Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Blaðsíða 32

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Blaðsíða 32
ræknislegu setningum haldið á lofti, en ekki þeim hluta hennar, sem varð- aði herkvaðninguna eða gaf upplýs- ingar um aðdragandann að orust- unni við Artemision. Þetta vekur síðustu spurninguna; Hversvegna er eina textann að finna á fjórðu aldar áletrun í Troizen? Nokkrir lærdómsmenn hafa getið upp á því, að umræddur texti sé ekki rétt afrit af frumtextanum frá árinu 480 f. Kr. heldur sé hann þjóð- ræknisleg endurgerð, eða með ber- um orðum sagt, fölsun, frá fjórðu öld. Það, sem um er að ræða, er raunverulega þetta: Hvernig varð- veittist textinn þótt Persar legðu Aþenu í rúst og þrátt fyrir ófull- komnar geymslur opinberra skjala á fimmtu öld? Skýringin er ef til vill seinni lífs- ferill hins ágæta en einþykka leið- toga Þemistokless og saga niðja hans. Hann, sem sjálfur var yfir- maður herforingjaráðsins, hefur áreiðanlega haft eintak af tilskip- uninni í sínum fórum, seinna var hann ekki líklegur til að láta Aþen- inga gleyma, að það var hann, sem var frumkvöðull að björgun þeirra. I næstu tíu ár eftir sigurinn yfir Persum réði Þemistokles mestu í stjórnmálum Aþenu og barðist fyr- ir eflingu hennar gegn hinum fyrri bandamanni, Spörtu. Þar kom að hann var dæmdur til útlegðar af Aþeningum og rekinn úr landi. Hann leitaði hælis við hirð Persa, lærði tungu þeirra og komst til mikilla metorða. Hann var gerður að land- stjóra yfir þremur grískum borgum í Litlu-Asíu og þar dó hann. Synir hans fóru aftur til Aþenu og héldu minningu hans á lofti á ýmsan hátt. Fjölskyldan blómgaðist áfram í Aþenu á fjórðu öld og að minnsta kosti fram á fyrstu öld e. Kr. A þessu tímabili jókst vald Make- dóníu, sem seildist til yfirráða yfir öllu Grikklandi. Þjóðræknistilfinn- ing Aþeninga færðist í aukana og áhugi vaknaði á ný um hin glæsi- legu afrek liðinna tíma. Vafalaust fyrir atbeina niðja Þemistokless varð tilskipun hans að sjálfstæðisyfirlýs- ingu eða einskonar Gettysburg- ávarpi. Jafnvel eftir að Makedónía náði yfirráðum yfir öllu Grikklandi, og seinna Rómverjar, var tilskipunin lesin af áhuga. Troizen var í nánu sambandi við Aþenu, þegar Makedóníumenn voru að auka yfirráð sín. Eftir ósigur Grikkja við Keroneu árið 338 f. Kr. voru Aþenuvinir í Troizen gerðir útlægir. Þeir fengu þegnréttindi í Aþenu, vegna þess að borg þeirra hafði tekið á móti aþensku flótta- mönnunum árið 480 f. Kr., þegar þeir gátu farið heim aftur, hafa þeir vafa- laust séð til þess, að borg þeirra yrði vinveitt Aþenu. Þeir munu hafa gert sem mest úr hinni sameigin- legu baráttu borganna 150 árum áður. Ekkert sannaði þá baráttu bet- ur en tilskipun Þemistokless. Jafn- vel má ætla, að steinninn með hinni áletruðu tilskipun hafi verið settur upp í súlnagöngum á aðaltorgi bæj- arins, en þangað höfðu Aþeningar gefið styttu af konum og börnum, sem leitað höfðu hælis í Troizen. Sennilegast er, að steinninn hafi ekki verið á sínum upphaflega stað, þeg- ar hann fannst. Aðeins með gagn- gerðum uppgrefti á þessu svæði er hægt að komast að hinu rétta. En hvaða gögn kunna ekki að vera fólg- in í rústum hinna smærri borga Fom-Grikkja, sem hafa verið van- ræktar svo mjög vegna þeirra sem frægari eru? Höfundur: Michael H. Jameson í Scientific American marzhefti 1961. Grímur Þorkelsson þýddi. Auðunn Auðunsson. AFLASÖLU HEIMSMET Auðunn Auðunsson, skipstjóri á togaran- um Fylki á nú heimsmet í aflasölu. Hann seldi afla sinn í Grimsby 1. maí síðastliðinn, 219.5 lestir fyrir 21.017 sterlingspund. Ekk- ert skip, íslenzkt eða brezkt, hefur selt eigin afla fyrir svo mikið fé, og er líklegt, að þetta met eigi eftir að standa lengi. Bjarni Ingimarsson, skipstjóri á Neptún- usi, er búinn að eiga aflasölumetið frá ár- inu 1947, er hann seldi afla sinn fyrir 19.069 sterlingspund, en hann var þá með meiri afla en Fylkir. Vegna togaraverkfallsins í Grimsby hefur verið geysihátt verð á fiski og við borð hefur legið, að met Neptúnusar væri slegið. Þann 24. apríl seldi Júpíter fyrir 18.951 sterlingspund, en varð að hverfa frá með 500 kit af þorski, þar eð þorsk- kvótinn fyrir aprílmánuð hafði verið fyllt- ur. 16 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.