Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Qupperneq 46

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Qupperneq 46
Ur sögunni „O R M U R Ragriar Þorsteinsson skipstjóri og nú bóndi á Höfðabrekku í Mýrdal, hefur í frístundum sínum fengizt nokkuð við ritstörf og skáldsagna- gerð. Hefur hann skrifað nokkrar stuttar sögur, er hafa birzt í tíma- ritum, og ein bók, „Víkingablóð“, hefur komið frá hans hendi, sem ísafoldarprentsmiðja gaf út. Hér á cftir fer einn kafli úr bók, sem Ragnar hefur samið fyrir nokkru síðan og nefnir „Ormur í hjarta". Fjórir dagar voru liðnir frá því að Asgeir skildi við hinn kínverska velunnara sinn. Hann hafði vonað að hann kæmist í skipsrúm eitthvað til fjarlægra landa, honum var sama hvert, aðeins eitthvað út í óvissuna. Hann var nú að fullu búinn að ná sér eftir hinn trillta bardaga í knæp- unni, aðeins mátti sjá þar eitt merki, stórt og mikið ör frá gagnauga og upp í hársvörð, en það lítti hann ekki mikið heldur gaf andlitinu meiri svip. Fyrstu næturnar tvær hafði hann sofið um borð í skipum og sníkt sér, þar mat á daginn. Hvergi var skiprúm að fá, allsstað- ar fullskipað. Svo var það þriðja kvöldið að hann hafði búið um sig í stórri kaðaltrossu um borð í kola- pramma. Hann var í slæmu skapi, svangur og þreittur eftir hið sífelda rölt um skipakvíarnar. Enginn hafði boðið honum að borða, matsveinn nokkur sem hann hafði byrjað að slá gull hamra í von um bita, hafði gert gis að honum og sagt honum að hypja sig í land. Islendingseðlið var of ríkt í honum til að þola slíkt. Hann hafði sett dreirrauðann og lá við borð að hann hefði endaskipti á hinum enska matsveini. Þetta var fyrsta niðurlægingin sem hann hafði orðið að þola og ekki sú síðasta, það hafði verið litið á hann eins og um- komulausan flækingshund þennan, dag og hann mátti kingja hverri skaprauninni á fætur annarri. Þegar hann var að brjóta samann jakkann sinn undir höfuð sér, fannst honum í HJARTA" hann fynna eitthvað hart í fóðrinu, hann þuklaði og þreifaði, jú eitthvað var þarna saumað fast inn í fóðrið. Hann þreif til vasahnífsins, en lét hendina síga aftur, hann hafði ekki ráð á að skemma þessi einu föt sem hann átti, þetta var sennilega heldur ekkert merkilegt. Hann lagði sig því fyrir aftur, en nú var honum ómögu- legt að sofna, það kom aftur og aftur hvað gat þetta verið. Hann reis upp við dogg og þreifaði betur um þetta jú þetta gat vel verið veski. Hníf- urinn kom nú aftur fram á sjónar- sviðið og nú, hikaði hann ekki við að spretta sundur fóðrinu. I ljós kom svart gljáandi leðurveski. I opi sem ætlað var fyrir heimilisfang lá kort sem á var prentað, Asgeir Þor- valdsson Islandi. Hann glápti á þetta nokkra stund, hvernig í fjáranum stóð á þessu. En þá datt honum í hug „Meir-Sun hin kínverska, auðvitað hafði hún séð brottför hans fyrir og látið þetta þarna, æfðir fingur hennar höfðu komið því svo vel fyrir að hann hafði aldrei orðið þess var fyrr en hann lagði vangann á það. Hann skygndist nú af forvitni í öll hólfin, í einu þeirra voru 50 sterlingspund í seðlum og í litlu hólfi neðst í veskinu fann hann lítið gullnisti með mynd af „Sun” í. Hið fagra andlit brosti við honum eins og það vildi segja: „Hér er ég vertu glaður og ánægður og mistu ekki trúna á lífið og tilgang þess.” Hann horfði í þögulli undrun á hið undra fríða meyjarandlit, honum vöknaði um augun. Enginn kona á jarðríki var þessari lík og einmitt henni gat hann ekki unnað. Engri hafði hann sínt slíka lítilsvirðingu, enga hafði hann smánað eins. Nei hún hefði verið allt of góð fyrir hann. Allt í einu hrökk hann við, hann átti þessa peninga og átti að nota þá, þess- vegna voru þeir hér. Hann stakk nistinu í hólfið aftur og lokaði því og fór síðan í jakkann, því næst kvaddi hann kolaprammann og lagði leið sína á gistihús. Daginn eftir Ragnar Þorsteinsson. sat hann þar og hugsaði mál sitt þessir peningar mundu endast hon- um í rúmann mánuð með sparnaði og áður en sá tími væri liðinn hlaut hann að hafa fengið skiprúm. Hann fór nú að venja komur sínar á krær þær sem sjómenn koma venjulga mest á, ef ske kynni að hann yrði þá einhvers vísari um sín hugðar- efni. En hann gætti þess ekki, að þetta hafði auka gjöld í för með sér, hann gat varla haft tal af nokkrum manni án þess að það kostaði ekki tvo og þrjá „bjóra”, og stundum hálfan og heilan Wisky. Á þessu knæpurölti kyntist hann manni ein- um þýzkum sem líkt var ástatt fyrir. Maður þessi hafði verið á þýzkum kafbát í stríðinu og oft komist í hann krappann, kunni margar sögur af slíku. Meðal annars hafði hann verið um tíma upp við Islands- strendur. Hann sagði Ásgeiri sögu af því er maður nokkur hafði bein- línis siglt á þá í myrkri og roki þeir höfðu haft njósnir af skipalest sem var á leið til höfuðstaðarins og feng- ið skipun um að sitja fyrir henni. Um kvöldið í myrkrinu höfðu þeir komið úr kafi og rétt um leið, hafði maður einn á bát siglt á þá, hann kom beint undan veðrinu, gamall og gráhærður þulur, berhöfðaður með hárið flaxandi í vindinum. Við dróg- um hann um borð til okkar og hann var hjá okkur í tvo mánuði. Það var sjómaður skal ég segja þér, það var eins og hann yngdist upp í hvert skifti sem verst var veður, aldrei 30 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.