Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Qupperneq 24

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Qupperneq 24
Belgísku foringjarnir ræddu málin frá öllum hliðum, en komust ekki að neinni viðunanlegri niðurstöðu. Að lokum kom einn ofurstinn með síðustu örvæntingar- fullu tillöguna. Hann stakk upp á því, að flokkur valdra manna yrði sendur niður að ströndinni, yfirbugaði þar þýzku verðina og sendu síðan ljósmerki út yfir sjóinn í þeirri von, að brezki flotinn, sem væri þar á siglingu útifyrir í myrkrinu, yrði þeirra var og kæmi til hjálpar. Annað hvort með því að setja menn á land eða hefja skothríð úr fallbyssum á víglínu Þjóðverja. Tillaga þessi var samþykkt sem úrslitaúrræði, án nokkurrar vonar um að hún bæri árangur. Átta menn, þar á meðal tveir foringjar, voru valdir til fararinnar. Þeir bogruðu eftir þröngum skotgröfunum þar til þær enduðu í gljúpum sandinum. Þaðan skriðu þeir milli runna í átt að víglínu óvinanna með brugðna byssustingi og vonuðu, að viðureignin, sem þeir áttu í vændum, yrði stutt og hávaðalaus. Nóttin var koldimm og skýjaþykkni huldi stjömurnar. Belgirn- ir óttuðust að fara fram hjá vörðunum í myrkrinu, svo að þeir skriðu gætilega með aðeins tíu metra millibili niður að strönd- inni.“ 3. Hér hafði Bradman hlé á frásögn sinni, tók upp böggulinn úr sætinu við hlið sér og kreisti hann með stórum og kraftaleg- um lófanum, svo æðarnar þrútnuðu á handarbaki hans. „Fundu þeir vörðinn?" spurði ég í ákafa. „Já, þeir fundu hann,“ hélt Bradman hörkulega áfram, „sofandi! Pilt um það bil tvítugan að aldri. Hann sat á rekaviðar- drumbi, horaður af harðrétti, með riffil- inn sinn milli hnjánna. Hann hafði farið úr stígvélunum og borað aumum fótunum nöktum ofan í svalan sandinn og brett buxurnar upp fyrir kné. Annar foringinn sló hann niður með skammbyssuskefti. Síðan var hann bund- inn og borinn inn í runna. Einn mannanna tók stóðu hans með broddhjálm hans á höfði og tók til fanga þann sem kom skömmu síðar og átti að leysa piltinn af hólmi. Síðan leituðu Belgirnir uppi stað, sem sandhæðir skyggðu á og ekki sást frá víg- línu Þjóðverjanna. Þar tendruðu þeir bál úr rekaviði og með olíu. Þegar vel fór að loga vörpuðu þeir á það handfylli af púðri með hálfrar mínútu millibili, þannig að það leit út eins og nokkurs konar viti. — Jæja,“ sagði Bradman hikandi og brosti, „það er hér sem ég kem til sögunnar. — Þessa nótt voru Firedrake og Myrmidon á siglingu úti fyrir belgísku ströndinni á leið til aðalflotans. Þar sem búizt var við mikl- um átökum, höfðum við innanborðs auka- birgðir af byssukúlum, tundumskeytum og auk þess nokkra kassa af skozku viský, eða a. m. k. héldum við að það væri skozkt viský í kössum, þegar við lestuðum þá í Plymouth. Á kössunum stóð nefni- lega: „Cameron Highlander", sem var vin- sæl tegund í þá daga. En fyrstu nóttina til sjós uppgötvaði sá, sem hafði með birgð- imar að gera um borð, að kassarnir inni- héldu einkennisbúninga handa 1. herfylki Cameron-hálendinganna, sem statt var einshvers staðar í Frakklandi. Þarna voru einkennisbúningar með pilsum og öllu til- heyrandi. Slík mistök áttu sér oft stað í þá tíð, og við tókum því rólega, þar sem þau voru fremur spaugileg en sorgleg. Stundu eftir miðnætti stóð ég á stjórn- palli, þegar einn varðmannanna kom auga á bálið á ströndinni. Ég virti blossana lengi fyrir mér í gegnum nætursjónaukann, en þar sem þeir voru ekki kerfisbundnir, skildi ég hvorki upp né niður í hvað þetta gæti verið. Þarna á ströndinni áttu hvorki að vera vitar eða byggð. Við töldum okk- ur vita nokkurn veginn stöðu Þjóðverj- anna, en enginn okkar trúði því að þeir væru komnir svona langt. Við höfðum fengið fyrirskipanir um að veita landhernum alla þá aðstoð, sem við mögulega gátum. En auðvitað voru allar