Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Side 50
Frá Sjómannadegi á Eskifirði. — Friðrik
Steinsson talar.
Sjómannadagurinn 1941. Eiríkur Bjarnason talar.
1960 var skipshöfnin á varðskipinu
Þór þátttakandi í róðrinum. Sýndar
hafa verið aðfarir við björgun með
línubyssu og björgunarstól.
A inniskemmtun dagsins hefur
ætíð verið eitthvað til skemmtunar
og fróðleiks, ræða í tilefni dagsins,
upplestur, söngur og hljóðfæraslátt-
ur og stundum, einkum á fyrri árum,
stutt leiksýning og einu sinni hefur
verið flutt samfelld dagskrá úr lífi
sjómanna, tekin saman úr íslenzk-
um bókmenntum. Dansleikur hefur
svo auðvitað verið að lokum. Há-
tíðahöldin hafa langoftast og ætíð á
síðari árum hafist með guðþjónustu
í Eskifjarðarkirkju.
Tekjur af hátíðahöldunum hafa
verið mjög misjafnar og hefur það
mestu um valdið hvort sjómenn hafa
almennt verið heima á staðnum
þennan dag, eða ekki. Samanlagt
hafa þó tekjurnar til þessa dags num-
ið nokkurri fjárhæð, sem varið hef-
ur verið til styrktar tveim mann-
virkjum á staðnum, sundlaugar sem
verið hefur í smíðum í mörg ár, en
er nú vel á veg komin og félagsheim-
ilis. Árið 1954 samþykkti Sjómanna-
dagsráð að gerast aðili að byggingu
félagsheimilis á staðnum ásamt 5
öðrum félögum og hreppsfélaginu,
og annast ásamt þeim sameiginlega
fjáröflun til greiðslu 20% af bygg-
ingarkostnaði. Sjómannadagsráð á
því einn fulltrúa í stjórn félagsheim-
ilisins.
Að sjálfsögðu hefur borið mest á
sjómönnum og þátttöku þeirra í há-
tíðahöldum Sjómannadagsins á Eski-
firði, en þó hefur fólk úr ýmsum öðr-
um stéttum á staðnum lagt þessu
málefni lið og unnið að því með sjó-
mönnum að gera daginn ánægjuleg-
an, enda finnst öllum, sem í sjávar-
þorpum búa þessi hátíðahöld sjálf-
sögð. Sem lítinn vott þess góða hug-
ar er Eskfirzkir sjómenn hafa jafn-
an borið til þessara samtaka sinna,
er hér að lokum ein af mörgum
kveðjum, sem þeir hafa sent heim á
Sjómannadaginn utan af hafinu, en
það er kveðja frá skipshöfninni á
b. v. Austfirðingi árið 1955.
Þótt úthafsins hánir hér ösli með gný
þær Austfirðing geta ei tafið.
Sjómannadeginum sencLum við því
sólríka kveðju yfir hafið.
Ragnar Þorsteinsson.
56 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