Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Page 12

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Page 12
En því ber að fagna, að samfara harðnandi sjósókn, lengra og á dýpri mið, þá hafa skipin sjálf og öryggis- tæki þeirra, ásamt björgunartækjum í landi, tekið stórstígum framförum á þessu tímabili, þótt enn vanti mik- ið á, svo nýjustu tækniframförum sé alltaf fylgt á þeim sviðum. Ef litið er á þriðja og fjórða atrið- ið, um að kynna þjóðinni lífsbaráttu sjómannsins við störf sín á sjónum og kynna henni hve þýðingarmikil störf stéttin vinnur í þágu þjóðfé- lagsins, þá held ég að þetta hvoru- tveggja hafi tekizt vonum framar, þótt hinsvegar furðu margir beri þar lítið skynbragð á. Það hefur tekizt að skapa velvild- ar- og bræðrahug meðal sjómanna inn á við. Þannig hefur tekizt að vekja þjóð- ina til umhugsunar um, að þrátt fyr- ir nauðsyn hverrar stéttar, sem hlekks í þeirri keðju, er heldur utan um okkar sjálfstæða þjóðfélag, þá á íslenzka þjóðin enn um langan aldur velmegun sína undir gjöfulu hafi, sem umlykur landið okkar, auk karl- mennsku og sjálfsbjargarviðleitni þeirra einstaklinga, sem á sjóinn sækja til fiskveiða og færandi varn- inginn heim. Það hefur tekizt að vekja almenn- ing til umhugstinar um að þeim, sem hafa sjómennsku að atvinnu, verði gert það kleift vegna samkeppninn- ar við aðrar sambærilegar stéttir og samanburðar við þær um laun og kjör. I þessu efni hefur mikið áunnizt tvö síðastliðin ár, þótt margt megi að sjálfsögðu betur fara. En sú heit- strenging ætti að vera sameiginleg sjómönnum og útvegsmönnum, að þeir tímar skuli aldrei aftur koma, að sjómannsstarfið verði ekki eftir- sótt æsku landsins, og stétt vor verði svo fáliðuð, að aðstoðar þurfi að leita frá erlendum fiskimönnum, til að nýta gjaldeyrisskaþandi framleiðslu- tæki okkar. Margir ungir sjómenn, sem skyldu- störfum hafa að gegna á hafi úti, láta enn í ljósi þá skoðun sína, að Sjómannadagurinn sé ekki þeirra hátíðisdagur, heldur einhverra ann- arra, sem noti þetta tækifæri til að gera sér dagamun. Þetta lét ég eitt sinn í ljósi við Pétur Sigurðsson, núverandi form. Sjómannadagsráðs. aldraðan heiðursmann, sem var far- þegi á skipi, sem ég var þá skipverji á. Þá svaraði hann eitthvað á þá leið, að ég skyldi leggja á minnið, að þjóðin veitti því athygli, að 1. maí legðu verkamenn niður vinnu til að halda sinn hátíðisdag heilagan, fyrsta mánudag í ágúst lokuðu kaupmenn búðum sínum og á öllum helgi- og tyllidögum, sem finnast, auk nokk- urra annarra, hætta aðrir launþegar þessa lands störfum og taka sér hvíld, en sjómenn halda áfram starfi sínu, hvort sem um er að ræða nótt eða dag, virkan dag eða helgan. — Þetta metur þjóðin á Sjómannadag- inn, hann er því auk annars virðing- arvottur við þá, sem störf sín vinna á hafi úti. Þessi gamli maður hafði mikið til síns máls. —o— Ef litið er á síðasta atriði þeirra starfsreglna, sem hér að framan var vitnað í, þess efnis að vinna ætti að menningar- og velferðarmálum sjó- mannastéttarinnar, verður að sjálf- sögðu litið til þess, sem hæst ber í starfi þessara samtaka, en það er bygging dvalarheimilis fyrir aldraða sjómenn í Laugarási í Reykjavík. Sögu þess heimilis — Hrafnistu — ætla ég ekki að rekja hér, það verð- ur gert af öðrum. En það er, þrátt fyrir margvísleg mistök, glæsileg saga, sem ekki verð- ur af samtökunum tekin, þótt ýmis- legt hafi bjátað á. Bjartsýni og djörfung brautryðj- enda og forsvarsmanna þessa mikla mannvirkis, væri það til lítils, ef ekki hefðu komið til fádæma góðar undirtektir þjóðarinnar og ráða- manna þjóðfélagsins á hverjum tíma. Án þess að móðga neinn, en í þeirri fullvissu, að velvilji þess manns, sem ég hér nafngreini, hefði máske orðið átakaminni, ef ekki hefði komið til stuðningur samherja jafnt sem mótherja fyrir framgangi málefna Sjómannadagsins, þá leyfi ég mér samt sem áður að fullyrða, að ópólitísk starfsemi þessara sam- taka, hefur ekki átt einlægari né hjálsampari stuðningsmann meðal ráðamanna þjóðfélagsins, en núver- andi forsætisráðherra, Ólaf Thors. Enda hafa þeir sem að samtökum þessum standa réttilega kunnað að meta það, hvar í flokki sem þeir hafa staðið. Þótt starfið, sem fimmta og síð- asta atriði starfsreglnanna hafi um nokkurn tíma verið einskorðað við eitt meginverkefni — uppbygging- una að Laugarási, þá hefur þegar verið ákveðið, ef löggjafinn gefur leyfi sitt, að útvíkka þetta bundna starfssvið stórkostlega á næstu ár- um, og þar með að koma á móti ein- dregnum óskum sjómanna og verka- lýðsfélaga og annarra aðila víðsveg- ar um land, um að hluti af ágóða happdrættis D. A. S. renni til svip- aðra eða annarra heppilegra bygg- inga fyrir aldrað fólk, sem dreift verði á ýmsa staði umhverfis landið allt. Benda þessir aðilar á, að með þessu verði gífurleg starfsorka virkj- uð til framdráttar góðs málefnis. Þau samtök, sem staðið hafa fyrir uppbyggingunni í Laugarási og not- ið til þess ágóða af happdrætti D. A. S. hafa, eins og hér að framan grein- ir, boðið hönd sína til samhjálpar við slíkar byggingar annars staðar en í Reykjavík. En um leið verður að liggja ljóst fyrir, að halda verður áfram og ljúka við það, sem þegar hefur verið byrjað á í Laugarási. Þar eru ennþá margar byggingar óreistar. Þær verða að komast upp sem fyrst, svo unnt sé að stórauka 1 8 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.