Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Side 71

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Side 71
Ágúst leiðangrsstjóri skoðar rekavið. Af nógu er að taka. — Ljósm. St. St. við í víkum og vogum. Víða sást hvítna í fjörunni í kyrrum vogum, en undirlendi er ekkert með sjónum, nema örmjó fjara, eftir að Rekavík sleppir. Suðvesturhæll eyjarinnar er eld- brunninn mjög, eru þar gígur við gíg að heita má. Hinn fegursti þeirra er úti við ströndina, og er sjórinn tek- inn að brjóta hann. Gígur þessi er fagurlega skapaður úr dumbrauðu gjalli. Þegar á daginn leið, tók að þykkna í lofti, en lognið og ládeyðan hélst. Við siglum austur með norður- ströndinni allt til Maríuvíkur en skyggndumst þó um eftir reka í víkunum þar fyrir vestan. En þær eru miklu fleiri en á suðurströnd- inni. Við lentum við allháan malar- kamb, sem skilur Norðurlónið frá sjónum. Það er mjög ólíkt Suðurlón- inu, miklu minna um sig en hyldjúpt. I því er lítils háttar silungsveiði. Upp frá víkinni er snarbrött brekka, sennilega á annað hundrað metra, en skammt frá brekkubrún- inni stendur veðurathugunarstöðin norska, sem vel má kalla Norsku búðir. Eru þar 5 allmikil timburhús vel búin í hvívetna. Vetrarsetumenn voru þá 8. Nú er talið að um 40 manns dveljist á Jan Mayen, og hefir húsakostur vafalaust verið stórauk- inn. Skipt er um menn einu sinni á ári í júlí—ágúst, og verða flestir fegnir að komast heim, því að furðu tilbreytingarlítið er lífið þama. Sumir endast þó tvö ár og jafnvel lengur. Ekki mega þeir stunda veið- ar, nema fjóra refi má hver maður drepa, og egg mega þeir taka að vild úr björgum á vorin, og silung úr lón- inu, en erfitt er að sækja eggin í björgin, og silungurinn lætur engar veiðivélar freista sín, þó nást endr- um og eins bröndur í net. Norðmennirnir tóku okkur báðum höndum, enda höfðu þeir naumast séð aðkomumann síðan haustið áður. Eitt selveiðiskip hafði þó komið þar um vorið. A nokkrum mínútum vor- um við orðnir góðkunningjar allir saman. Sumir voru þó fálátir í fyrstu en yfir rjúkandi kaffinu og Löjtens ákavíti hurfu síðustu leifarnar af fá- lætinu og þeir kepptust við að segja okkur frá lífinu á Jan Mayen og högum sínum þar. Sólin, sem hafði hulið sig skýjaþykkni síðustu klukkustundirnar, tók nú að skína að nýju rétt um lágnættið. En eitt- hvað fannst mér vanta í skin hennar, og litblær allur daufari en ég hafði hugsað mér miðnætursól. En allur svipur eyjarinnar mildaðist í hinu mjúka skini og fékk einhvern ævin- týrablæ. Og var þetta ekki allt eitt- hvað draumkennt? Hér sátum við innan um síðhærða langskeggjaða menn, sem mæltu á framandi tungu við borð hlaðið kræsingum á eyði- eyju lengst norður í Ishafi, og í eyr- um okkar kváðu við dunandi dans- lög einhvers staðar sunnan úr heimi. Við sátum í góðum fagnaði fram yfir miðnætti, en síðan var farið um borð og skriðið í kojur. Meðan við sváfum flutti skipið sig vestur í næstu vík, sem Austurríki heitir. Hrakningadagur. Mér fannst ég rétt vera að festa svefninn, þegar Agúst reis upp og vakti félaga mína. Klukkan var víst varla 5 um morguninn, svo að svefn- tíminn var ekki langur. Eg hreyfði mig ekki í fyrstu en fór fyrst í land á áttunda tímanum, þegar verka- mnnunum var færður árbítur. Trill- an flutti mig í land, og trillustjórinn, Gústaf Karlsson þreif mig í fangið og henti mér eins og fífuvetling á þurrt land, svo að ég þyrfti ekki að bleyta mig. Þarna uppi í víkinni var allt í fullum gangi. Rekatré lágu þar í þykkum köstum, og félagar mínir fóru hamförum við að bylta þeim til, draga þau og velta fram í flæðarmálið. Þar voru þau fest á streng og dregin á spili skipsins fram að því. Þegar var heilmikil halarófa á leiðinni fram að skipi, og fyrstu stokkarnir voru komnir um borð, þegar ég fór frá skipshlið. Ósköp fannst mér fara lítið fyrir þeim í lestinni á Oddi, og satt að segja varð Norski veðurfræðingurinn Sverrir. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 77
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.