Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Side 25

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Side 25
atriði, en þar var ærið verk á svo skömmum tíma, en þar sem stjórnin sjálf hafði átt hugmyndina að flest- um atriðum dagskrárinnar, varð hún að sýna að hún gæti komið þeim í framkvæmd. Fjórði fundur fulltrúaráðsins var haldinn miðvikudaginn 1. júní. Þá var sagt frá því, að björgunarbát- arnir af strandferðaskipinu Esju (gömlu Esju), hefðu verið fengnir til kappróðranna og æfingar á þeim væru byrjaðir. Þá var tilkynnt að Félag íslenzkra botnvörpuskipaeig- enda ætlaði að gefa samtökunum forkunnar fagran bikar, sem útgerð- armenn í Hull hefðu gefið þeim á Alþingishátíðinni 1930, og fluttur hefði verið hingað með bryndrekan- um Rodney, sem flutti brezku gest- ina á hátíðina, og ætti bikarinn að vera verðlaunagripur handa íslenzk- um sjómönnum til keppni í einhverri íþrótt. Kjartan Thors form. Félags ís- lenzkra botnvörpuskipaeigenda, sem tilkynnti þessa veglegu gjöf, sagði að útgerðarmenn hefðu ekki talið sig geta afhent þennan grip fyrr, en nú að Sjómannadagurinn tæki við hon- um, og léti árlega keppa um hann í þeirri íþrótt, sem samtökin álitu þess verð að verðlaunuð yrðu að fengnu samþykki útgerðarmanna, því þau skilyrði fylgdu með frá uppruna- legum gefendum að F. í. B., sam- þykkti endanlega hvernig verðlaun- um yrði háttað.- Fulltrúarnir lýstu ánægju sinni yf- ir þessari veglegu gjöf, og kusu á fundinum 7 manna nefnd til að semja reglur um notkun verðlaunagrips- ins. I nefndina voru kosnir eftirtaldir menn: Friðrik V. Ólafsson, Sigurjón Á Ólafsson, Ásgeir Sigurðsson, Þór- steinn Árnason, Grímur Þorkelsson, Jónas Jónasson og Henry Hálfdáns- son. 5. og síðasti fundur Sjómanna- dagsráðs, áður en 1. Sjómannadag- urinn var haldinn, fór fram í Stýri- mannaskólanum við Öldugötu, 4. júní, kl. 5 e. h. Formaður gat þess að öllum undirbúningi væri að verða lokið. Verið væri að Ijúka við að smíða palla fyrir fánabera og hljóm- sveit við Leifsstyttuna, setja upp fastar fánastengur, og ganga frá út- búnaði, til að hægt yrði að útvarpa beint frá hátíðahöldunum. Að sjómannafagnaðinum að Hótel Borg gætu allir fengið aðgang meðan húsrúm leyfði, en þátttakendur í íþróttakeppni og þeir sem unnið hefðu að undirbúningi dagsins hefðu forgangsrétt ef þeir gæfu sig fram í tíma. Aðgangseyrir að hófinu væru 6 krónur fyrir einstakling. Bikar útgerðarmanna sem getið var um á síðasta fundi yrði afhentur við Leifsstyttuna af Ólafi Thors, sem fulltrúa útgerðarmanna. Ákvörðun var tekin um, hverjum skyldi boðið í hófið sem gestum Sjómannadagsins. Samþykt var að formaður ráðs- ins afhenti alla verðlaunagripi til keppenda. Þegar fyrsti Sjómannadgurinn rann upp þann 6. júní 1938, var bjart en kalt veður, því stinningskaldi var um morguninn og stóð hann fram yfir hádegi. Strax kl. 8 um morgun- inn voru fánar dregnir að hún á öll- um þeim skipum, sem láu í höfn og voru þau fánum skreytt stafna á milli er borgarbúar risu úr rekkjum, og víða um bæinn voru fánar dregnir að hún. Strax upp úr hádeginu fór mann- fjöldi mikill að streyma að stýri- mannaskólanum, þar sem sjómenn- imir söfnuðust saman til hópgöngu. Merkisberar sjómannafélaganna komu hver eftir annan út úr Stýri- mannaskólanum með fána síns félags og röðuðu þeir sér á götuna með viðeigandi millibili, svo félagsmenn í hverju félagi hefðu rúm til að raða sér upp bak við sinn fána. Var fé- lögunum raðað eftir aldri frá því þau voru stofnuð. Gekk það mjög greiðlega að hver fyndi sitt rúm, og skipuðu menn sér saman fjórir og fjórir. Sérstakir menn voru hafðir til eftirlits með niðurröðun. Var hvergi brugðið útaf þessari reglu, eins og bezt sýndi sig, þegar skrúðgangan hófst. Vegna hvassviðris, áttu merkisber- ar erfitt með að hemja fánana, en það voru hraustar hendur, sem héldu og létu hvergi merki falla. Þegar sjómennirnir höfðu fylgt liði sínu, kom Lúðrasveit Reykjavíkur og tók sér stöðu í fararbroddi. Stundvíslega kl. 13.30 lagði skrúð- gangan af stað upp Ægisgötu um Túngötu, Aðalstræti, Austurstræti, Bankastræti og Skólavörðustíg, upp að styttu Leifs heppna, hins mikla sæfara. Öllum bar saman um það að þetta væri einhver stærsta hópganga sem í Reykjavík hefði sézt og áreiðanlega sú bezt skipulagða. Fyrir fylkingunni gekk Guðjón Jónsson sjómaður frá Eyrarbakka og bar íslenzkan fána, þá kom lúðra- sveitin og síðan fylkingar sjómanna eftir aldri félaganna. Fyrst gekk Skipstjórafélagið Ald- an, þar gat að líta margan aldraðan sjómann, menn sem í áratugi höfðu verið skipstjórar á skútuöldinni. Þá gekk Skipstjóra og stýrimannafélag- ið „Ægir“, sem er brot úr „Öldunni" félag starfandi togaraskipstjóra og stýrimanna, þá Skipstjóra og stýri- mannafélagið „Kári“ í Hafnarfirði. Því næst kom fylking sjóliða frá belgiska skólaskipinu Mercator með foringjum sínum. En þeir höfðu boð- ið að heiðra íslenzku sjómannastétt- ina með þátttöku í þessum hátíða- höldum. Næst gekk Vélstjórafélag íslands, þá Sjómannafélag Reykjavíkur, þá Félag íslenzkra loftskeytamanna, þá Sjómannafélag Hafnarfjarðar, svo Matsveina og veitingaþjónafélagið og að lokum yngsta félagið Skip- stjóra og stýrimannafélag Reykja- vikur. Öll höfðu þessi félög merki sín í fararbroddi, en mörg þeirra eru bæði skrautleg og haglega gerð. Þá voru og fjölmargir íslenzkir fánar bornir með fylkingunni sem álengdar leit út eins og fánahaf, er mjög prýddi þessa vasklegu fylkingu. Var það dómur blaðanna að um 2000 sjómenn hefðu tekið þátt í skrúðgöngunni. Þegar hópganga sjómanna kom að Leifsstyttunni, hafði þar þegar safn- ast saman gífurlegur mannfjöldi og streymdi þó stöðugt fólk að í viðbót. Leifsstyttan hafði verið skreytt flöggum, en umhverfis hana hafði verið afmarkað stórt svæði og höfðu lögreglumenn staðið þarna vörð frá því snemma um morguninn. Skrúðgangan var komin upp að styttunni, góðri stund fyrir kl. 2. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 31
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.