Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Qupperneq 87

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Qupperneq 87
Skipsstrand þetta varð merkur þátt- ur í heimsbókmenntunum. Það gaf Shakespeare hugmyndina að hinu fræga leikriti hans, „Stormurinn“. Sögufrœgt skipsstrand Brezki galeasinn „Sea Venture“ 100 fet að lengd, var á siglingu sumarið 1609 yfir Atlantshaf, á leið til Virg- ina, fullfermt ýmiskonar vörum til Jamestown, en þar var yfirvofandi hugursneyð hjá innflytjendum nýlend- unnar. Eftir „þriggja daga siglingu, samfelldra hörm- ungar og erfiðleika“ eins og einn farþeganna Silvanius Jourdan, síðar komst að orði, byrjaði skipið að leka stórkostlega, svo að allir fengu nóg að starfa við dæl- urnar. Nokkrir menn skoluðust fyrir borð í þessu fárviðri, og drukknuðu. En þegar neyðin var stærst, sá skipstjórinn George- Somers land framundan, er reyndist vera Bermuda- eyjar og af furðulegri tilviljun tókst honum að sigla skipinu milli tveggja kóralrifa, er héldu skipinu ofan- sjávar, meðan öllum um borð tókst, að bjarga sér í land. Nokkrum dögum síðar sökk skipið algjörlega. Þetta strand hafði í för með sér örlagaríkar afleið- ingar á þann hátt, að það leiddi til þess að brezka ríkis- stjómin hernam Bermúdaeyjar og Shakespeare sótti í það hugmynd sína, að hinu heimsfræga leikriti „The Tempest“ (Stormurinn). Um 350 árum síðar eða 1959 hóf Edmund Ðowning frá Virgina, sem telur sig afkomenda eins af þeim skip- verjum er þarna bar að landi, leit að hinu sögufræga flaki. enda þótt sögusagnir um þetta strand yrðu að teljast nokkuð vafasamar hóf hann ótrauður kafanir á ýmsum stöðum, en við Bermudaeyjar er að finna hundruð skipsflaka frá ýmsum tímum. En einkum varð það Edmund til vandræða, að hann vissi að þeir sem af komust, höfðu áður en „Sea Venture" sökk algjör- lega, höggvið allt frá skipinu sem mögulegt var, með það fyrir augum að byggja tvo báta. Að tveimur und- anteknum tókst þeim þannig nokkru síðar að sigla áfram yfir til Virgina. Þeir tveir sem eftir urðu á Bermúda, lifðu áfram meðal innbyggjanna. En þó Edmund tækist að finna flak, sem gæti verið af „Sea Venture“, voru upplýsingarnar svo óvissar um legu skipsins, að þeim var ekki örugglega að treysta. En þá bárust honum óvæntar upplýsingar um gamlar heimildir í skjalasafni eyjarinnar, sem stjórnandi þess benti honum á, um að flakið ætti að vera % mílu frá strandlengjunni. Dowing hélt nú ótrauður áfram leit sinni, og nokkru síðar fann hann á þessum tilgreinda stað „milli tveggja neðansjávar kóralrifa“ hrúgur steina, er venjulega finn- ast aðeins í árfarvegum, en á fyrri öldum tíðkaðist mikið að nota til botnfestu skipa og í nánd þessara steina fann hann eftirstöðvar af flakinu. Yfirvöldin á Bermudaeyjum fengu nú áhuga fyrir málinu, og lögðu af sinni hálfu sérfræðing í björgun sokkinna skipa, Edmund til aðstoðar. Og ekki leið á löngu þar til þeir komu upp með fallbyssukúlur, ásamt timbri ofl. Allir þessir hlutir staðfestu nokkurnveginn aldur flaksins. Fallbyssukúlurnar voru 4,5 og 9 punda kúlur, einmitt af þeirri gerð, sem notaðar voru við fallbyssur „Sea Venture“. Stærð flaksins var einnig í samræmi við skipsins, og sama átti við um byggingarefnið: skozk fura og ensk eik. En öruggasta sönnunin þótti þó vera að flakið tilheyrði sérstakri tegund skipa, hinna svo- nefndu ,,útflytjendaskipa“, en „Sea Venture“ var ein- mitt eitt af þeim fyrstu slíkra skipa, sem byggð voru í Englandi. Áhuginn fyrir björgun úr skipinu og helst öllu flak- inu var mikil, einkum ef það tækist í sambandi við há- tíðahöld þau sem fram fóru á eyjunni um sumarið í sambandi við 350 ára tímabilið frá hinum afdrifaríka atburði á Somers-eyju, en svo hétu Bermudaeyjar áður og voru upprunalega nefndar í höfuðið á skipstjóra „Sea Ventures“ Somers aðmíráls. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 93
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.