Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Blaðsíða 67
sjómenn, sjómennsku og siglingar,
gerir hann það af svo mikilli þekk-
ingu og snilld, að augljóst er að þar
var hann öllum hnútum kunnugur.
Það hefði mátt ætla að hann hefði
stundað sjómennsku um langt skeið
og öðlast mikla reynslu á sjónum.
Hann þekkir sjóinn í hverskonar
ham, sjávarkindur allar virðast hafa
verið honum nákunnugar, öll hand-
tök til lands og sjávar um sjó-
mennsku og sjávar afla eru honum
munntöm.
Það vekur því nokkra furðu, er á
daginn kemur að hann stundaði sjó-
inn fremur lítið. En skýringin á
hinni miklu þekkingu hans á hafinu
og sæförum er auðsæ ,er maður veit
að hann var alinn upp á sjávarbakk-
anum og heyrði daglega fyrir sér orð-
ræður um sæfarir og sjávarkindur.
En minnið var trútt og athyglin
vakandi, því að fróðleiksfýsni var
mikil. A síðustu árum skrifaði
Magnús eftir minni allmikið orða-
safn, sem ekki var að finna í bók
Sigfúsar Blöndals, og gætir þar
mikið orða frá sjó.
III.
Árið 1924 kom út fyrsta ljóða-
bók Magnúsar, Illgresi. Áður höfðu
komið eftir hann nokkur kvæði í
Eimreiðinni 1920.
I þessum ljóðmælum var í raun-
inni ekkert, sem til þess benti, að
þar væri í úppsiglingu mikið skáld
sæfara og siglinga. I Illgresi var að-
eins á fáum stöðum vikið að því
viðfangsefni. Kvæðið Skipbrot er
eiginlega annars eðlis.
I Veðurugg er aðeins í einni vísu
minnst á hafið:
Nú er olluvi djöflum dátt,
dregur af mönnum gaman.
Himinglæfa og austanátt
ætla að dansa saman.
En ein sæfaravísa er í Illgresi, sem
Magnús nefndi Sigling. Hefur hún
orðið vinsæl undir lagi Friðriks
Bjarnasonar tónskálds:
Hafið, bláa hafið hugann dregur.
Hvað er bak við yztu sjónarrönd?
Þangað liggur beinn og breiður vegitr.
Bíða mín þar æskudrauma lönd.
Beggja skauta byr
bauðst mér aldrei fyrr.
Bruna þtí nú, bátur minn.
Svífðu seglum þöndum,
svífðu burt frá ströndum.
Fyrir stafni haf og himinninn.
Og loks rekur lestina þessi vísa,
sem sver sig í ættina:
Þd að Ægir ýfi brá,
ei skal vægja, undan slá
auki blæinn kalda,
eða lægja falda.
I óprentuðum kveðskap Magnúsar
er fátt af þessu tagi.
Sæfarakvæði Magnúsar eru mjög
fá, en þó drjúgur hluti af ljóðmæl-
um hans, en víða í kvæðum dregur
hann líkingar til hafsins. I kvæði
hans um Bjarna Sæmundsson nátt-
úrufræðing (Grindvíkingur) erþessi
máttuga lýsing á hafróti:
Enn er líkt og heróp hafsins
himin bifi, skelfi lönd,
þegar bylgjubreiðfylkingar
bjartfaldaðar sækja að strönd
—- björgin stynja, björgin hrynja,
brimreyk leggur upp um fjöll
eins og hvítir fuglar fljúga
froðidagðar inn á völl.
Magnús orti Rímur af Oddi sterka,
árið 1932, en þær voru ekki prent-
aðar fyrri en árið 1938. Er það al-
mannarómur að þær séu kveðnar af
snilld. Oddur sá, sem Magnús yrkir
um, var í raun og veru aðeins hugar-
burður hans, sem hann skapaði til
þess að koma að ádeilum sínum á
það, er honum þótti miður fara. Odd-
ur af Skaganum var varla bæna-
bókarfær. Að vísu segir prestur,
þegar hann fermdi hann 15 7/12 ára,
að hann lesi dável, en kunnátta
hans í barnalærdómi og skrift sé
lakleg, og hann sé óhæfur í reikn-
ingi. Oddur var svo vanstilltur á
geðsmunum, að hann var naumast
umgengishæfur, enda enduðu vinnu-
brög hans iðulega með brotthlaupi
eða brottrekstri. Og hann var hart
sú kempa, sem hann hélt sig vfera.
Blaðaútgáfa og ritstjórn hans var
þannig til komin, að gárungar í
Reykjavík, skrifuðu blað hans Harð-
jaxl, til þess að svala kersknis- og
spottlöngun sinni. Seldi Oddur síð-
an blöðin sér til framdráttar, en
hann mun þó lengst af, hafa verið á
framfæri Reykjavíkurbæjar.
Jósef Húnfjörð orti Rímu af Oddi
Sigurgeirssyni á undan Magnúsi, en
það voru aðeins 18 vísur og aðallega
um drykkju Odds og slagsmál. Þar
er þessi vísa:
Svo var það til sjós og lands
sæist Oddur kenndur,
voru beztu vopnin hans
vöðvastæltar hendur.
Vera má að þessar vísur Jósefs
hafi orðið til þess, að ýta við Magn-
úsi, en öðrum tökum tók hann yrkis-
efnið, eins og vænta mátti.
I fyrstu tveimur rímunum er sagt
frá æsku Odds og sjómennsku. Þær
vísur sýna hversu mikla þekkingu
Magnús hafði til brunns að bera í
þessum efnum og á þar margt aug-
ljóslega við hann sjálfan. Ríman
hefst svona:
Fæddur í veri Oddur er,
um þann knérunn vitni ber,
er leihur sér um sund og sker,
siglir knerri um bláan ver.
Ungur gáði út á Svið,
ungur dáði hafsinS nið,
ungur þáði Ægi við
afl og dáð og sjómanns snið.
Lét ei hræða brim né byl,
bjóst á græði fanga til.
A keip og ræði kunni skil
og kristin fræði hér um bil.
Lærði að taka lag og mið,
lenda, stjaka, halda við,
skorða, baka, hitta hlið,
hamla, skaka og andófið. —
Hausa, fletja, slíta slóg,
sleddu hvetja, ausa sjó,
fast að setja, fíra kló,
fella net og splæsa tó —-
Grunnmál taka, leggja lóð,
lúðu flaka, slægja kóð,
seglum aka, beita bjóð,
blóðga, kraka, róa í njóð.
Lærði að þekkja bakka, brok,
bólstra, mekki ,þoku, fok,
brælu, strekking, rumbu, rok,
reynslu fékk um tregðu og mok.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 73