einkarannsóknir stranglega bannaðar. Samt sem áður vaknaði hjá mér áköf forvitni á þessu Ijósi, þar sem ekkert ljós átti að vera. Svo ég gaf skipun um að sigla hálfa ferð og breyta stefnu nær ströndinni. Ég athugaði glampana aftur, en komst ekki að neinni niðurstöðu. Eitt var þó víst: Ein- hver var að senda merki til sjávar. Ég lét tilkynna Myridon að halda áfram með hægri ferð, við myndum draga hann aftur uppi um dagrenningu. — Þegar við vorum komnir upp undir ströndina lét ég varpa akkerum, sjósetja léttibát og réri i land ásamt tólf vel vopnuðum sjóliðum. Við lentum tæpa mílu fyrir sunnan bálið. Þér skiljið, ljós þetta gat alveg eins verið blekkingarbragð Þjóðverja og tortryggni mín óx nú með hverri mínúu. Við læddumst með varúð eftir strönd- inni, þar til við áttum um það bil hundrað metra að bálinu. Þar skiptum við liði og nálguðumst það úr þrem áttum. Þegar við áttum eftir um þrjátíu metra þekkti ég hina belgísku einkennisbúninga, og kall- aði til þeirra á frönsku. Aldrei hefi ég séð slíka undrun á and- liti nokkurra manna á lífsleiðinni. Þegar þeir sáu okkur ganga inn í bjarmann frá bálinu, hlupu þeir til okkar eins og týnd börn, föðmuðu okkur að sér og grétu af gleði. Þegar liðu fullar fimm mínútur áður en nokkur þeirra gat talað nógu hægt og skýrt, svo að ég gæti skilið þá. Aftur og aftur endurtóku þeir orðin menn, byssur, og bentu út yfir sjóinn. Að lokum dró ég annan foringjann til hliðar og komst að raun um, hversu alvarleg aðstaða þeirra var. I skininu frá vasaljósi mínu dró hann upp í sandinn afstöðu víglínunnar. Hann gerði mér ljósa hemaðarstöðu óvinarins, sem beið þess að brjótast gegnum belísku varnarlínuna um morguninn. Síðan dró hann lítinn hring neðar og til vinstri: Ég útskýrði fyrir honum, að áhöfn „París“, sagði hann einfaldlega og leit upp. brezkra tundurspilla af gerð „Firedrakes" væri aðeins hundrað menn, og að hinar lilu byssur þeirra mundu ekki nægilega langdrægar, til þess að unnt væri að hefja með þeim skothríð á land. Belgíski yfirforinginn varð þögull þegar hann heyrði þessar slæmu fréttir. Hann starði á mig um stund, næstum ásakandi. Síðan talaði hann hljóðlega til manna sinna. Hvað hann sagði þeim, veit ég ekki nákvæmlega, því hann mælti á flæmsku, en ég gat vel ímyndað mér það. Ég leit undan, má segja, til þess að forðast óttann, sem skein úr augum vesa- lings piltanna, og kom þá auga á þýzka vörðinn, sem lá krepptur í sandinum. Hann var kominn til meðvitundar, en þeir höfðu keflað hann og augun ranghvolfd- ust, galopin móti ljósinu, af ótta og kvöl- um. I rauninni líktist hann litlum snáða, þar sem hann lá þarna með buxurnar brettar upp fyrir kné og rétti úr berum fótunum í sandinum. Ég starði á kné hans um stund. Allt í einu mundi ég eftir hinum átta kössum með einkennisbúningum Hálendinganna í lestinni á Firedrake. Hvers vegna ekki að afhenda Belgunum þá? — Ef herflokkur klæddur hinum litríku skozku pilsum sæist í morgunbirtunni, myndu þá ekki hinir orustuþreyttu herir von Kluck halda, að Bretar hefðu sett á land herfylki Belg- um til aðstoðar? Þetta var ef til vill lang- sóttur möguleiki, eins konar sálræn blekk- ing, sem þó ef til vill myndi heppnast. Þá gæti ég einnig látið þá hafa einn eða tvo kassa af Lewis-byssum. En hversu lang- sótt, sem þetta væri, vorum við ekki í að- stöðu til að meta og vega möguleikana, heldur yrðum að hefjast handa, og það strax. Ég flýtti mér til foringjans og útskýrði fyrir honum fyrirætlun mína. Hann hlust- aði dauflega í fyrstu, eins og maður sem hefir glatað allri von, en eftir því sem lengra kom í ráðagerð minni glaðnaði yfir honum, og áður en ég hafði lokið máli mínu, stökk hann á fætur, greip í hand- legg minn og hrópaði: „Já, já, kannski 10 SJOMANNADAGSBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.