Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Qupperneq 33
flekanum og spyrni mér frá honum.
Það er erfitt að synda, þegar maður
finnur ekki til handanna, en ég busla
af öllum mætti. Eg verð að ná til
bjargbátsins.
Einhvern veginn tekst mér að kom-
ast þangað, og ég gríp í borðstokk-
inn. Lítil telpa, varla tíu ára gömul,
hangir einnig á bátnum. Eg reyni að
klífa yfir borðstokkinn, en hann er
of hár fyrir mig.
„Litla stúlka,“ hvísla ég hásri
röddu, „viltu reyna að færa þig of-
urlítið, svo ég komist að borðstokkn-
um, þar sem hann er lægri? Svo skal
ég hjálpa þér, þegar ég er sjálfur
kominn upp í bátinn.
Henni tekst að færa sig ofurlítið
til, enda þótt báturinn hendist til
og frá á æstum öldunum. Og ein-
hvern veginn kemst ég inn yfir borð-
stokkinn og get með erfiðismunum
dregið litlu stúlkuna upp í bátinn.
Hún sezt niður, horfir á mig og spyr:
„Hvar er mamma? Veizt þú, hvar
mamma er?“
Tíminn dragnast áfram. Úrið mitt
gengur ennþá. Það stendur á 11 —
klukkustund er liðin síðan „Wil-
helm Gustloff“ sökk. Það er jafn-
hvasst og nístandi kalt og áður, og
ég velti því fyrir mér, hvort það séu
nokkrar líkur til þess að við náum
nokkum tíma landi. Okkur rekur
stefnulaust undan vindinum. Ég ef-
ast um að nokkrar árar séu í bátn-
um.
Fólkið hreyfir sig ekki. Það situr
þögult og sem stirnað í sömu stell-
ingum og þegar ég kom í bátinn.
Það líður fast að miðnætti. Langt
úti í sortanum sé ég skyndilega glitta
í ljós — það nálgast óðfluga. Er
þetta kannske annar óvinakafbátur?
En brátt get ég greint útlínur skips-
ins. Það er þýzkur tundurspillir.
Tundurspillirinn er kominn til
okkar. Enginn rekur upp fagnaðar-
óp. Björguninni er tekið með sama
fálætinu og sinnuleysinu og markað
hefur þetta litla samfélag undan-
famar hryllingarstundir.
Maður rís upp í bátnum og gríp-
ur í kaðalstigann, sem rennt er niður
með skipshliðinni til okkar. Hann
stígur eitt skref upp, en er of stirður
og máttfarinn til þess að komast
lengra. Hann riðar við, hrasar og
fellur aftur yfir sig niður í sjóinn,
án þess að við fáum ráðrúm til þess
að ná til hans. Hann steinsekkur —
og kemur ekki upp aftur.
Hinu fólkinu gengur betur. Fleiri
bjargbáta ber að tundurspillinum.
Nokkrir af áhöfninni fara niður í
bátana til þess að hjálpa hinum
særðu um borð í skipið.
Nú eru allir úr mínum bát komn-
ir heilu og höldnu um borð, og ég
legg af stað upp stigann. Skyndilega
tekur skipið hart viðbragð, svo ég
verð að beita ýtrustu kröftum til
þess að falla ekki úr stiganum.
Tundurspillirinn snýr snöggt á bak-
borða og setur á fulla ferð áfram —
eitthvað út í nóttina.
Há örvæntingaróp berast mér til
eyrna, er við þjótum frá bátnum,
sem enn eru hálffullir af fólki.
Nokkrir af áhöfn tundurspillisins
hafa einnig orðið eftir.
Svo yfirgnæfir nýtt hljóð allt ann-
að — drynjandi sprengjuhljóð!
Við förum í krákustígum. Ég er
dreginn um borð, rétt í tæka tíð.
