Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Side 69
Ferð fi!
Tíminn líður. Atburðir, sem oss
finnast nýliðnir, eru allt í einu mörg
ár að baki og teknir að fölna í minn-
ingunni. Svo er raunar um ferð þá,
sem nú verður frá sagt að nokkru.
Þótt fimm ár séu enginn óratími,
hefir margt gleymzt, þegar við fátt
er að styðjast, nema slitrótt dag-
bókabrot, sem mest geyma nátt-
úrufræðilegar athuganir. Ég vildi þó
ekki skorast undan að segja lítil-
lega frá þessu ferðalagi í Sjómanna-
dagsblaðinu, þegar ritstjóri þess fór
þess á leit við mig, þar sem í hlut
átti gamall og góður samferðamaður
frá Jan Mayen. En hvorttveggja er,
margt er gleymt og rúmið í blaðinu
takmarkað, svo að frásögnin verður
víða snubbótt.
Norður í íshaf.
Það er miðvikudagskvöld 12. júní
1957. Mótorskipið Oddur er að leysa
landfestar frá Torfunefsbryggjunni á
Akureyri. Óvenjulega margt fólk er
á hafnarbakkanum. Það er veifað,
kvaðst og kallað, og er það óvana-
legt, þegar áætlunarlaust flutninga-
skip er að leggja frá landi. En hér
var líka um einstæðan atburð að
ræða. Oddur var að leggja af stað
í leiðangur til Jan Mayen, sem fæst-
ir gerðu sér í hugarlund hvar væri,
nema einhversstaðar lengst norður í
íshafi. Og mig grunar, að sumir hafi
óttast, að þetta væri eitthvert feigð-
arflan. En aðrir minntust þess, að
nær fjórum tugum áður, eða 1918,
hafði skip frá Akureyri farið í sams
konar leiðangur og öllu reitt vel af.
Tildrög þessa leiðangurs voru, að
nokkrir Islendingar og Norðmenn
höfðu hugsað sér, að hagnýta mætti
öll þau kynstur af rekavið', sem
liggja á fjörum Jan Mayen. Höfðu
þeir gert með sér félag til að kosta
könnunarleiðangur og sækja einn
viðarfarm. Formaður fyrirtækisins
var Sveinbjörn Jónsson, byggingar-
meistari í Reykjavík.
Ráðamenn leiðangursins sýndu
mér þá vinsemd að bjóða mér með,
svo að ég mætti skoða mig um á
Jan Maye
Greinarhöfundur með eftirtekjuna úr leið-
angrinum, grasapressur og kassa með grjóti
o. fl. — Ljósm. Gísli Ólafsson.
eynni. Fæ ég seint fullþakkað það
vinarbragð.
Til ferðarinnar höfðu þeir félagar
fengið m. s. Odd, og var skipseig-
andinn Guðmundur H. Oddsson með
í förinni. Skipstjóri var Símon Guð-
jónsson, og var áhöfn skipsins 7
manns. Leiðangursmenn voru 8, og
ég sá níundi. Fararstjóri var Agúst
Jónsson, trésmíðameistari á Akur-
eyri.
Siglt var út Eyjafjörð í blíðviðri,
og hélst það alla nóttina. Sólin hvarf
aldrei sjónum til fulls, heldur synti
hún í haffletinum úti við sjóndeild-
arhringinn, en móska var í lofti. Ég
var lengstum á ferli, því að mér varð
ekki svefnsamt. Var óvanur sjóloft-
inu og þótti þröngt um mig í háseta-
klefanum á Oddi, þar sem við allir
Akureyringarnir vorum saman-
komnir. Ég varð því feginn, þegar
komið var til Raufarhafnar kl. 7 að
morgni. Þar lágum við til kl. 5 síð-
degis. Var það hvortveggja, að skipa
þurfti upp nokkru af vörum, og
n 1957
eins að ganga frá ýmsu, en mest tafði
þó, að einn leiðangursmaður féll í
stiga og meiddist svo illilega í baki,
að hann varð ekki ferðafær, og
þurfti að ráða mann í hans stað.
Segja mátti, að þetta hefði ekki spáð
góðu, en sem betur fór, urðu ekki
önnur óhöpp í ferð okkar.
Þegar látið var í haf, var dálítill
suðvestan kaldi. Hélst hann allan
næsta sólarhring og greiddi heldur
för okkar. Menn voru lítið á ferli,
enda fátt að sjá. Einstöku fugl flögr-
aði framhjá, og einn eða tvo reka-
drumba sáum við á floti. Ekkert skip,
aðeins úlfgrátt þokuloftið og grænlit-
ur sjórinn. A föstudagskvöldið 14.
júní snerist vindur til norðlægrar
áttar, og gerið þá ylgju nokkra í sjó.
Klukkan 6 á laugardagsmorguninn
vöknuðum við félagar við að skipið
nam snögglega staðar. Ég þaut upp
berfættur og fáklæddur. Hvað var
þetta? Rétt yfir skipinu gnæfði hár,
kolsvartur höfði og að baki hans
reis sólroðinn jökultindur hátt upp
úr þoku og skýjum, er annars huldu
mjög útsýn. Það var ekki um neitt
að villast. Þetta hlaut að vera Beer-
enberg, höfuðprýði Jan Mayen, og
vissulega eitt með fegurstu fjöllum
jarðarinnar. Og við vorum lagstir
undir Eggeyju á Rekavík, sunnan á
eynni.
Stutt landlýsing.
Jan Mayen er rúmlega 50 km
löng en víðast mjó. Að flatarmáli
er hún um 372 ferkm. Hún liggur
frá norðaustri til suðvesturs, og er
miklu mjóst um miðjuna. Norður-
hluti eyjarinnar er eldfjallið Beer-
enberg nær 2300 m hátt með jökul-
hettu yfir sér, og falla skriðjöklar
niður til allra hliða. Um miðja eyna
að suðaustanverðu gengur inn mik-
il vík og breið, Rekavík. Þar er und-
irlendi nokkurt, en mestur hluti þess
er grunnt lón, Suðurlón, en hátt
sandrif fyrir framan. Andspænis
Rekavík norðan í eyna gengur Maríu
vík, þar er einnig lón, Norðurlón
miklu dýpra en hitt. Skammt frá
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 75