Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Side 87
Skipsstrand þetta varð merkur þátt-
ur í heimsbókmenntunum. Það gaf
Shakespeare hugmyndina að hinu
fræga leikriti hans, „Stormurinn“.
Sögufrœgt skipsstrand
Brezki galeasinn „Sea Venture“ 100 fet að lengd, var
á siglingu sumarið 1609 yfir Atlantshaf, á leið til Virg-
ina, fullfermt ýmiskonar vörum til Jamestown, en þar
var yfirvofandi hugursneyð hjá innflytjendum nýlend-
unnar. Eftir „þriggja daga siglingu, samfelldra hörm-
ungar og erfiðleika“ eins og einn farþeganna Silvanius
Jourdan, síðar komst að orði, byrjaði skipið að leka
stórkostlega, svo að allir fengu nóg að starfa við dæl-
urnar. Nokkrir menn skoluðust fyrir borð í þessu
fárviðri, og drukknuðu.
En þegar neyðin var stærst, sá skipstjórinn George-
Somers land framundan, er reyndist vera Bermuda-
eyjar og af furðulegri tilviljun tókst honum að sigla
skipinu milli tveggja kóralrifa, er héldu skipinu ofan-
sjávar, meðan öllum um borð tókst, að bjarga sér í
land. Nokkrum dögum síðar sökk skipið algjörlega.
Þetta strand hafði í för með sér örlagaríkar afleið-
ingar á þann hátt, að það leiddi til þess að brezka ríkis-
stjómin hernam Bermúdaeyjar og Shakespeare sótti
í það hugmynd sína, að hinu heimsfræga leikriti „The
Tempest“ (Stormurinn).
Um 350 árum síðar eða 1959 hóf Edmund Ðowning
frá Virgina, sem telur sig afkomenda eins af þeim skip-
verjum er þarna bar að landi, leit að hinu sögufræga
flaki. enda þótt sögusagnir um þetta strand yrðu að
teljast nokkuð vafasamar hóf hann ótrauður kafanir á
ýmsum stöðum, en við Bermudaeyjar er að finna
hundruð skipsflaka frá ýmsum tímum. En einkum varð
það Edmund til vandræða, að hann vissi að þeir sem
af komust, höfðu áður en „Sea Venture" sökk algjör-
lega, höggvið allt frá skipinu sem mögulegt var, með
það fyrir augum að byggja tvo báta. Að tveimur und-
anteknum tókst þeim þannig nokkru síðar að sigla
áfram yfir til Virgina. Þeir tveir sem eftir urðu á
Bermúda, lifðu áfram meðal innbyggjanna.
En þó Edmund tækist að finna flak, sem gæti verið
af „Sea Venture“, voru upplýsingarnar svo óvissar
um legu skipsins, að þeim var ekki örugglega að treysta.
En þá bárust honum óvæntar upplýsingar um gamlar
heimildir í skjalasafni eyjarinnar, sem stjórnandi þess
benti honum á, um að flakið ætti að vera % mílu frá
strandlengjunni.
Dowing hélt nú ótrauður áfram leit sinni, og nokkru
síðar fann hann á þessum tilgreinda stað „milli tveggja
neðansjávar kóralrifa“ hrúgur steina, er venjulega finn-
ast aðeins í árfarvegum, en á fyrri öldum tíðkaðist
mikið að nota til botnfestu skipa og í nánd þessara steina
fann hann eftirstöðvar af flakinu.
Yfirvöldin á Bermudaeyjum fengu nú áhuga fyrir
málinu, og lögðu af sinni hálfu sérfræðing í björgun
sokkinna skipa, Edmund til aðstoðar. Og ekki leið á
löngu þar til þeir komu upp með fallbyssukúlur, ásamt
timbri ofl.
Allir þessir hlutir staðfestu nokkurnveginn aldur
flaksins. Fallbyssukúlurnar voru 4,5 og 9 punda kúlur,
einmitt af þeirri gerð, sem notaðar voru við fallbyssur
„Sea Venture“. Stærð flaksins var einnig í samræmi
við skipsins, og sama átti við um byggingarefnið: skozk
fura og ensk eik. En öruggasta sönnunin þótti þó vera
að flakið tilheyrði sérstakri tegund skipa, hinna svo-
nefndu ,,útflytjendaskipa“, en „Sea Venture“ var ein-
mitt eitt af þeim fyrstu slíkra skipa, sem byggð voru
í Englandi.
Áhuginn fyrir björgun úr skipinu og helst öllu flak-
inu var mikil, einkum ef það tækist í sambandi við há-
tíðahöld þau sem fram fóru á eyjunni um sumarið í
sambandi við 350 ára tímabilið frá hinum afdrifaríka
atburði á Somers-eyju, en svo hétu Bermudaeyjar áður
og voru upprunalega nefndar í höfuðið á skipstjóra
„Sea Ventures“ Somers aðmíráls.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 93