Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Page 39

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Page 39
víkur og Njarðvíkur. Merki dagsins hafa verið seld fró byrjun. Allt frá því Sjómannadagsráðið var stofnað, hefur verið efst á baugi, með hverjum hætti væri mögulegt að hrinda í framkvæmd tilveru sjó- mannaheimilis í Keflavík, en fjár- hagur ráðsins og aðildarfélaga þess ekki verið nægur til slíkra stórræða. Smám saman kom þó liðsauki, sem stórum bætti möguleika alla. Stúkan Vík stóð fyrir fjársöfnun til heimilis- ins, Keflavíkurbær lagði fé til verka- mannaskýlis við höfnina, og þótti sú starfsemi mjög samrýmanleg sjó- mannaheimili. I félagi við þessa aðila var mikið rætt og athugað, en alltaf skutu agnúar upp kollinum svo að fram- kvæmdir urðu ekki. Enn bættist liðsauki: Landshafn- arnefnd Keflavíkur og Njarðvíkur ákvað að taka þátt í fyrirhugaðri byggingu. Eftir það var tvívegis langt komið í undirbúningi, sem þó einhverra hluta vegna strandaði. Þannig voru mál byggingar þess- arar í deiglu, allt þar til í ársbyrjun 1967, að bæjarstjórn Keflavíkur varð þess vísari, að til sölu var hér eign, sem talin var mundu geta svar- að að nokkru leyti kröfum þessara aðila um húsnæði sjómannaheimilis. Forseti bæjarstjórnar fékk því til leiðar komið, að Sjómannadagsráð skyldi látið vita af þessum mögu- leika, með beiðni um athugun á kaupum á húsinu. Eftir að Sjómannadagsráð hafði gert byrjunarkönnun á væntanleg- um fjárstyrkjum til kaupanna, og fjárþörf til þeirra, ákvað það að freista þeirra. Kom svo, að í enda apríl 1967 var undirritaður kaupsamningur um kaup Sjómannadagsráðs Keflavíkur og Njarðvíkur á húsinu nr. 80 við Hafnargötu í Keflavík. Kaup þessi studdu eftirtaldir aðilar: Koddaslagur hefur verið nær fastur liður á Sjómannadeginum í Keflavík, enda kátleg og hressandi skemmtun, sem jafnframt útheimtir sundkunnáttu fyrir þann sem ekki sigrar! Bæjarstjórn Keflavíkur. Landshöfnin í Keflavík og Njarð- vík. Slysavarnadeild kvenna í Kefla- vík. Slysavarnadeild kvenna í Garði. Stúkan VÍK, Keflavík. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og Njarðvíkur. Vélstjórafélag Keflavíkur og Njarðvíkur. Skipstjóra- og stýrimannafélagið Vísir, Keflavík. Einnig hefur ráðið bent á mjög góðan hug seljenda hússins til máls- ins, þeirra Magnúsar og Sturlaugs Björnssona. í byrjun ágúst 1967 var opnuð sjómannastofan VIK á neðri hæð SJÓMANnadagsblaðIÐ 25

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.