Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Blaðsíða 14

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Blaðsíða 14
Sjómannadagurinn í Reykjavik 1961 SjómannadagshátíSahöldin 1961 fóru fram í Reykjavík sunnudaginn 4. júní og voru hin 24. í röðinni. Veður var mjög gott — hægviðri og bjartviðri — Um morguninn blökktu fánar við hún á flestum skipum í höfninni og einnig víðs- vegar um bæinn. Kl. 10 var hátíðamessa í Laugar- ássbíói. Prestur var sér Árelíus Nielsson og organleikari Helgi Þor- láksson. Guðþjónustan var vel sótt og hin hátíðlegasta. Kl. 14 hófst svo hinu venjulegu hátíðahöld. Fána- borg var mynduð á Austurvelli með félagafánum og íslenzkum fánum. Ræðuhöld fóru fram af svölum Al- þingishússins. Biskup íslands, hr. Sigurbjöm Einarsson minntist drukknaðra sjómanna og Guðmund- ur Jónsson óperusöngvari söng með undirleik Lúðrasveitar Reykjavíkur. Jafnframt var lagður blómsveigur á leiði óþekkta sjómannsins í Foss- vogskirkjugarði. Ávörp fluttu: Emil Jónsson sjávarútvegsmálaráðherra af hálfu ríkisstjórnarinnar. Sverrir Júlíusson form. LÍÚ af hálfu útgerð- arm. og Karl Magnússon skipstjóri af hálfu sjómanna. Einar Thorodd- sen yfirhafnsögumaður, form. Sjó- mannadagsráðs afhenti verðlaun og heiðursmerki Sjómannadagsins. Lúðrasveit Reykjavíkur lék milli at- riða. Tvenn afreksverðlaun voru veitt, þeim Herði Björgvinssyni skipverja á m. b. Klæng frá Þorlákshöfn og Vilhelm Þorsteinssyni, skipstjóra á b. v. Harðbak frá Akureyri. Verð- launin, fagrir silfurbikarar gefnir af Félagi ísl. botnvörpuskipaeigenda, voru hvorttveggja veitt fyrir að leggja líf sitt í hwttu með því að kasta sér til sunds og bjarga skips- félögum sínum, sem fallið höfðu út- byrðis er skip þeirra voru á fullri ferð úti í rúmsjó í miður góðu veðri. (Verðlaun Vilhelms voru afhent á Akureyri). Fjalar-bikarinn, sem er farand- gripur gefinn 1960 af Fjalar hf. Reykjavík, hlaut Gísli Gíslason nem- andi við Vélskólann í Reykjavík fyr- ir hæsta einkunn við lokapróf í vél- fræði frá skólanum, en hann hlaut 100% stig af 104 stigum möguleg- um. Heiðursmerki Sjómannadagsins hlutu að þessu sinni í Reykjavík: Guðmundur Markússon skipstjóri, Júlíus Kr. Ólafsson vélstjóri, Þórar- inn Olgeirsson skipstjóri, Þorbjöm Pétursson kyndari og Þorvaldur Magnússon háseti. I Hafnarfirði hlutu eftirtaldir sjómenn heiðurs- merki: Fr. Ágúst Hjörleifsson stýri- maður, Guðjón Benediktsson vélstj. og Sigfús Þórðarson bátsmaður. Að loknum hátíðahöldunum við Austurvöll hófust kappróðrar í Reykjavíkurhöfn. 9 róðrarsveitir tóku þátt í keppninni og urðuúrslit þessi: m. s. Guðmundur Þórðason 2 mín. 53,9 sek. m. b. Heiðrún 2 mín. 55,2 sek. m. b. Hafþór 2 mín. 55,8 sek. b. v. Geir 2 mín. 56,8 sek. m. s. Her- jólfur 3 mín. 01,0 sek. v. s. Þór 3 mín. 04,0 sek. Róðrarsveit Slysavamar- deildarinnar Hugprýði 3 mín. 10,7 sek. b. v. Askur 3 mín. 18,5 sek. og róðrarsveit Sjóvinnunámskeiðs Æskulýðsráðs 3 mín. 23,0 sek. Róðrarsveit m. s. Guðmundar Þórðarsonar hlaut að verðlaunum Lárviðarsveig Sjómannadagsins og Fiskimann Morgublaðsins og róðr- arsveit m. b. Heiðrúnar, June Munk- tell bikarinn. Róðrarsveitir Hug- prýðis og Sjóvinnunámskeiðsins hlutu verðlaunapeninga fyrir þátt- töku sína. Á sama tíma og róðrarkeppnin fór fram þreytti 5 manna sundsveit lög- reglumanna Engeyjarsund og tóku land í róðrarvörinni. Að lokum fór fram á vegum Landhelgisgæslunnar sýning á hvernig flugvél kastar til skipa á hafi úti björgunarbát og vist- um og öðrum varningi. Gæsluflug- Skipstjórinn á ms. Heiðrúnu. Gísli Gíslason með Fjalarbikarinn. vélin Rán og varðskipin tóku þátt í sýningunni, sem var hin fróðlegasta og tókst í alla staði vel. Kvöldskemmtanir Sjómannadags- ins voru allvel sóttar og blaða- og merkjasala var svipuð og undanfar- 20 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.