Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Síða 88

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Síða 88
línuskírn Equator — Samtal það sem hér fer á eftir við dr. phil. Henning Henningsen safnstjóra við Handels- og Söfartsmuseet á Kronobarg, er þýtt úr „Söfart“ útgefið af „Forening- en til Söfartens fremme,“ í Danmörku. Elsta þekkt mynd af línuskírn, frá frönsku skipi, um 1690. Fórnarlambinu hrint aftur á bak ofan í bala, en „prestur" að- stoðar við skírnina. Þótt maður taki oft þannig til orða, að sinn sé siður í landi hverju, er það þó staðreynd, að í einstökum tilfellum er eins og liggi rauður þráð- ur um sömu siði frá einu svæði til annars, og ef reynt er að fylgja þeim til uppruna síns í annálum, kemur í ljós að þeir eiga að baki sér langa hefð. Þannig er það einnig með ýmsa siði til sjós. Kappsigling, eins og hún er iðk- uð ennþá í mörgum dönskum hafn- arbæjum, er til dæmis hægt að rekja að uppruna til Egyptalands. — Það hefir yður ekki dottið í hug Henningsen, þegar þér byrjuðuð að kynna yður sjóferðasiði? — Nei, en það voru ef til vill ein- mitt kappsiglingarnar í heimabæ mínum Nyborg, sem hafa leitt til þess að ég kastaði mér út í vísinda- legar rannsóknir á sjóferðasiðum. Ég fékk fljótlega mikinn áhuga fyrir þessu efni og fyrsta bókin sem ég gaf út um þessi efni fjallaði einmitt um kappsiglingar. Við rannsóknir mínar rakst ég á margvíslegt efni, sem freistaði til nánari rannsókna og sem ég hefi skrifað bækur og ritlinga um. 'J því sambandi dettur mér í hug báta- samfylkingar, sem rekja má til sama tímabils og öskudag, að kjöldraga, að gefa áheitagjafir, kirkjuskip ofl. I Danmörku hefir nær önnur hver kirkja skipslíkan uppihangandi en sá siður er einnig þekktur í öðrum löndum. — Hvaðan er sá siður upprunn- inn? Kirkjuskipin hafa vafalaust upp- runalega verið áheitagjafir frá sjó- mönnum sem lent hafa í sjávarháska og gefið kirkjunni skipslíkan sem þakkarvott fyrir að bjargast úr hásk- anum. Nú er lagður táknrænn skilning- ur á tilvist skipanna. Kirkjan sem slík er skipið, sem getur bjargað mannverunni í lífsins ólgusjó. — Það er ekki langt síðan að þér vörðuð doktorsritgerð um línuskírn við miðbaug jarðar. — Mér fannst einhvernveginn að það vantaði rannsókn á því hvernig stæði á þessum sérkennilega sið og doktorsritgerðin er árangur af margra ára starfi. Ég varð að pæla í gegnum allt, sem ég gat höndum yfir komið um sjóferðir yfir mið- baugslínu, en það voru um 2,000 bindi bóka frá eldri og síðari tímum. — Hvenær átti fyrsta skírnin sér stað? — Sú fyrsta sem ég hefi getað fundið er frá 1529 og hún átti sér stað um borð í frönsku skipi. — Það er þá ekki svo löngu eftir að fyrstu skipin frá Evrópu sigldu yfir miðbaugirm. — Nei, Vasco da Gama og aðrir portúgalar sigldu fyrir Góðravonar- höfða um 1490 og skömmu síðar hafa verið þar reglubundnar siglingar. Og varla hefir liðið meir en mannsaldur þar til byrjað var á þessari sérkenni- legu skírnarathöfn, sem nú er orð- in siðvenja. — Línuskírnin hefir tekið nokkr- um breytingum. — Þeir fyrstu sem voru skírðir, urðu fyrir harðhentum aðferðum. Það var og er enn, um að ræða nokk- urskonar vígslu. Og ætlast er til, að menn séu sér þess meðvitandi, að eitthvað sérstakt hafi skeð. I upphafi var það þannig að ný- liðanum var steypt í hafið. Það var bundið snæri um miðju þess er átti að skýra, og síðan var hannn látinn falla þrisvar í hafið. Þetta var kall- að að falla úr reiðanum, og var harkaleg meðferð. — Voru nokkrir sem létu lífið, við þetta? — Ekki að því er ég bezt veit, það er t. d. hvergi getið um það, að hákarlar hafi ráðist á þá, sem verið var að skíra. — Skírninni fylgdu hátíðahöld? — Já, með mikilli víndrykkju, og það var ekki síður mikilvægt. Hinsvegar var hægt að kaupa sig undan skírninni, með því að greiða einn „umgang“ fyrir alla skipshöfn- ina. Það var kallað að „hænsna“. — Af hverju er það dregið? — Orðið er af germönskum upp- runa. Það er leitt af gotneska orð- inu „hansa“, sem þýðir hópur, og var notað um hansakaupstaðina. Til þess að öðlast inngöngu í hóp eða félagsheild, átti að gefa „um- gang“ til allra þeirra er fyrir voru í samfélaginu. Þetta, að drekka sig inn í sam- félagið, er útaf fyrir sig ekkert ein- stakt í sambandi við sjómenn. Sið- 94 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.