Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Qupperneq 47
heyrðist æðruorð til hans þótt við
ættum við óstjórnlega erfiðleika að
etja. Asgeir var nú farinn að leggja
við hlustirnar. Hvað eru mörg ár
síðan þetta var, spurði hann með
áfergju. Hinn horfði á hann hálf
hissa og sagði, „það er, við skulum
nú sjá 9 ár að ég held, en því spyr
þú”? „Hvað hét þessi gamli maður”?
Við kölluðum hann „Thorvaldsen”
Asgeir varð hugsi, gat það hugsast
að slík hefðu orðið afdrif gamla
mannsins, allt benti til þess að þetta
hefði verið afi hans. „Við urðum
fyrir djúpsprengju við Englands-
strendur og vorum teknir til fanga,
,gamli maðurinn líka,” hélt hinn
þýzki sjómaður áfram. „Eg frétti
löngu seinna að hann hefði lent í
eldsvoða, misst sjónina og dáið
nokkru síðar.” Asgeir starði fram
fyrir sig, löngu liðnir atburðir svifu
fyrir hugskotssjónum hans, þetta
urðu þá afdrif hins gamla sjóvíkings,
deyja einn og yfirgefinn í framandi
landi, ekkert kunnugt andlit, ekkert
hlýtt orð, ekkert handtak að síðustu
áður en lagt var á djúpið mikla.
Asgeir var svo raunamæddur á svip-
inn að hinn þóttist sjá, að eitthvað
amaði að honum. Hann spurði því
hvort hann hefði þekkt manninn. „Ó
já ansaði Asgeir, þetta var afi minn
sem mér þótti mjög v.ænt um, hann
hvarf svo enginn vissi hvað af hon-
um varð, allir héldu að hann hefði
drukknað.” „Já þessu get ég vel
trúað,” sagði félagi hans, það má
sjá greinilega svip með ykkur við
nánari athugun. Það var líkt ástatt
um þennan Þjóðverja og Asgeir, að
hann var orðinn dauðleiður á land-
verunni og þyrsti í að komast í sigl-
ingar, hann hafði strokið af þýzku
skipi fyrir mánuði. Hann var frá
Danzig og skipið átti að fara þangað
aftur, en hann gaf það dauðanum
og djöflinum að þangað stigi hann
aldrei fæti á land framar, en aldrei
gat Asgeir haft upp úr honum hvaða
ástæður lágu fyrir andúð hans á
heimahögunum, ef á það var minst
bölvaði hann svo hrottalega á fjór-
um eða fimm tungumálum að allir
undruðust slíkt óhemju samansafn
og þó voru félagar þeirra um þetta
leyti engir viðvaningar í faginu. En
hvað sem því leið, kom þeim Asgeiri
vel saman enda líkir um margt. Þjóð-
verjinn hét Frits Rútkotski og var
frá Austur-Prússlandi. Það var
morgun einn nokkrum dögum seinna
að Þjóðverjinn kom askvaðandi
heim til Asgeirs, hann hafði leigt
sér herbergi til mánaðar því það var
langtum ódýrara en á gistihúsum,
en samt átti hann nú ekki eftir nema
5 sterlingspund, þessi 50 pund höfðu
orðið ódrjúg. Það var búið áður en
hann varði, hafði einhvern veginn
gufaði upp, sumt á leyndardómsfull-
an hátt að honum fannst. Frits bar
ótt á er hann sá Asgeir. „Komdu
strax Island,“ ég veit um skip sem
líklega vantar tvo menn og það á að
fara til Nýja-Sjálands með viðkomu
á Carólín-eyjum. Asgeir hrökk við
Carólín-eyjar var það ekki einhvers-
staðar hinu megin á hnettinum og
nálægt miðbaug, hann hafði einmitt
dreymt þá um nóttina hræðilegan
draum í sambandi við einhverjar
suðurhafseyjar. Einhver undarleg
kend greip hann líkt og illur fyrir-
boði, en hann hristi það af sér, ekki
nema það þó, hvaða fjandans skræfa
var hann orðinn, hann var þó ekki
farinn að taka mark á draumum.
