Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Síða 31

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Síða 31
Eitt mesta sjóslys siglingasögunnar Þegar „Wilhelm Gustloff“ var skotinn í kaf, 31. jan. 1945 í styrjaldarlok, fór- ust rúmlega 7,000 manns eða sex sinnum fleiri, en í Titanic slysinu, en því var lítill gaumur gefinn, vegna hinna stórfelldu atburða sem fylgdu hildar- leiknum á öðrum sviðum. Eftirfarandi frásögn, er útdráttur úr bók Hans Rittners læknis, sem komst lífs af, frá sjóslysinu. Það er þriðjudagur, 30. janúar 1945. Klukkan í Jude—Kircheturn- inum hefur gefið til kynna, að komið sé hádegi. Holur dapurlegur hljóm- urinn berst út yfir höfnina í Got- enhafen (Gdynia). Napurt frost er á, og austanvindurinn er nístandi bitur. En sólin skín í heiði, og geisl- ar hennar endurvarpast frá turn- spírum Danzigborgar. Síðustu flótta- mennirnir og særðir hermenn eru að fara um borð í stórskipið „Wil- helm Gustloff“. Ég. herlæknirinn, hef verið á fótum undanfama sól- arhringa og rannsakað þá alla. Yfirbretinn hefur lokið talningu, og komizt að raun um, að hann þurfti að fæða 7,936 munna — að áhöfn- inni meðtalinni. Jafnvel hinn ró- lyndi bryti er áhyggjufullur, ekki af því að hann telji sig ekki geta fætt svo marga, heldur vegna þess, að skipið skal nú bera fjórum sinnum fleiri menn heldur en það er ætlað fyrir. Það er eins og að ætla 20 manns að sitja á venjulegum sófa. I fyrstu gátum við leyft fjölskyld- um að hafa klefa saman og komið barnshafandi konum fyrir á mann- sæmandi hátt, en nú er hver krókur og kimi yfirfullur, flatsængur og svefnpokar liggja hlið við hlið veggja milli, á göngum og í reyksölum og setuherbergjum. Jafnvel sundlaugin hefur verið tæmd og tekin til ,íbúð- ar.“ En þótt þröngin sé svo gífurleg, virðast allir tiltölulega ánægðir og rólegir. Skipið er hlýlegt og vel upp- lýst. Sjálf stærð skipsins, risans „Wd-- helm Gustloff“ vekur ósjálfrátt hjá manni öryggistilfinningu. Það er 26,000 lestir á stærð aðeins 7 ára gamalt útbúið af fullkomnustu tækni. Það reynir vélamar. Það er full þörf á því, þar sem það hefur í full þrjú ár legið óhreyft í höfn. Kjölurinn er þakinn slýi og sjávar- gróðri og kufungar hafa tekið sér þar bólfestu. Á hafnargarðinum og í biðskýlun- um stendur enn fjöldi fólks, sem ekki hefur fengið rúm í skipinu. Á andlitum þeirra má lesa svip full- kominnar uppgjafar og örvænting- ar. Og það er skiljanlegt, því að Danzig er nú algjörlega umkringd af óvinum. Kyndararnir eru ánægðir með vél- arnar. „Gustloff“ leysir landfestar og mjakast frá bryggjunni. Þar með hverfur síðasti vonarneisti mann- fjöldans, sem beðið hefur í landi. Rauðu og grænu siglingaljósin á stjórn- og bakborða loga næstum óviðurkvæmilega skært, — mér kem ur ósjálfrátt í hug jóla tré. Ég velti því fyrir mér, hvers vegna þau séu ekki slökkt, eins og önnur ljós ofan þilja. Lítið könnunarskip er rétt á eftir okkur, en fjarlægist óðum. Og brátt erum við aleinir á úfnum öld- um Eystrasaltsins. Er ég held aftur til klefans, mæti ég yfirforingjanum í flotadeildinni okkar. Hann segist hafa beðið skip- stjórann að sigla eftir krákustigum, en það sé víst ekki hægt. Skipstjór- inn segi, að skipið sé svo þungt af sjávargróðrinum, er sezt hefði á það, að það nái varla 15 hnúta hraða á beinni siglingu. „Við komumst aldrei til Flens- „Wilhelm Gustloff" var 24,000 tonn að stærð með 9,500 ha. vélarorku, ganghraði 15,5 mílur. Byggt af Blohm & Voss skipasmíðastöðinni árið 1938. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 37
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.