Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Side 34

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Side 34
Ef þetta var rétt, hafði hér farizt nær sex sinnum fleira fólk heldur en í Titanicslysinu mikla 1912! Hitt fólkið fær ekki heldur trúað. Fólkið, sem lagði af stað með bjart- ar vonir í brjósti, en hefur nú misst fjölskyldur sínar og vini á svo hörmulegan hátt. Þessi sundurleiti hópur er sinnulaus af sorg. Fólkið megnar ekki einu sinni að svala sér í gráti — og það gerir harm þess enn- þá átakanlegri. Flestir eru sendir í burtu með kvöldlestinni — á þriðja farrými. Það eru húsnæðisvandræði í Sassn- itz og erfitt að skjóta skjólshúsi yfir svo margt aðkomufólk. Menn mót- mæla ekki, enda þótt sjá megi á svip margra, að þeir kysu heldur að bíða hér — bíða, í þeirri veiku von, að fá að sjá eitthvað af horfnum ætt- ingjum koma af hafi. Ég dvel hér til morguns. Þá hefur fengizt nokkurn veginn örugg stað- festing á fregnunum daginn áður. Aðeins 800, í hæsta lagi höfðu kom- izt af. Fleiri fundust ekki — hvergi. Samt doka ég dálítið við. Hér er einnig litla telpan, sem var með mér í björgunarbátnum. Ég mæti henni hér og hvar á götum bæjarins, og enn spyr hún: „Wo ist meine Mutter, Herr Dokt- or? . . . . Wo ist meine Mutter . . . Ekkert svar . . . aðeins vindurinn — bitur, nístandi hafgolan, sem blæs inn yfir ströndina utan af köldu Eystrasalti. Það var ekki botnlanginn, ungfrú Stína. 40 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ t VjWi;; rmhHhí nHnHf IS® , Minjagripaveiðar Uppstoppaðir krókódílar af minni gerðum, eru nokkuð algeng fyrirbæri sem minja- gripir sjómanna og ferðamanna víðsvegar um heim. Sumum kynni að kona það skringilega fyrir sjónir, hvernig farið sé að ]>ví að ná þessum „skemmtilegu dýrum“. Eftirfarandi frásögn er tekin úr sænska „Sjömannen“ um þessar veiðar. Það eru til margar veiðiaðferðir við Krókódíla og sú algengasta er að skjóta þá, en af því næst ekki annar árangur en að drepa þá, því í flestum tilfellum sekkur hann þá til botns og sést ekki aftur. Öruggasta aðferðin er að veiða þá með línu, og stórum krók, sem beitt er á með apa, hænsni eða öðrum kjötbitum. Þessi aðferð er að mestu notuð meðal fólks í þorpum Malaya, þegar þeir þurfa að leggja til atlögu við stóra mannætu krókódíla, er gera árásir á þorpin. En sú aðferðin sem mestur veiðispenningur fylgir, er hinsvegar að skjóta þá með spjóti við blysljós að næturlagi. Sá útbúnaður sem þarf til slíkra veiða er, liðlegur en sterkur bátur, nokkrar bambusstangir 4 til 5 metra langai-, 100 til 150 metra Iöng, sterk hamplína og nokkrir spjótsoddar. Ennfremur verður að hafa verulega góðan ljóslampa, sem getur kastað skuggalausum ljósgeisla ca. 60 til 70 metra. Slíkur lampi er hafður á enni sér eins og námulampi. Veiði með spjótum er aðeins hægt að nota við lágsævi og þegar ekki er tungskin, en slík aðferð krefst einnig mikillar þolinmæði. Það verður að fara á veiðisvæðið strax þegar kvöldar, og strax þegar myrkrið er skollið á, er byrjað að láta ljósglampann leika um yfirborðið. Þegar krókódíll kemur í yfirborðið má marka það af endurskini ljóss- ins úr augum hans, sem lýsa rauðglóandi í myrkrinu. Sti-ax þegar veiðimaðurinn hefir kastað spjótinu á háls dýrsins, verður ofsalegur gauragangm-. Krókódíllinn ryðst út á djúpt vatn, hamplínan rennur á ofsahraða út úr batklussnu, og ef um stóra skepnu er að ræða, dregur hún bátinn á eftir sér eins vegu. En smátt og smátt dregur af honum máttinn og þá er um að gera að þreyta hann og draga að sér eins og við stóran fisk. Hættulegasta augablikið er, þegar krókó- díllinn fer að nálgast bátinn, því að þá reynir hann að bíta allt og alla sem hann nær til. Það er því um að gera að koma sem allra fyrst snöru utan um gin lians og herða vel að, og draga hann síðan upp í bátinn. Fjöldi malajiskra krókódíla veiðimanna eru svo leiknir, að þeir geta veitt minn krókódíla með berum höndum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.