Þeir félagar flýttu sér alveg eins
og lífið væri í veði. Frits hafði
heyrt um þetta á krá einni við höfn-
ina og tekið beina stefnu til vinar
síns með öll segl uppi.
Er þeir fundu skipið gengu þeir strax
meðfram því og horfðu á það dálitla
stund, slíkt gera allir sjómenn gefa
skipinu auga, vega það og meta,
hvort það muni gott eða vont sjóskip,
mynda sér skoðun um það. Sum skip
hafa þægileg áhrif á menn, önnur
vond eða óþægileg. Þeim félögum
leist vel á skipið og réðust þegar til
uppgöngu og gerðu boð fyrir skip-
stjórann. Þeim var vísað til íbúðar
hans miðskips, þetta var maður
milli fimmtugs og sextugs svo tálg-
aður að varla sást á honum kjöt
dróg, skinnið var eins og strengt yfir
beinin. Hann var í hærra meðallagi
og bar því ennmeir á honum. Og
þegar þessi lifandi beinagrind fór
að tala var eins og urgað væri sam-
an tveimur járnbútum. Það fór hroll-
ur um báða mennina, Frits þótti sem
hann stæði fyrir dauðanum, slíka
hryggðarmynd hafði hann aldrei séð
og hafði hann þó tvo um þrítugt. Þeir
báru nú upp erindi sitt og varð As-
geir fyrir svörum, því hann talaði
betri ensku. „Hverrar þjóðar eruð
þið,”? urgaði í beinagrindinni. Ás-
geir sagði þjóðerni þeirra og gretti
sá gamli sig ógurlega er hann nefndi
Þýzkaland. Hann virtist hugsa sig
um stundarkom, en síðan ýlfraði í
honum. „Á hvaða skipum hafið þið
verið.” Þeir nefndu skipin og karl-
inn virtist vera ánægður, skildu þeir
vera fullgildir hásetar og koma til
skips kl. 8 þá um kvöldið. Skipið
átti að fara út á fljót um kvöldið og
leggja af stað morguninn eftir. „Karl-
inn” vísaði þeim á 1. stýrimann sem
skildi skrá þá á skipið. Skipið var
enskt og öll áhöfnin nema þessir
tveir nýkomnu, það var um 9 þús-
und smálestir um 20 ára gamalt. Um
farminn vissu þeir ekkert en sáu að
það var fullfermt og vel gengið frá
öllum lestum. Ásgeir keypti sér fatn-
að fyrir þessi 5 pund sem hann átti
eftir, en var samt mjög illa fataður,
en hann vonaðist eftir að geta endur-
nýjað fatabyrgðir sínar á leiðinni.
Frits var ofur lítið við skál um
kvöldið er þeir félagar gengu um
borð og hann gat ekki stillt sig um
að gera að gamni sínu. „Ertu ekki
farinn að heyra hringlið í beina-
grindinni og hann hnipti í Ásgeir,
hann vantar ekkert nema ljáinn til
þess að allt sé fullkomnað. Ásgeir
svaraði honum ekki, hann sá að skip-
stjórinn stóð á brúarvængnum og
horfði á þá, hann hlaut að hafa heyrt
hvert orð sem þjóðverjinn sagði. En
nú snerist athygli hans að öðru, Frits
sem var örlítið á undan hafði skrik-
að eða runnið til á neðsta þrepinu
í stiganum niður af öldustokknum
og dottið endilangur á þilfarið. Og
fallinu fylgdi þessi heljarruna af
blótsyrðum, sem aldrei ætlaði að
taka enda, á fimm tungumálum ultu
þau út úr honum, án þess að honum
fipaðist eða hann kæmi með endur-
tekningar. Ásgeiri varð litið upp til
að vita hvort „Karlinn” hefði tekið
eftir þessu og viti menn nú brosti
beinagrindin ef bros skildi kalla, það
voru reyndar einungis fettur og
grettur, en það, var auðséð á hon-
um að hann taldi þetta meðmæli
með Þjóðverjanum. Ásgeiri varð hálf
illt við, það var eins og hann hefði
séð kölska sjálfan hlakka yfir glat-
aðri sál.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 31