Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Qupperneq 14
Sjómannadagurinn
í Reykjavik 1961
SjómannadagshátíSahöldin 1961
fóru fram í Reykjavík sunnudaginn
4. júní og voru hin 24. í röðinni.
Veður var mjög gott — hægviðri
og bjartviðri — Um morguninn
blökktu fánar við hún á flestum
skipum í höfninni og einnig víðs-
vegar um bæinn.
Kl. 10 var hátíðamessa í Laugar-
ássbíói. Prestur var sér Árelíus
Nielsson og organleikari Helgi Þor-
láksson. Guðþjónustan var vel sótt
og hin hátíðlegasta. Kl. 14 hófst svo
hinu venjulegu hátíðahöld. Fána-
borg var mynduð á Austurvelli með
félagafánum og íslenzkum fánum.
Ræðuhöld fóru fram af svölum Al-
þingishússins. Biskup íslands, hr.
Sigurbjöm Einarsson minntist
drukknaðra sjómanna og Guðmund-
ur Jónsson óperusöngvari söng með
undirleik Lúðrasveitar Reykjavíkur.
Jafnframt var lagður blómsveigur
á leiði óþekkta sjómannsins í Foss-
vogskirkjugarði. Ávörp fluttu: Emil
Jónsson sjávarútvegsmálaráðherra
af hálfu ríkisstjórnarinnar. Sverrir
Júlíusson form. LÍÚ af hálfu útgerð-
arm. og Karl Magnússon skipstjóri
af hálfu sjómanna. Einar Thorodd-
sen yfirhafnsögumaður, form. Sjó-
mannadagsráðs afhenti verðlaun og
heiðursmerki Sjómannadagsins.
Lúðrasveit Reykjavíkur lék milli at-
riða.
Tvenn afreksverðlaun voru veitt,
þeim Herði Björgvinssyni skipverja
á m. b. Klæng frá Þorlákshöfn og
Vilhelm Þorsteinssyni, skipstjóra á
b. v. Harðbak frá Akureyri. Verð-
launin, fagrir silfurbikarar gefnir af
Félagi ísl. botnvörpuskipaeigenda,
voru hvorttveggja veitt fyrir að
leggja líf sitt í hwttu með því að
kasta sér til sunds og bjarga skips-
félögum sínum, sem fallið höfðu út-
byrðis er skip þeirra voru á fullri
ferð úti í rúmsjó í miður góðu veðri.
(Verðlaun Vilhelms voru afhent á
Akureyri).
Fjalar-bikarinn, sem er farand-
gripur gefinn 1960 af Fjalar hf.
Reykjavík, hlaut Gísli Gíslason nem-
andi við Vélskólann í Reykjavík fyr-
ir hæsta einkunn við lokapróf í vél-
fræði frá skólanum, en hann hlaut
100% stig af 104 stigum möguleg-
um.
Heiðursmerki Sjómannadagsins
hlutu að þessu sinni í Reykjavík:
Guðmundur Markússon skipstjóri,
Júlíus Kr. Ólafsson vélstjóri, Þórar-
inn Olgeirsson skipstjóri, Þorbjöm
Pétursson kyndari og Þorvaldur
Magnússon háseti. I Hafnarfirði
hlutu eftirtaldir sjómenn heiðurs-
merki: Fr. Ágúst Hjörleifsson stýri-
maður, Guðjón Benediktsson vélstj.
og Sigfús Þórðarson bátsmaður.
Að loknum hátíðahöldunum við
Austurvöll hófust kappróðrar í
Reykjavíkurhöfn. 9 róðrarsveitir
tóku þátt í keppninni og urðuúrslit
þessi: m. s. Guðmundur Þórðason 2
mín. 53,9 sek. m. b. Heiðrún 2 mín.
55,2 sek. m. b. Hafþór 2 mín. 55,8 sek.
b. v. Geir 2 mín. 56,8 sek. m. s. Her-
jólfur 3 mín. 01,0 sek. v. s. Þór 3 mín.
04,0 sek. Róðrarsveit Slysavamar-
deildarinnar Hugprýði 3 mín. 10,7
sek. b. v. Askur 3 mín. 18,5 sek. og
róðrarsveit Sjóvinnunámskeiðs
Æskulýðsráðs 3 mín. 23,0 sek.
Róðrarsveit m. s. Guðmundar
Þórðarsonar hlaut að verðlaunum
Lárviðarsveig Sjómannadagsins og
Fiskimann Morgublaðsins og róðr-
arsveit m. b. Heiðrúnar, June Munk-
tell bikarinn. Róðrarsveitir Hug-
prýðis og Sjóvinnunámskeiðsins
hlutu verðlaunapeninga fyrir þátt-
töku sína.
Á sama tíma og róðrarkeppnin fór
fram þreytti 5 manna sundsveit lög-
reglumanna Engeyjarsund og tóku
land í róðrarvörinni. Að lokum fór
fram á vegum Landhelgisgæslunnar
sýning á hvernig flugvél kastar til
skipa á hafi úti björgunarbát og vist-
um og öðrum varningi. Gæsluflug-
Skipstjórinn á ms. Heiðrúnu.
Gísli Gíslason með Fjalarbikarinn.
vélin Rán og varðskipin tóku þátt í
sýningunni, sem var hin fróðlegasta
og tókst í alla staði vel.
Kvöldskemmtanir Sjómannadags-
ins voru allvel sóttar og blaða- og
merkjasala var svipuð og undanfar-
20 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