböju og lands, var einnig veitt mótstaða af grískum skipum, sem staðsett voru við Artemision. I Laugaskarði varðizt spartverski kóngurinn Leonídas fáliðaður til síð- asta manns herskörum Persa, sem komust líka á hlið við hann eftir fjallastígum og réðust á hann aftan frá með völdu liði. Grafskrift Spart- verjanna hefur varðveizt; „Ókunni maður, segðu mönnunum í Spörtu, að við hvílum héma, og hlýddum skipunum þeirra.” Ekki langt frá þessum stað hélt gríski flotinn Pers- um í skefjum, þrátt fyrir mikið tjón, þar til fréttirnar bárust frá Lauga- skarði, þá hörfuðu Grikkir til Sala- mis nálægt Aþenu. Bæði nútíma og eldri tíma sagn- fræðingar hafa alltaf sagt eða gefið í skyn, að þá fyrst hafi Aþeningar ákveðið að yfirgefa borgina og fara um borð í skip sín, þegar Persar óðu suður Mið-Grikkland í átt til Aþenu og ekkert bólaði á her und- ir forustu Spartverja meginlands- iJTalið er, að Hellenar hafi ýkt fyrir sér herstyrk Persa. (Þýð.) megin við Ko.rinþu. Er talið, að ákvörðunin hafi verið tekin í ör- væntingu og flýti. Nú er ljóst af áletrunin, sem fannst í Troizen, að þetta var ekki reyndin. Tilskipunin var gefin út fyrir or- ustuna við Artemision og einnig fyr- ir orustuna í Laugaskarði. Hún er stórkostlega æðrulaus og djörf ákvörðun, sem gerð var jafnvel áð- ur en Xerxes steig fæti á gríska grund. Sú staðreynd, að Aþeningar ákváðu að senda aðeins helming- inn af hinum 200 skipum sínum til Artemision sýnir, að þeir ætluðu ekki að berjast þar til úrslita, frem- ur en Spartverjar að hætta öllu í vörn sinni í Laugaskarði. Báðar or- ustumar voru til að tefja fyrir Pers- um. Önnur var til að tefja landher Persa á meðan borgimar á Pelops- skaga styrktu varnir sínar á Kor- ínþueyði; hin var til að tefja flota Persa á meðan liðsauki var að ber- ast til Salamis úr vestri. Salamis var lykillinn að vamaráætlun Þemi- stokleess frá byrjun. Það var því ekki nein tilviljun að Persar biðu ósigur. Þemistokles hafði ekki látið sig- urinn við Maraþon 10 árum áður villa sér sýn. Hann sá, að þegar Persar kæmu aftur, og það myndu þeir vissulega gera, gætu Aþeningar ekki haft í fullu tré við allan her þeirra. En á skipum sínum gætu þeir hinsvegar notað alla sína þegna, þá líka, sem ekki höfðu efni á her- klæðum. Á hinu þrönga sundi milli Salamis og Attíkustrandar kæmi fjöldi og hraði hinna persnesku skipa ekki að fullum notum. Þar við bættist, að floti Persa var alls ekki mannaður Persum, hann var mannaður Fönikumönnum, Egypt- um, og það sem mikilvægast var, Grikkjum frá Kýpur og Litlu- Asíu, sem þröngvað hafði verið í herþjón- ustu hjá Persum og voru ófúsir að berjast. En Aþeningum, sem áttu feður sína á eyjunni og gátu horft á heimili sín í landi, var hægt að treysta fram í rauðan dauðann. Að sögn fyrri tíma sagnfræðinga varð Þemistokles, þegar til kastanna kom, að hóta því að fara með alla Aþeninga úr landi til Italíu, til þess að bandamenn hans færu ekki burtu. Jafnvel er talið, að hann hafi lokk- að Xerxes til að hefja árás með því Múrar Akropolis í Aþenu eru settir súlna- bútum frá hofinu sem var þar á undan núverandi Meyjarhofi (Parþenon). Það hof eyðilögðu Persar, súlnabútarnir kunna að hafa verið settir í múrinn til minningar að sjá svo um, að til hans kæmist leynileg frétt þess efnis, að Grikkir væru um það bil að leggja á flótta. Hvort sem þetta er satt eða ekki, þá stóðst áætlunin. Aþena vann ekki aðeins sigur við Salamis, þegar stríð- inu lauk var hún auk þess mesta flotaveldi Grikklands. Flotinn varð líka upphaf hins aþensk lýðræðis, því hann var mannaður fólkinu sjálfu. Það kann að þykja undarlegt, að þessi hetjusögn um hvemig Aþena var yfirgefin og um sigurinn við Salamis skuli ekki hafa komizt inn í sögulegar heimildir. Þetta er að nokkru leiti vegna þess, að aðal heimildarmaðurinn til foma, Heró- dót, safnaði einkum gögnum sínum í Aþenu, þegar Aþeningar voru mjög óvinveittir Spartverjum og vildu heldur telja sér trú um, að þeir hafi neyðzt til að yfirgefa land sitt, vegna þess að Spartverjar fóru burt með landher sinn. Seinna, þegar til- skipun Þemistokless varð víðar kunn, var aðeins hinum fyrstu, þjóð- SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 15

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.