Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Blaðsíða 46
hún skipuð eftirtöldum þremur
mönnum: Birni Ólafs, Sigurjóni Á.
Ólafssyni og Henry Háldanssyni. —
Hún tók strax til óspilltra mála.
Þegar skóflustungan að heimilinu
var stungin með hátíðlegri viðhöfn
að viðstöddum atvinnumálaráðherra,
biskupi, borgarstjóra og öllu Sjó-
mannadagsráði, hafði nefndin haldið
16 fundi með byggingarfræðingnum
og öðrum sérfræðingum, og var öll-
um undirbúningi lokið. Var þá að
ósk Sjómannadagsráðs bætt tveimur
mönnum í nefndina, þeim Þorvarði
Björnssyni og Bjarna Bjarnasyni.
Raunverulegar byggingarfram-
kvæmdir hófust ekki fyrr en með
vorinu 1953, og eins og áður segir,
aðalbyggingamar uppsteyptar og
komnar undir þak á Sjómannadaginn
1954, þegar hornsteinninn var lagð-
uivEn þá voru þeir báðir látnir, Sig-
urjón Á. Ólafsson og Björn Ólafs,
sem verið höfðu formaður og gjald-
keri fjársöfnunarnefndar dvalar-
heimilisins frá byrjun.
Sjómannadagsráð hafði einsett sér
að opna dvalarheimilið til afnota á
20. Sjómannadaginn 1957. Þegar sá
tími nálgaðist var auðsýnt, að hafa
yrði sig allan við, ef þessu marki ætti
að vera náð, þótt þegar væri farið
að nota hluta af húsinu bæði til kvik-
myndasýninga í aðalsal og til að
leigja einstaklingum. Formanni Sjó
mannadagsráðs var þá sérstaklega
falið að stjórna þessum síðasta
áfanga og fékk til þess óbundnar
hendur, og með góðum skilningi
allra aðilja, þá tókst að koma því í
kring, að áætlunin stæðist, svo hægt
var að minnast 20. Sjómannadagsins
með sérstaklega hátíðlegum hætti,
þar sem meiri hluti bæjarbúa fékk
að skoða bygginguna og gleðjast með
Sjómannadagsráði yfir unnum sigri.
— Var heimilið á þessum degi opnað
vistmönnum til afnota og stjórn þess
falin á hendur Sigurjóni Einarssyni,
skipstjóra, er ráðinn var fram-
kvæmdastjóri frá þeim degi.
Það sem síðan hefur verið gert í
byggingarmálum dvalarheimilisins,
er öllum kunnugt. Byggt hefur verið
vandað samkomuhús undir rekstur
Laugarássbíós, sem er vandaðasta
kvikmyndahús landsins og sem
væntanlega á eftir að verða flestum
borgarbúum og þeim sem borgina
gista kærkominn staður til heim-
sóknar og rekstri Hrafnistu og vist-
mönnum þar til verulegs stuðnings.
Á 25. Sjómannadaginn verður svo
ein síðasta álma dvalarheimilisins
með viðeigandi tengiálmu tekin til
afnóta fyrir nýja vistmenn, og hafa
þá allar áætlanir Sjómannadagsráðs
staðizt frá byrjun. Reyndar mun
byggingarframkvæmdum aldrei
ljúka á lóðinni meðan hægt verður
að bæta við byggingum með góðu
móti, því þörfin fyrir slíkt heimili
mun aukast með hverju ári sem líð-
ur.
Fulltrúar Sjómannadagsráðs og
allir þeir óteljandi aðiljar, sem að
þessum byggingarmálum hafa stað-
ið, hafa unnið mikið og þarft verk,
sem vonandi verður þeim og hinum,
sem þess njóta, til margVíslegrar
ánægju.
En þetta byggingarmál hefur ver-
ið svo stórfellt og viðamikið, að í
raun og veru hafa Sjómannadags-
samtökin liðið fyrir það; þannig
að önnur hugðarefni ungra og starf-
andi sjómanna hafa orðið að sitja á
hakanum, en fyrir það verður að
bæta. Því má ekki gleyma, að Sjó-
mannadagurinn er fyrst og fremst
ætlaður til að vekja eftirtekt á lífi og
starfi þeirra, sem á sjónum sigla og
enn eru í fullu fjöri, en jafnframt
hinum eldri sjómönnum til þakklæt-
is og heiðurs, sem brýnt hafa báti
sínum í naust.
Þegar haft er í huganum það þýð-
ingarmikla hlutverk í uppbyggingu
landsins og þjóðinni til heilla, sem
sjómannaséttinni er einni mest að
þakka, en hinsvegar hvað lítið hún
hefur fengið að njóta þess, þá verð-
um við að viðurkenna, að við stönd-
um í mikilli þakkarskuld við sjó-
mennina okkar, — skuld, sem við
eigum að greiða með margföldum
rentum.
En sjómennimir verða líka að
þekkja sinn vitjunartíma, í 25 ára
starfsemi Sjómannadagsins höfum
við þurft á bak að sjá mörgum for-
vígismönnum stéttarinnar, sem mikil
eftirsjón er að og sem hafa unnið
málefnum sjómanna svo mikið gagn
að þeim verður aldrei fullþakkað það
sem þeir hafa gert, nema þeir ungu
sýni að þeir séu þeim í engu eftir-
bátar. Ennþá eru mörg verkefni ó-
leyst.
Megi íslenzka þjóðin sem heild
stefna að einu og sama marki, helgað
háleitum hugsjónum.
Tóku við heiðursverðlaunum 1961: Júlíus Kr. Ólafsson, sonardóttir Guðmundar
Markússonar, kona Þorvaldar Magnússonar og sonur Þorbjörns Péturssonar.
52 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