Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Qupperneq 59

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Qupperneq 59
S.s* „Galtasundi" stolið Abraham Moe, var einn af þeim sem stolið var með „Galtasundi”, og farið með til Englands í stríðinu. Um þennan skipsstuld hefur verið skrifuð heil bók, sem heitir: „Maðurinn sem stal „Galtasundi”. Moe segir: „Mér var stolið um leið, ég var kyndari þegar þetta gerðist. Ég fékk skammbyssu í bakið, og mér var sagt að kynda, og kynda vel, því nú væri ferðinni heitið til Skot- lands. Ég man dagsetninguna eins og það hefði skeð í gær; 17. marz 1942. Við vorum á leið frá Flekkufirði til Reykjafjarðar. í Flekkufirði kom bara einn farþegi um borð, og ætl- aði til Stavanger, til að gifta sig. Hann hafði með sér talsverða bú- slóð. Lítið vissi hann um að hann myndi hafna í Aberdeen, í staðinn fyrir hjá kærustunni í Stavanger. Það voru fáir farþegar á hverju plássi, en meðal þeirra voru tveir menn, sem höfðu N. S. merkið í jakkahorninu. Það kom í ljós seinna, að þeir voru í hópnum sem tók skip- ið. Sjálf yfirtaka skipsins, gekk frið- samlega fyrir sig. Að vísu var 1. stýrimaður með einhvern uppsteit, en hann var sleginn niður, og skip- stjórinn var lokaður inni, svona til öryggis. En áhöfnin sem var 24 menn voru allir með á nótunum. Þeir sem stálu skipinu, höfðu sprengt verksmiðju í loft upp í Krist- jansand, og þeirra einasta von, til að sleppa lifandi var að komast til Eng- lands. Við fengum ógurlegt veður áleið- inni. Skipið var ekki stórt, aðeins 700 tonn. Það var meira undir, en ofan á sjónum, en það kláraði sig vel. Til allrar hamingju höfðum við nýlega tekið kol, og það bjargaði okkur. Við áttum aðeins eitt tonn eftir þegar við náðum landi. Eftir yfirheyrsluna og tilheyrandi, og eftir að hafa komið fatnaði mín- um í peninga, — og eitt þeim aftur, — en það voru 15 pund, munstraði ég aftur á „Galtasund” í strandferð- ir, en nú í Skotlandi og Englandi. Við þetta var ég í 13 mánuði, — og mér leiddist ekkert, því eins og ástandið var heima í Noregi, var ekkert að láta sig langa í heima. „En hvernig var það með mann- inn sem ætlaði til Stavanger til að gifta sig”? „Hann fór bara til sjós í staðinn.” Faðir herdeildarinnar. Hinn fægi mongólski herforingi Bhuta Khan sem sigraði Norður-Indlan Afgan- istan og Persíu á 13. öld, er sagður hafa átt yfir 1800 konur. Með þessum. konum sínum eignaðist hann yfir 3200 börn á 30 árum. Meira en helmingur barnanna voru drengir. Þegar þeir höfðu aldur til tóku þeir upp hermennskuna og gengu í þjón- ustu föður síns. Urðu þeir góðir liðsmenn í hinum sigursælu herjum hans, sem á tímabili ógnaði öllum þjóðum hems utan Mongólíu. Persneskar heimildir frá 14. öld, henma frá því að hið ótrúlega hafi skeð. Herfor- inginn Bhuta Khan andaðist á vígvell- inum, ekki fyrir vopnum óvinarins, heldur í ástríðufullum faðmlögum einnar hinna yngstu kvenna sinna, þar sem mannskæð orusta geisaði í innan við 300 skrefa fjar- lægð. Tedrykkja Frá því er sagt að þegar te var fyrst flutt til Englands^ um 1660, dreifðu inn- flytjendurnir þeirri sögu út á meðal fólks- ins, að teið væri austurlenzkt læknislyf og þar mjög í tísku. Einkum væri það mikið notað í kvennbúrunum bæði af körlum og konum með góðum árangri. Jafnvel sjötugir og áttræðir karlar sem neyttu þess stæðu sig með fádæmum vel. Fjöldi manna festu trúnað á þessu og þús- undir flýttu sér að ná í þessa nýju vöru. Hjón sem ekki hafði orðið bama auðið, en eignuðust börn eftir að tedrykkjan hófst, þökkuðu þessu austurlenska meðali ham- ingju sína. Það var ekki fyrr en eftir 1730 að sannleikurinn um þessa svikasögu varð almennt þekktur. „Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi." Dráttarbátar hafnarborga heimsins eru ekki aliir miklir að vexti, hinsvegar er þessi skipategund byggð til mikilla átaka, þegar draga þarf hin stóru hafskip að og frá hafnargörðum. Á myndinni sést einn smár í lausum gangi. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.