Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Síða 15

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Síða 15
UTGEFANDI: SJÓMANNADAGSRÁÐ Útgefandi: SJÓMANNADAGSRÁÐ Ritsti. og ábyrgSarm.: Halldór Jónsson. Gu'ðm. H. Oddsson. Ri tnefnd: Aðalsteinn Krist|ónsson. Júlíus Kr. Ólafsson. Halldór Jónsson. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H.F. 1969 EFNISYFIRLIT: Verksmiðjutogarar .............. 1 Fulltrúaráð Sjómannadagsins 1969 2 Sjómannadagurinn í Reykjavík .. 3 Minningarorð ................... 5 Hafmeyjarnar (myndir) .......... 7 Maðurinn, sem vann styrjöldina .. 8 Verksmiðjutogarar ............. 12 Gjafir til Hrafnistu, barnaheimilis- sjóðs og sérsjóða Sjómannadags 15 „Lóðsinn" — hafnsögubátur Vest- manneyja (mynd) ............ 15 Kveðja í Flóann (saga) ....... 16 íslendingar og hafið (myndaopna) 18 Sjómannadagurinn í Ólafsvík 1968 20 Hörð sjóferð. Frásögn Gísla Jónss. 21 Úr sögu Sjómannadags Keflavíkur 23 Hrafnista DAS (mynd) ............ 26 Barátta úpp á líf og dauða....... 27 A Jónsmiðum (kvæði) ............. 29 Veiðimaðurinn og tígrisdýrið misstu kjarkinn....................... 30 Sjóslys og drukknanir ........... 34 Úthöfin ......................... 35 Risahöfn í Tokioflóa ............ 37 Aflaverðmæti og aflamagn (myndir) 46 Skrítlur o. fl. Forsíðumyndin: Haförninn úti á síldarmiðum að lesta úr tveimur veiðiskipum. Myndina tók Peter Brady, brezkur blaðamaður hjá Fishing News International. V erksmiðjutogarar 1 ,,íslendingaspjalli“ Nóbelsverðlaunaskálds okkar, Halldórs Laxness, segir í kafla, sem nefnist ,,Að læra íslenzku" — „Þeir í Háskóla íslands segja stundum við útlenda stúdenta, sem koma þangað að læra íslenzku, „farið heldur upp í sveit að úðra ofan af fyrir ykkur á góðum bæ eins og misseris tíma.“ Það mætti á svipaðan hátt segja um flesta fjárhagssérfræðinga þjóðfélags okkar, að þeir þyrftu að skreppa eins og misseris tíma um borð í togarana okkar til þess að skynja þá einföldu staðreynd, að sá atvinnuþáttur þjóðarinnar svarar ekki lengur tæknikröfum tímans og þarf skjótrar endurnýjunar við. Næstu nágrannar okkar í fiskveiðimálum, Þjóðverjar og Englendingar, hafa á undangengnum áratug gjörsamlega endurlífgað þessa atvinnugrein sína með nýjum og vel útbúnum skipum. Jafnvel frændur vorir, Norðmenn, sem voru seinir til þess að taka upp togveiðar, hafa komið sér upp myndarlegum flota nýtízku skuttogara, sem hafa aflað með fádæmum vel á Grænlands- og Ný- fundnalandsmiðum að undanförnu, og þá þarf varla að minna á Færeyinga, sem standa okkur nú framar í endurnýjun veiðiskipa sinna innanlands hjá sér og kaupum á vel útbúnum veiðiskipum erlendis frá. Að ekki sé minnst á þjóðir, sem hvergi liggja að sjó, eins og Svisslendinga, Rúmena og Tékkóslóvaka, sem eiga nú talsverðan flota skuttogveiðiskipa, sem sækja á fjarlæg fiskimið til fæðis- og gjaldeyrisöflunar þessum þjóðum. Á sama tíma sem aðrar þjóðir skipuleggja sókn í úthafsveiðum með vel út- búnum togveiði- og verksmiðjuskipum, hafa Islendingar horft í gaupnir sér og grátið yfir „taprekstri" sjávarútvegsins og málað hvarvetna skrattann á vegginn, þegar rætt er um nauðsyn endurnýjunar djúphafsveiðiskipa okkar. Rúmur helmingur íslenzku togaranna eru nú orðnir 20 ára gömul skip, og þau „nýjustu" komin á 10. aldursárið, og má telja kraftaverki næst, hvað þeim hefur tekizt að færa þjóðarbúin mikil verðmæti að landi í fiskhráefni til úr- vinnslu. Á hverjum Sjómannadegi hafa verið haldnar veigamiklar ræður um mikil- vægi sjómennsku og sjávarútvegs, og ekki að ófyrirsynju, því að þrátt fyrir allar bollaleggingar um iðnvæðingu og fjölbreyttari atvinnuhætti, sem nauðsyn er á í vaxandi þjóðfélagi, er og verður sjávarútvegurinn undirstaða allrar efna- hagsafkomu íslenzku þjóðarinnar í náinni áratuga framtíð. Allar ríkisstjórnir landsins sl. 15 ár hafa haft á stefnuskrám sínum endur- nýjun togarflotans, en framkvæmdir hafa ekki orðið neinar á því sviði. Nefndir hafa verið skipaðar til þess að bollaleggja þessi mál, eins og það væri um geim- ferðir eða tunglferðir að ræða, að kaupa togara til landsins. Niðurstaðan hefir Framhald á bls. 36. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 1

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.