Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Blaðsíða 43

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Blaðsíða 43
Sjómannadagurinn 25 ára Framhald af bls. 32. menn og Janus Halldórsson fyrir matsveina og framreiðslumenn. Þá talaði Ásgeir Sigurðsson skip- stjóri fyrir minni Islands, og Friðrik Halldórsson loftskeytam. fyrir minni kvenna. Á milli þess sem ræður og minni voru flutt, lék ýmist hljómsveit hó- telsins, ellegar Karlakór Sjómanna söng. Söngstjóri kórsins var Guð- mundur Egilsson loftskeytamaður. Var söngur kórsins fjörugur og vakti mikinn fögnuð og mestan meðal þeirra sem vissu hvað undirbúnings- tíminn hafði verið stuttur. Guð- mundur söng líka einsöng, og lék á fiðlu, og allt með prýði og áheyrend- um til ánægju. Tvívegis var hlé á útvarpi frá veizlunni og þá farið með talplötur í útvarpinu. Var önnur frá vinnu í togara þegar verið var að innbyrða vörpu, en hin var samtal milli síld- veiðiskipa. I veizlunni mættu allir sigurveg- ara í íþróttakepni Sjómannadagsins með verðlaunapeninga sína í barm- inum. Einn þeirra Erlingur Klem- ensson, var í veizlunni sæmdur sér- stökum heiðurspeningi Sjómanna- dagsins fyrir það að hann tók þátt í öllum íþróttum dagsins, er þreyttar voru. Var það sérstakt þrekvirki. þar sem hver keppnin tók við af annarri með stuttu eða engu millibili. Áhrifarík stund var það í veizl- unni, er Sigurjón Á. Ólafsson alþm., form. Sjómannafélags Reykjavíkur, las upp kveðju í bundnu máli frá há- öldruðum sjómanni, sem verið hafði blindur í 40 ár. Sjómannaveizlan stóð yfir til kl. 3 um nóttina. Var fjör hið mesta er henni var slitið og voru allir ánægð- ir, er þeir hurfu heim, eftir því sem dagblöðin segja frá þessum tíma, og ánægðastir hefðu forgöngumennirn- ir getað verið, fyrir hve vel þeim hafði farið allt vel úr hendi. Þannig lauk þessum 1. Sjómanna- degi fyrir aldarfjórðungi síðan. Yf- irskriftir blaðanna sem út komu eft- ir daginn voru mjög áberandi um þessi hátíðahöld. ,,Stórfengleg há- tíðahöld“. „Virðulegasta og mesta skrúðganga sem hér hefur sézt.“ „Um 10 þús. manns voru viðstaddir hátíðahöldin við Leifsstyttuna — o. s. frv. Næsta Sjómannadag árið eftir, var heldur ekki dregið úr því í ummæl- um blaðanna. Þá mátti sjá yfirskrift- ir eins og þessa. „Sjómannahátíða- höld um allt land“. „Gífurlegur mannfjöldi tók þátt í hátíðahöldun- um hér í Reykjavík.“ „í Reykjavík voru hátíðahöldin ennþá stórfengi- legri en í fyrra.“ „Sjómennskusýn- ingin í Markaðsskólanum vekur mjög mikla eftirtekt.11 Þannig varð Sjómannadagurinn strax í upphafi einn af aðalhátíðis- dögum ársins, sessi sem dagurinn hefur haldið öll þessi ár. Fyrsti Sjómanndagurinn og allur undirbúningur við stofnun hans sýndi, hvers íslenzka sjómannastétt- in var megnug, þegar hún tók hönd- um saman til að koma hugðarefnum sínum í framkvæmd, og þetta gátu sjómennimir einsamlir og óstuddir strax í byrjun, og það þótt flestir þeir sjómenn, sem að þessu unnu, bæði innan Sjómannadags, væru starfandi sjómenn, sem oft voru langdvölum að heiman. Vekti fyrsti Sjómannadagurinn at- hygli, var það ekki síður með þann næsta. Þá sýndu sjómennirnir það stórfellda afrek, að stofna til sýn- ingar þeirrar um þróun íslenzkra sjávarútvegsmála, sem hafinn var undirbúningur að fyrsta Sjómanna- daginn, og var þetta, að margra áliti, einhver bezta og eftirtektarverðasta sýning fyrir almenning, sem hér hafði verið háð. Fyrst var aðeins gert ráð fyrir að hafa sýninguna opna um hálfsmán- aðarskeið, en niðurstaðan varð sú, að sýningin var opin um tveggja mánaða skeið við mikla aðsókn. Hið opinbera studdi þessa menningar- viðleitni Sjómannadagssamtakanna með myndarlegu fjárframlagi, en sjálfir lögðu sjómennirnir fram gíf- urlega vinnu til að gera sýninguna sem bezt úr garði. Þessi sýning gaf tilefni til þess, að Sjómannadagssamtökin fengu því áorkað, við ríkisstjórn og Alþingi, að hafinn var undirbúningur að stofnun sjóminjasafns, og fyrir til- stuðlan samtakanna veitti Alþingi árlegt fjárframlag í þessu skyni, og Borgaryfirvöld og ríkisvald á þessu 25 ára tímabili hafa ávallt greitt með mikilli velvild fyrir öllum framgangi Sjómannadagsins, en lengstan tíma samfellt mætt á velvild Olafs Thors, forsætisráðherra. Hann er hér meðal aldraðra sjómanna, sem heiðraðir voru 1960. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.