Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Blaðsíða 21

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Blaðsíða 21
framleiðenda hefði haldið eftir að- alfund sinn í haust, þá hefði þar ver- ið samþykkt að sölusambandið geng- ist fyrir fjársöfnun í því skyni að reisa veglegt minnismerki yfir drukknaða sjómenn og mætti þar með slá því föstu, að Sölusambandið hefði tekið að sér forustu í þessu máli sem bwri að þakka. Þá ræddi hann uppkast sitt að stofnun og framkvæmd Sjómannadags, sem hann lagði fram á fyrsta fundinum og sem öllum nefndarmönnum hafði verið sent. Fundurinn komst að þeirri niður- stöðu að bezt væri að tilnefna þrjá menn til að yfirfara uppkastið í næði og gera á því þær breytingar sem þyrfti, og leggja síðan sameiginlegt álit þeirra fyrir annan fund í nefnd- inni. Þetta var samþykkt. I þriggja manna laganefndina voru kosnir: Henry Hálfdánsson, Sigurjón A. Olafsson og Þorsteinn Arnason. Þremur dögum síðar, 28. nóvem- ber 1937, kom undirbúningsnefndin aftur saman, og skilaði þá laganefnd- in sameiginlegu áliti um „Reglur fyrir fulltrúaráð stéttarfélaga sjó- manna um starfssvið Sjómannadags, og útskýrði Sigurjón Á. Ólafsson hverja grein fyrir sig. Urðu síðan nokkrar umræður um reglumar og voru gerðar á þeim smábreytingar á orðalagi og var síðan öll reglugerð- in samþykkt í einu hljóði. Að lokum las Henry Hálfdánsson upp uppkast að bréfi til hinna ein- stöku stéttarfélaga sjómanna, um að samþykkja Reglugerðina og tilnefna fulltrúa í hið væntanlega Fulltrúa- ráð Sjómannadagsins eins og regl- umar mæla fyrir og var það sam- þykkt. Nefndin taldi ekki rétt að taka ákvörðun um ákveðinn dag, sem val- inn yrði sem Sjómannadagur, taldi það hlutskipti hins fyrsta Fulltrúa- ráðs. En á fundum nefndarinnar kom fram tillaga um að velja sunnudag- inn fyrstan í júnímánuði, og voru færð sterk rök fyrir því, að sá dag- ur myndi heppilegastur margra hluta vegna. Þar til samþykki viðkomandi fé- lagsstjórna hefur fengist fyrir regl- unum, og Fulltrúaráð Sjómanna- dagsins hefur haldið sinn fyrsta fund og kosið sér stjórn, áleit undirbún- ingsnefndin það hlutverk sitt að taka við tilkynningum hinna einstöku fé- laga og boða til fyrsta fulltrúaráðs- fundar. Fyrsta bréfið barzt frá Skipstjóra og stýrimannafélaginu Ægir 18. des. svohljóðandi: „Bréf yðar frá 1. þ. m., ásamt tveim- ur fundargerðum um stofnun Sjó- mannadags, ennfremur reglur fyrir Fulltrúaráð stéttarfélaga Sjómanna um starfsvið Sjómannadags, höfum vér meðtekið og lagt fyrir félagsfund, sem haldinn var 11. þ. m. Fundurinn samþykkti umgetnar regl- ur, eins og þær lágu fyrir. Kosnir 2 menn í Fulltrúaráð Sjó- mannadagsins og 1 til vara. Kosningu hlutu: Björn Ólafs, Mýrarhúsum Jónas Jónasson, Oldugötu 8 Ingvar Agúst Bjarnason, Bergst.str. 52 til vara. Þetta tilkynnist yður hér með. Virðingarfyllst, f.h. Skipstjóra- og stýrimannaf. Ægir Alex Jóhannesson (ritari). Bréfin frá hinum félögunum komu svo hvert á eftir öðru þar til öll höfðu tilkynnt þátttöku. Fyrsti Sjómannadagurinn Að undangengnum þeim undir- búningi sem að framan hefur verið sagt frá og að fengnum tilkynning- um hinna einstöku félaga um val fulltrúa Sójmannadagsráð, var boð- að til hins fyrsta fundar í Fulltrúa- ráði Sjómannadagsins 27. febr. 1938, sem var sunnudagur. Fundurinn var haldinn í skrifstofu Vélstjórafélags íslands að Ingólfs- hvoli við Hafnarstræti. Tilkynnt hafði verið um fulltrúa frá samtals 11 félögum sjómanna. Níu félögum í Reykjavík og tveim í Hafnarfirði. Alls 22 fulltrúum ásamt einum vara fulltrúa frá hverju félagi, sem mátti boða ef annar hvor aðalfulltrúinn gat ekki mætt, og tóku þeir meira og minna þátt í störfum ráðsins. Þessir voru fyrstu fulltrúar í Sjó- mannadagsráði Reykjavíkur og Hafnarfjarðar: Frá Skipstjórafélaginu Ægir: Björn Ólafs. Jónas Jónasson. Til vara: Ingvar Ag. Bjarnason. Frá Vélstjórafélagi íslands:: Hallgr. Jónsson. Þorsteinn Arnason. Til vara: Júlíus Kr. Ólafsson. Frá Skipstjóra og stýrim.fél. Reykjav.: Guðm. H. Oddss. Hermann Sigurðss. Til vara: Jóhannes Hjálmarsson. Frá Sjómannafélagi Hafnarfjarðar: Þórarinn Kr. Guðmundsson. Jóngeir D. Eyrbekk. Til vara: Jóhann Tómasson. Frá Skipstjórafélaginu Aldan: Geir Sigurðsson. Þórarinn Guðmundsson. Til vara: Guðbjartur Ólafsson. Frá Skipstjórafélagi íslands: Asgeir Jónasson. Ingvar Kjaran. Til vara: Ásgeir Sigurðsson. Frá Sjómannafélagi Reykjavíkur: Sveinn Sveinsson. Lúther Grímsson. Til vara: Sigurjón Á. Ólafsson. Frá Skipstjórafél. Kári Hafnarfirði: Einar Þorsteinsson. Þorgrímur Sveinsson. Til vara: Loftur Bjarnason. Frá Matsveina og veitingaþjónafél. Isl.: Janus Halldórsson. Jens Kai Ólafsson. Til vara: Friðrik G. Jóhannsson. Frá Stýrimannafélagi Islands: Grímur Gíslason. Guðmundur Gíslason. Til vara: Guðbjörn Bjarnason. Frá Félagi ísl. loftskeytamanna: Henry Hálfdánsson. Halldór Jónsson. Til vara: Friðrik Halldórsson. Af þessum 30 fulltrúum og vara- fulltrúum voru 20 starfandi sjó- menn, sem voru oft langdvölum að heiman og var ómögulegt að haga svo fundi að allir gætu mætt. Á þess- um fyrsta fundi Fulltrúaráðs Sjó- manna dagsins voru mættir fulltrú- ar frá 9 félögum. Fundinn setti Henry Hálfdánsson, og bauð fulltrúana velkomna til sam- starfsins. Rakti Hann aðdragandann að stofnun Sjómannadagssamtak- anna og útskýrði þau verkefni sem fyrir þessu fulltrúaráði lægi. Sem væri fyrst, að koma sér saman um ákveðinn árlegan Sjómannadag, þau verkefni sem hann ætti að beita sér fyrir og hvernig þeim verði bezt komið í framkvæmd. SJOMANnadagsblaðið 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.