Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Page 81

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Page 81
NEPTUNUS Þegar sjómaður siglir fyrsta sinn yfir miðbaug jarðar, þykir sjálfsagt að hann sé skýrður af hafguðnum Neptúnusi eða réttara sagt stað- gengli hans hér á jörð. Neptúnus er útbúinn með þríodda spjót sem veld- issprota og hinn grimmúðugasti í út- liti. En hver er Neptúnus? I trúar- brögðum hinna fornu Rómverja var hann talinn guð hafsins og voru tileinkaðir sömu hættir eins og Pos- eidon sami aðilinn og það var eng- inn gæzkunnar herra. Poseidon var bróðir Zeusar hjá Grikkjum, en Neptúnus bróðir Júpí- ters hjá Rómverjum — alföðurnum. Það er ekki óeðlilegt að hafguðnum voru ætluð næstmestu völd meðal guðanna, því að Grikkir og síðar Rómverjar voru miklar siglingaþjóð- ir og athafnir og hugarfar hafguðs- ins var þeim því mjög mikilvægt. Ásamt konu sinni Amfitrite átti hann búsetu í glæsilegri höll á hafsbotni en dvaldist langdvölum á Olymps- fjalli meðal annarra guða. Það var Neptúnus sem réði yfir stormi og stillu á hafinu. Hann rót- aði öldum á sjávarborði með hinum þríeflda gafli sínum og síðan hélt óveðrið mætti sínum, þar til hon- um þóknaðist að keyra þær niður aftiír með gullvagni sínum. Eftir það lá hafsborðið kyrrt, þar til Nep- túnusi yrði aftur gramt í geði. I hinni miklu styrjöld Grikkja o.g Trjóumanna, lagðist hafguðinn á sveif með Grikkjum, vegna þess að þeir voru meiri siglingamenn um það leyti. Til þess að tryggja sigur Grikkja, sendi hann tvær kyrki- slöngur syndandi á úrslitastundu or- ustunnar, er vöfðu sig um háls tróju- hershöfðingjans Laoöon og tveggja sona hans. En þegar Grikkjunum hafði tek- ist að fullkomna sigur sinn, snér hinn dutlungafulli hafguð við blað- inu. Ein af hinum fögru gyðjum beitti áhrifum sínum á hann, til þess að ráðast á Grikkina, þegar þeir sneru aftur heim frá Tróju, og stór- kostlegt ofviðri og hafrót braust út um allt Ægeahaf. Stór hluti stríðs- hetjanna frá Tróju fórust í þessu ofviðri, rétt í þann mund er þeir voru að komast heim til konu og barna. Einn sá hraustasti meðal Grikkj- anna, Ajax komst á sundi til lands, en þar urðu honum á þau mistök, að hann hrópaði út yfir hafið, að því hefði ekki tekizt að drekkja sér. Við slíka ögrun varð Poseidon ofsa- reiður og kastaði steinvölu í höfuð Ajax svo að hann rotaðist, og tor- týmdist þannig í þessu veðri. Einhver ógæfusamasti þessara stríðshetja var þó Odysseus. Fyrir einstaka dutlunga guðanna, varð hann að flækjast um á hafinu og við strendur þess í tíu ár, áður en hann fékk að ná heim til konu sinnar og sonar þeirra eru biðu hans heima. Poseidon var grimmasti andstæðing- ur hans, og þegar loks hinir guðirn- ir fóru að aumkast yfir hann í sam- úð sinni, urðu þeir að bíða lengi eftir því, að Poseidon kæmi aftur frá Eþíópíu, þar sem hann dvaldist við veizlugleði, áður en hægt væri að hjálpa Odysseus. Poseidon eða Neptunus var ekki eini sjávarguðinn. Ocean, Pontus, Nereus og Triton voru einnig sjávar- guðir. Nereus átti til dæmis fimmtíu dætur, sem raunverulega töldust til hafmeyja. En mestur þeirra allra var þó Neptúnus, duttlungafullur, reiðigjarn og grimmur eins og hafið sjálft, en einnig gjafmildur og góð- hjartaður á milli. Það var hann sem gaf mönnunum hestinn, og hann var dýrkaður mest meðal hinna fornu Grikkja. Hafguðinn „Neptúnus“ teikning eftir norsku listakonuna Marit Rockelie, sem m. a. sá um listrænar skreytingar um borð í norsku tankskipunum „Arctic Tern“ og „Arctic Gull“. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 87
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.