Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Qupperneq 46

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Qupperneq 46
Þann 16. ágúst sendir Stalin bitur- orðað símskeyti til Winston Churchill forsætisráðherra Breta: „Hefir brezki sjóherinn enga sómatilfinningu?" Hitler hampar sigri, og lætur gera skopmynd, ssm sýnir bandarískan verkamann afhenda forseta flugvélar og skriðdreka, en forsetinn hendir öllu beint í hafið. Tjón Þjóðverja er lítil- fjörlegt: fimm flugvélar og flestum af áhöfnum þeirra bjargað. 153 sjómenn af skipum bandamanna drukkna í ísköldu hafinu, sjómenn, sem komizt hafa í björgunarbáta, vilja heldur sitja áfram í skeljum sínum, heldur en stíga á þilfar skips sem á ef til vill aðeins fyrir sér að verða næsta fórnarlamb sprengjuflugvélar. Brezki rithöfundurinn David Irving skýrir þannig 'frá ástandinu í bók sinni „The Destruction of Convoy PQ 17 — Cassel London): „Einstakir skipverjar gera uppsteit, og eru settir í járn neð- anþilja. Skipstjórar draga niður þjóð- fána sína, og láta setja upp flaggmerk- in, „skilyrðislaup uppgjöf" skipum er siglt í srand og þau yfirgefin, níu flutn ingaskip sem þó eru enn sjófær eru yfirgefin; amerískir skipstjórar grípa til þess að sökkva skipum sínum sjálfir, til þess að bjarga áhöfnum." Hver var ástæðan fyrir þessum ógæfu atburði í íshafinu? David Irving rekur í bók sinni lið fyrir lið, eftir heimildum sem nú hafa verið gefnar lausar í skjalahirzlum brezka flotamálaráSuneytisins, hvernig aðdragandinn hefir verið að PQ 17 ógæfunni, sem líkist helzt klassískum sorgarleik: Knýjandi nauðsyn: Stalin, sem þarf lífsnauðsynlega á hergögnum að halda, og Roosevelt, sem eindregið styður hann, leggja hart að Churchill að sleppa skipalestinni. Hann lætur til leiðast þó honum sé ljóst, að á þessum tíma muni ísrek þvinga skipin til þess að sigla inn á flugþolssvæði þýzkra or- ustuflugvéla. Utreiknaður skollaleikur: Sjóliðsfor- ingjarnir brezku sem 'faliS er að koma skipalestinni í gegn til Rússlands, hugsa sér strax að nota hana sem beitu fyrir hin hvimleiðu þýzku herskip í norsku höfnunum, einkum orustuskipið „Tir- pitz“ og fylgdarskip þess, bryndrekana „Hipper“, „Liitszow" og „Scheer" og lokka þá til nýrrar „Skagerak-orustu“. (Þeir reiknuðu dæmið þannig, að þýzku herskipunum yrði hleypt á skipalestina, en í fyrsta lagi þar sem þau gætu notaS sér flugvélar til stuðnings, en það yrði viS Nordkap). ★ Hugsanavilla, taugaveiklun og leik- araskapur: Á röngum forsendum telur brezka flotamálastjórnin, að þýzku her- skipin hafi lagt úr höfn, og fyrirskipar 4. júlí hinum margfalt veikbyggðari skipum sínum að draga sig í hlé. Þýzku herskipin fara hins vegar ekki úr höfn fyrr en daginn eftir, en snúa fljótlega viS aftur, inn í örugga firðina, þar sem þýzka flotastjórnin óttast, að ástæðu- lausu, að herfloti bandamanna geti úti- lokaS þau frá að komast aftur í örugga höfn. Þannig fara hin stóru herskip beggja flotanna á misvíxl. Og ekkert verður úr sjóorustu í stórum stíl. ★ Gjöreyðingarástand: Hin yfirgefnu flutningaskip eru