Sjómannadagsblaðið - 03.06.1962, Page 71
Ágúst leiðangrsstjóri skoðar rekavið. Af nógu er að taka. — Ljósm. St. St.
við í víkum og vogum. Víða sást
hvítna í fjörunni í kyrrum vogum,
en undirlendi er ekkert með sjónum,
nema örmjó fjara, eftir að Rekavík
sleppir.
Suðvesturhæll eyjarinnar er eld-
brunninn mjög, eru þar gígur við gíg
að heita má. Hinn fegursti þeirra er
úti við ströndina, og er sjórinn tek-
inn að brjóta hann. Gígur þessi er
fagurlega skapaður úr dumbrauðu
gjalli.
Þegar á daginn leið, tók að þykkna
í lofti, en lognið og ládeyðan hélst.
Við siglum austur með norður-
ströndinni allt til Maríuvíkur en
skyggndumst þó um eftir reka í
víkunum þar fyrir vestan. En þær
eru miklu fleiri en á suðurströnd-
inni. Við lentum við allháan malar-
kamb, sem skilur Norðurlónið frá
sjónum. Það er mjög ólíkt Suðurlón-
inu, miklu minna um sig en hyldjúpt.
I því er lítils háttar silungsveiði.
Upp frá víkinni er snarbrött
brekka, sennilega á annað hundrað
metra, en skammt frá brekkubrún-
inni stendur veðurathugunarstöðin
norska, sem vel má kalla Norsku
búðir. Eru þar 5 allmikil timburhús
vel búin í hvívetna. Vetrarsetumenn
voru þá 8. Nú er talið að um 40
manns dveljist á Jan Mayen, og hefir
húsakostur vafalaust verið stórauk-
inn. Skipt er um menn einu sinni
á ári í júlí—ágúst, og verða flestir
fegnir að komast heim, því að furðu
tilbreytingarlítið er lífið þama.
Sumir endast þó tvö ár og jafnvel
lengur. Ekki mega þeir stunda veið-
ar, nema fjóra refi má hver maður
drepa, og egg mega þeir taka að vild
úr björgum á vorin, og silung úr lón-
inu, en erfitt er að sækja eggin í
björgin, og silungurinn lætur engar
veiðivélar freista sín, þó nást endr-
um og eins bröndur í net.
Norðmennirnir tóku okkur báðum
höndum, enda höfðu þeir naumast
séð aðkomumann síðan haustið áður.
Eitt selveiðiskip hafði þó komið þar
um vorið. A nokkrum mínútum vor-
um við orðnir góðkunningjar allir
saman. Sumir voru þó fálátir í fyrstu
en yfir rjúkandi kaffinu og Löjtens
ákavíti hurfu síðustu leifarnar af fá-
lætinu og þeir kepptust við að segja
okkur frá lífinu á Jan Mayen og
högum sínum þar. Sólin, sem hafði
hulið sig skýjaþykkni síðustu
klukkustundirnar, tók nú að skína
að nýju rétt um lágnættið. En eitt-
hvað fannst mér vanta í skin hennar,
og litblær allur daufari en ég hafði
hugsað mér miðnætursól. En allur
svipur eyjarinnar mildaðist í hinu
mjúka skini og fékk einhvern ævin-
týrablæ. Og var þetta ekki allt eitt-
hvað draumkennt? Hér sátum við
innan um síðhærða langskeggjaða
menn, sem mæltu á framandi tungu
við borð hlaðið kræsingum á eyði-
eyju lengst norður í Ishafi, og í eyr-
um okkar kváðu við dunandi dans-
lög einhvers staðar sunnan úr heimi.
Við sátum í góðum fagnaði fram
yfir miðnætti, en síðan var farið um
borð og skriðið í kojur. Meðan við
sváfum flutti skipið sig vestur í
næstu vík, sem Austurríki heitir.
Hrakningadagur.
Mér fannst ég rétt vera að festa
svefninn, þegar Agúst reis upp og
vakti félaga mína. Klukkan var víst
varla 5 um morguninn, svo að svefn-
tíminn var ekki langur. Eg hreyfði
mig ekki í fyrstu en fór fyrst í land
á áttunda tímanum, þegar verka-
mnnunum var færður árbítur. Trill-
an flutti mig í land, og trillustjórinn,
Gústaf Karlsson þreif mig í fangið
og henti mér eins og fífuvetling á
þurrt land, svo að ég þyrfti ekki
að bleyta mig. Þarna uppi í víkinni
var allt í fullum gangi. Rekatré lágu
þar í þykkum köstum, og félagar
mínir fóru hamförum við að bylta
þeim til, draga þau og velta fram í
flæðarmálið. Þar voru þau fest á
streng og dregin á spili skipsins fram
að því. Þegar var heilmikil halarófa
á leiðinni fram að skipi, og fyrstu
stokkarnir voru komnir um borð,
þegar ég fór frá skipshlið. Ósköp
fannst mér fara lítið fyrir þeim í
lestinni á Oddi, og satt að segja varð
Norski veðurfræðingurinn Sverrir.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 77