áður en ég gefst upp við að halda
mér í kaðalstigann. Tundurspilla-
deild hafði sézt á hraðri ferð í áttina
til okkar, segir einn af sjóliðunum
mér — það var ekki hægt að bíða
eftir henni. Atti nú kannske annað
skip eftir að sökkva undir mér? Það
væri helzt til mikið á einni nóttu!
Við getum ekki skipt okkur frek-
ar af fólkinu, sem varð eftir í bjarg-
bátunum.
Mér er vísað inn í baðhús tund-
urspillisins. Þar er hlýtt og bjart.
Hressandi sápuilmur berst að vit-
um mér. Þarna er þegar fyrir margt
af skipbrotsmönnunum.
Andlit þeirra og hendur eru bláar
af frostbólgu, sumir eru skrámaðir
og marðir, og yfirleitt eru allir held-
ur hrollvekjandi útlits.
Tundurskeyti þjóta fram hjá skip-
inu í lítilli fjarlægð. Svo við eigum
líka í höggi við kafbát — eða kaf-
báta! Ég fer ekki úr fötunum, þótt
þau séu rennvot. Finnst ekki taka
því, þar sem ég býst eins við því að
lenda í sjónum aftur innan skamms.
Ég er enn dofinn af kulda og skelf
frá hvirfli til ilja — en ég er þó lif-
andi. Nú er ég ekki lengur í vafa rnn
það.
Það líður að dögun. Stálgrá,
kuldaleg skíma sézt yzt úti við sjón-
deildarhringinn í austri, — fyrst að-
eins örmjó rák, sem smátt og smátt
teygir sig lengra upp á himininn.
Ég hitti skipslækninn, og við töl-
um saman. Hann segir mér, að ein
konan úr hópnum, sem bjargað var,
hafi verið að fæða stúlkubarn. Hann
segir, að móðirinni líði furðanlega
vel.
Ég spurði lækninn, hvort hann
vissi tölu þeirra, sem bjargað hefði
verið. Hann hafði ekki getað komið
neinni nákvæmri tölu á fólkið, en
taldi það vera milli 300 og 500.
„Ég tel víst, að önnur skip bjargi
þeim, sem eftir urðu“, sagði hann.
Ég ráfa áfram um skipið, og ég
verð var við það, að fregnin um
barnsburðinn hefur borizt út á með-
al fólksins. Það brosir, og svipur
þess lifnar við — slíkur er máttur
lífsins.
Sólin siglir hægt og hátignarlega
upp á himinhvolfið. 31. dagur janú-
armánaðar er að hefjast. Það er á
sjöunda ári styrjaldarinnar.
Við nálgumst land óðfluga og sigl-
um nú áfram á fullri ferð.
Um miðjan morgun göngum við af
skipsfjöl. Við erum komin til smá-
bæjarins Sassnitz á eyjunni Rugen.
Við göngum inn í bæinn eftir snævi
þöktum og sleipum götunum. Fólk
horfir forvitnislega á okkur út um
hélaða glugga — eins og það mundi
horfa á líkfylgd, dettur mér ósjálf-
rátt í hug.
Ég held mig mest niðri við höfn-
ina — ætla að bíða eftir hinum skip-
brotsmönnunum. En það koma engin
skip að landi.
Tíminn dragnast áfram. Ég geng
aftur upp í bæinn, kaupi mér súkku-
laði og sendi símskeyti til móður
minnar í Darmstadt.
Það er komið fram á kvöld, en
engin skip hafa komið að landi með
eftirlifandi farþega af „Wilhelm
Gustloff". Loks koma þessar upplýs-
ingar frá flotaskrifstofunni: Ef til vill
300 manns, eða í mesta lagi um 400
hafa verið fluttir til Kolberg eða
aftur til Gotenhafen.
Hér í Sassnizt voru taldir 400—
500 manns, svo að samanlagt hafði
þá verið bjargað um 800 af þeim
8000, sem lögðu af stað frá Goten-
hafen, með „Wilhelm Gustloff“ í
gærkvöldi. Ég gat ekki trúað þessu.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 39