brytjuð niður. Ekki af hinum gagnlausa þýzka ofansjávar herskipaflota, heldur af tundurskeyta og sprengjuflugvélum 5. loftflotans undir stjórn Stumpff flugdeildarforingja og „Eisterufer-kafbátum Schmundt sjóliðs- foringja, sem hafa aðsetur í norður- Noregi. David Irving, sem byggir alla frásögn sína á upplýsingum frá aðilum, sem voru þátttakendur í þvi sem gerðist, eins og þáverandi vara-aðmiral brezka beitiskipaflotans, Louis Hamilton,, og á viðtölum við þá sem komust lifandi úr þessum hildarleik, og frá þýzka sjó- hemaðarsagnfræðingnum Dr. Jurgen Rohwehr, leggur dæmið þannig fyrir: Þann 25. júní, tveimur dögum áður en PQ 17 leggur af stað frá Islandi, afhendir Louis Hamilton sjóliðsforingi skipstjórum beitiskipadeildarinnar, sem á að vemda skipalestina, skrifleg fyrir- mæli um verkefnið: „ASalhlutverk okk- ar er, að koma PQ 17 til Rússlands, en ekki síður mikilvægt takmark er, að skapa tækifæri til þess að tæla hin þungbyggðu herskip óvinarins til sjó- orustu við deild okkar og tundurspilla fylgdardeildina." Til þess að tæla óvininn út, átti skipalestin að halda beinni austlægri stefnu. Um það segir Irving: „Bráðin var tilreidd — allt væri aðeins undir því komið, að (brezki) veiðimaðurinn mætti hiklaust (þýzkia) tígrisdýrinu.“ Og þó átti það eftir að fara þannig, að bæði veiðimaðurinn og tígrisdýrið misstu kjarkinn. Skömmu áður en skipalestin leggur af Skömmu áður en skipalestin leggur af stað úr íslenzku höfninni Hvalfirði, skammt frá Reykjavík þann 27. júní kallar Hamilton skipstjóra flutninga- skipanna saman. Ráðstefnan fer fram í stórum herbragga. Bretarnir mæta flest- ir dökkklæddir með derhúfur eða harða hatta. Bandaríkjamennimir í léttum frökkum, samfestingum eða hálsháum nylon-blússum. Þeir fá litlar upplýsing- ar um hemaSarstöðu óvinarins, þess í stað sjá þeir mikið af gullbrydduðum ermum og húfum, og fá að vita frá Hamilton, að þetta ferðaleg verði „ekki nein skemmtiferð", hins vegar standi vonir til þess, að takast muni að koma skipalestinni nær óskertri alla leiS. Og: „Það sé hugsanlegt ,að þið verðið or- sökin til almennrar sjóorustu, jafnvel nýrrar Skagerak-omstu.“ I lok ráðstefnunnar spyr einn skip- stjóranna, ungan skipstjóra korvettu- togara: „Hvað finnst ySur um ræðu vara-aðmírálsins?“ Smáskipsforinginn Leo Gradwell svaraði: „Ég hefi lítinn áhuga fyrir stórum flotaaSgerSum, mitt áhugamál er aðeins að koma skipalest- inni í gegn.“ Þessi Gradwell, sem hafði svo lítinn áhuga fyrir hinum háfleygu hernaðar- áætlunum Hamiltons, tók sig síðar til á togara sínum, aS ná saman þremur amerískum flutningaskipum, stefna þeim inn í íshroðann, lét þar mála á þau hvíta flekki, til þess að villa þýzku flugvélunum sýn, lét styrkja með járn- hlífum byssustæði skotmanna sinna. Og tókst að lokum að flytja sína einka- skipalest óskaddaSa í höfn í Archan- gelsk. Af Þjóverja hálfu hafði Schniewind aðmíráll á „Tirpitz" lagt fram tillögur um, að ráðast á væntanlega júní—júlí íshafsskipalest bandamanna. Og senni- 32 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.