Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Blaðsíða 70
Jökultoppurinn á Jan Mayen rís upp úr þokuhjúp.
því er veðurrannsóknastöð Norð-
manna. Milli víkanna er eyjan mjóst
og lægst. Suðurhluti eyjarinnar er
lægri en norðurhlutinn, hæstu
hnjúkar um 700 m. Er hún eld-
brunnin mjög, og víða þakin hraun-
um. Víða sér í rústir eldfjalla í
sjávarhömrunum með ströndinni.
Nokkrar víkur skerast inn í norður-
ströndina vestur frá Maríuvík, og
verður sumra þeirra getið síðar.
Annars minnir jarðmyndu og lands-
lag eyjarinnar mjög á móbergssvæð-
ið um miðbik Islands.
Gróður er sáralítill annar en
mosaþembur. En þær milda mjög
svip eyjarinnar, sem annars væri
harðla kuldalegur og hrjóstugur. En
þegar við litum hana fyrst, þótti
okkur sem víða væru grænar hlíðar
þar sem gamburmosinn blasti við
sýn.
Fyrsta landgangan.
Ekki létum við það lengi bíða að
ganga í land. Við höfðum tekið með
trillubát frá Akureyri, til þess að
hafa í förum milli skips og lands.
En víðast hvar er aðdjúpt, svo flutn-
ingar á milli skips og lands gengu
greiðlega. Annars er eyjan hafn-
laus með öllu. Hinsvegar er venju-
legast unnt að aka seglum eftir vindi
með lendingu öðruhvoru megin á
henni.
Fyrsta lendingin undir Eggeyju
gekk greiðlega, og áttum við eftir
að fara þar um oftar. Síðar hefir
mér orðið hugsað til þess, hvílíkt
glæfraspil það var að fara þar um
fjöruna. Eggey er geysihár höfði úr
einskonar sandsteini, sennilega eld-
fjallaösku, því að hún mun vera gíg-
ur. Steinninn er svo mjúkur, að
greiðlega má mylja hann með hönd-
unum. Sífellt falla fyllur úr berg-
stálinu, og myndu þeir, sem fyrir
yrðu ekki frá tíðindum segja.
Þegar í land kom, gengum við
vestur sandana í Rekavík, en alls
eru þeir um 15 km langir, og 1—2
km yfir þá þvera upp að fjalli, en
mikill hluti þessa undirlendis er
vatni þakinn, sem fyrr segir. Norðan
við Eggey hefir breiður hraun-
straumur fallið vestur eftir söndun-
um. Hvarvetna skein á rekavið, en
svo var hann dreifður þar, að ekki
var talið tiltækilegt að hirða þar
nokkra spýtu, því að langt var til
sjávar og yfir hátt sandrif að fara.
En brátt beindist athygli okkar að
dálítilli þústu vestur á söndunum.
Við flýttum okkur þangað. Þetta
var einskonar kassi með allskonar
beltum og spöngum. Við hann hékk
langt nylonfæri með litlum akkeris-
krók í enda, og auk þess einhvers-
konar sívalningur, líkastur blýanti
í lögun. Við horfðum á þennan grip,
en vorum hálfhræddir við að snerta
á honum, ef hann hefði einhverja
vítisvél að geyma. En forvitnin varð
gætninni yfirsterkari, og við veltum
gripnum á hliðina. Hann var ekki
ýkjaþungur, en á hliðinni, sem niður
vissi, var áletrun á ensku, frönsku
og einum þremur Asíumálum. Þótt-
umst við kenna þar kínverskt og
helzt eitthvert arabiskt letur. Sagt
var í áletruninni, að kassinn geymdi
veðurathugunartæki, og var finn-
andinn beðinn að koma gripnum til
skila án þess að opna hann. En hvert
átti að skila honum? Um það var
enginn stafur. En allt um það var
kassinn hirtur og fluttur til Islands.
Og kann ég ekki meira af honum
að segja. Síðan hefi ég stundum
hreyft því í gamni við kunningja
mína, að sennilega hafi þetta verið
rússneskt gervitungl eða eitthvað í
þá áttina. Hver veit?
Meðan við stóðum hjá kassanum
og ræddum hvað gera skyldi við
hann, sáum við mann koma ofan
sandana til móts við okkur. Þetta
var ungur maður, vasklegur að sjá.
Hár féll á herðar honum og skegg
niður á bringu. Hann heilsaði okkur
glaðlega á hljómmikilli norsku, því
að hér var kominn einn af starfs-
mönnum norsku veðurstöðvarinnar.
Var þeim kunnugt um, að við vær-
um væntanlegir, og hafði hann geng-
ið yfir eyna m. a. til að skyggnast
um skipakomu. Héldum við brátt
til skips, og fylgdi Sverrir, en svo
hét Norðmaðurinn, okkur.
Norsku búðir.
Ekki leizt okkur að dvelja lengur
í Rekavík, en Sverrir tjáði okkur að
miklu meiri reki væri norðan á
eynni, svo að akkerum var létt í
skyndi. Siglt var vestur um eyna,
því að yfirleitt var það álit okkar
að meiri rekavon væri á suðureynni
en norðureynni. En óneitanlega hefði
verið skemmtilegra að sigla um-
hverfis Beerenberg og sjá jökulfoss-
ana í nánd, enda var nú allgott
skyggni til fjallsins.
Siglingin vestur og norður fyrir
eyna var skemmtileg, því að veður
var hið fegursta. Farið var svo nærri
landi, sem óhætt þótti fyrir skerj-
um, en þau eru þarna víða en flest
merkt á kort. Sjónaukar voru sí-
fellt á lofti, bæði til að skoða eyna,
og þó einkum að skyggnast um reka-
76 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