Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Side 42

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Side 42
Úr þessari 3.900 punda djúp-sjáv,ar robot-kúlu horfði Rieseberg á og tók myndir af baráttu hákarlsins og risakrabbans. Kolkrabbinn spýtir frá sér kolsvörtum vökva, þegar hann skynjar árás hákarlsins. krabbinn teygir anga sína upp að hvítum kvið hans. Kolkrabbinn stendur á öllum örmum á botninum, titrandi af grimmd og hungri. Hann starir upp í yfir- borðið sem er pískað af löðri sporðasláttar hákarlsins, og krabbinn sveigir sig í takt við bylgjusveiflurnar sem berast niður. Allt í einu tekur hákarlinn á rás niður aftur. En kol- krabbinn kastar sér upp á móti til þess að mæta árás- inni. Kjaftur hans titrar eins og fyrr, opnast og lokast. Einn armur kolkrabbans nær í skrokk hákarlsins, sem sveigir sig og brýzt um ofsalega og heggur bogamynd- uðum tönnum sínum í beinlausan fálmarann, sem slett- ist máttlaust niður. En strax skýtur öðrum fálmara fram og aðrir teygja sig og fetta, en sá bitni hangir máttlaus og aðgerðarlaus. Kolkrabbinn verður snögg- lega rauðbrúnn á lit og spýtir varnarvökva frá sér, svo umhverfið verður allt svart. Hákarlinn gerir árás. 28 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Það er eins og myrkrið rugli hákarlinn, og hann syndir ráðþrota um stund í leit að óvini sínum, sem hvarf svo snögglega. En kolkrabbinn hefir látið sig síga niður á sandbotn- inn og stendur þar nú uppréttur á sjö fálmurum, en sá áttundi slettist laus. Heiftin í að drepa virðist nú hafa yfirstigið löngunina í að seðja hungrið, því sýruvellan úr kjafti skepnunnar hefir nú horfið, við þessa nýju kennd. Svarti varnarvökvinn hefir dreifzt í umhverfinu, sem nú er skollitað. í yfirborðinu svamlar hákarlinn í ofsabræði, en sting- ur sér svo niður aftur að nýju í leit að bráð sinni. Eins og elding smýgur þessi rennilegi skrokkur í átt að hin- um týnda fjandmanni sínum, — en missir aftur marks! Kolkrabbinn hefir komið sér fyrir í betri aðstöðu, og rennir fram einum fálmara og síðan öðrum — en Snögglega breytist baráttuaðstaðan.

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.