Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Síða 13

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Síða 13
Á hátíðarstund í Hrafnistu. vistmannafjöldann og gera rekstur heimilisins hagkvæmari. A aldarfjórðungsafmæli þessara samtaka hljóta ýmsar spurningar að koma upp í huga manns, ef enn er staldrað við það markmið þeirra, að vinna að menningar- og velferðar- málum sjómannastéttarinnar. Undir þessa liði heyrir svo fjölda margt, sem á fullan rétt á nánari at- hugun. Eftir þann vetur, sem nú er ný- liðinn, hlýtur öllum að vera ljóst, að tryggingar þeirra manna, sem búa við þá áhættu, sem sjómenn okkar búa í starfi sínu, eru hættar að vera kjaramál, eru frekar menningar- og velferðarmál. Vegna þess ágreinings, sem ríkir á milli stéttarfélaga sjómanna, hvaða leiðir séu heppilegastar á þessu sviði, er fyllilega athugandi fyrir samtök Sjómannadagsins, að taka samræmingar um allt land. Sama er að segja um sérstakar tryggingar fyrir þau böm, sem missa föður sinn í sjóinn, til aðstoðar við uppeldi þeirra og skólagöngu. Aukin menntun sjómanna, bæði þeirra sem lítillar menntunar hafa notið og eins hinna, sem hafa svo sérhæfða menntun, að hún nýtist ekki þegar í land er komið og leita þarf eftir atvinnu. Bygging sjómannaheimila fyrir starfandi sjómenn, sérstaklega hina yngri, er knýjandi vandamál. Reykjavíkurborg hefur stigið nú nýlega glæsilegt byrjunarspor á því sviði. Eitt af þeim stéttarfélögum, sem er innan þessara samtaka, hefur sýnt athyglisvert framtak, sem ég tel ekki aðeins mikið félagslegt átak, heldur menningarauka fyrir stéttina alla. Þeir hafa af litlum efnum ráðizt í byggingu sumarbúða, orlofsheimilis, á landi félagsins í Laugardal, fyrir félaga sína, konur þeirra og börn. Þetta framtak vekur spurninguna um það, hvort landssamtök Sjó- mannadagsins teldu ekki menningar- auka að því að koma upp á fögrum stað sumardvalarstað fyrir sjómenn, eiginkonur þeirra og börn. Ef nokk- ur eiginkona á slíkt skilið, þá er það sjómannskonan, sem verður með móðurhlutverki sínu að gegna föður- hlutverkinu líka. A sjóminjasafn hefur áður verið minnzt í þessu blaði og í Sjómanna- blaðinu Víkingi verður síðar rædd hugmyndin um sjómanna-sparisjóð. Eg vil ekki ljúka hugleiðingum þessum öðruvísi en að þakka þeim brautryðjendum, sem hófu merki Sjómannadagsins á loft og hafa bor- ið það fram æ síðan. I því sambandi vil ég engin nöfn nefna, þótt ærin ástæða væri til, en saga þessara samtaka mun geyma nöfn þeirra. Hver sem velst til starfa fyrir þau hverju sinni mun að sjálfsögðu reyna að leysa af hendi sitt starf eftir beztu getu. Það hefur verið lán þessara sam- taka, að hafa átt nóg af fórnfúsu og óeigingjörnu starfsliði, auk allra hinna, sem með undirtektum sínum við hugsjónir dagsins, hafa stutt starfið með ráðum og dáð. Mín afmælisósk til samtakanna í dag er að svo megi einnig verða á komandi árum. Pétur Sigurðsson. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.