Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Qupperneq 22

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Qupperneq 22
Maðurinn sem vann styrjöldina Eftir Robert Buckner í. Síðla vetrarkvölds árið 1927 var ég á leið til Englands að loknu leyfi, sem ég hafði eytt meðal vina minna í Cologne í Frakk- landi. Brussel-hraðlestin var orðin langt á eftir áætlun og ég man að hún hægði á sér í myrkum Ruhrdalnum á leiðinni til belg- ísku landamæranna, eins og hún óttaðist rauða glampana frá stálbræðsluofnunum, sem báru við himinn í fjarska. Þetta var í janúarmánuði og kuldinn var bitur. Vatnið seytlaði niður klefarúðumar vegna hitakófsins inni og frostsins úti. í Duren fór ég út á brautarpallinn til þess að anda að mér röku næturloftinu. Þegar ég kom aftur inn í klefann var eini ferðafélagi minn, sem þar var, vaknaður. Hann tróð í pípu sína og horfði fjarrænu augnaráði út á stöðvarpallinn. „Hvaða staður er þetta?“ spurði hann á þýzku. „Eg held að það sé Duren,“ svaraði ég á ensku og brosti. „Nú, emð þér brezkur?" hváði hann með vakandi áhuga, um leið og hann bar log- andi eldspýtu að pípunni. „Nei, ég er amerískur," svaraði ég. „Einmitt," muldraði hann og kveikti i pípunni. Lestin ók hægt í gegnum borgina, yfir Ruhrbrúna og ljósin á fljótaprömmunum glitruðu á svörtu yfirborði fljótsins. — Skyndilega brá fyrir á norðurhimni rauð- um loga á ný, sem varpaði leyndardóms- fullum undirheimabjarma á eyðilega slétt- una og fjallháa gjallhraukana. „Þetta landslag gæti verið ímynd hel- vítis!" „Helvítis!11 Englendingurinn hló stuttara- lega. „Þeir setja helvíti vel á svið hérna. Eitt þeirra beztu.“ „Hvað eigið þér við?“ „Stál!“ svaraði hann hranalega, tók út úr sér pípuna og benti með henni út yfir landslagið. „Stál í vopn og skotfæri!" Og svo hélt hann áfram í lægra rómi eins og hann væri að tala við sjálfan sig: „Fíflin, djöfuls fíflin! Fengu þeir ekki nóg af því síðast?" Þessi athugasemd frá einstaklingi þeirrar þjóðar, sem venjulega er fátöluð og gætin í orðavali vakti athygli mína, og ég fór að virða þennan ferðafélaga minn fyrir mér að nýju. Hann virtist vera um fimmtugsaldur, hár og þreklega vaxinn, en andlitssvipurinn markaður þjáningum. Osjálfrátt kom mér í hug eikartré, sem dauðinn hefði snert efstu greinamar á. Grá augun voru hvöss, en þó vingjamleg. Hann var í dökkum flónelsfötum, blárri skyrtu, óvönduðum, brúnum skóm, en vel burstuðum. Dæmi- gerðum klæðnaði Englendings á ferðalagi erlendis. Farangur hans var snjáð ferðataska og ferstrendur böggull, vafinn í brúnan pappír, sem lá við hlið hans i sætinu. Af biturlegu orðalagi hans, þegar við minnt- umst á styrjöldina og öðru látbragði álykt- aði ég, að hann myndi vera fyrrverandi foringi úr hernum. „Haldið þér að Þjóðverjar séu að víg- búast að nýju?“ spurði ég. Mér þótti það ótrúlegar fréttir, því nýverið hafði ég ekki séð annað en fátæka vesalinga gera tilraun til að gleðjast við jólatrén sín. „Þeir geta aldrei gleymt. Þeir eru eins og Irar, baráttuþjóð. Tíu, tuttugu ár — þeir geta beðið. En hamingjan hjálpi okk- ur þegar þeir verða tilbúnir aftur.“ „En Þjóðabandalagið mun stöðva þá,“ mótmælti ég, haldinn hugsjónaeldmóði æskunnar. „Ojá,“ og hann brosti í kampinn. „Þjóða- bandalagið, ég gleymdi því. Nei, gerið yður engar grillur um það, drengur minn; jafn- vel hið mikla hugvit kanans mun ekki hjálpa okkur þá. Hvorki dollarar ykkar, eða herir, er ég hræddur um.“ „Satt er það,“ samsinnti ég. „Það yrði ekki svo auðvelt að bendla okkur við slíkt aftur. Það, að vinna styrjöldina, varð okk- ur dýrkeypt reynsla.“ „Nú?“ sagði hann spyrjandi, „svo það var Ameríka, sem vann stríðið? Mjög at- hyglisvert. Ég hefi oft hugsað um það, hverjum sá heiður bar í raun og veru.“ 8 SJOMANNADAGSBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.