Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Page 49

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Page 49
UTHOFIN Þsu 40 ár, sem Frank Cassedy hefur stundað veiðar við Cape May á austur- strönd Bandaríkjanna, þekktur undir við- urnefninu „Járnmaður", telur hann afla- brögðin aldrei hafa verið jafnléleg og nú, og kennir rússneskum veiðiskipaflotum á mið - Atlantshaf i um! „Rússarnir stunda síldveiðar," segir hann, „ekki þorskveiðar, en þeir henda engu sem þeir ná. Eg hefi aldrei séð neitt svipað. Það er helzt að jafna við innrásarflota." Þúsundir annarra amerískra fiskimanna kvarta á sama hátt undan vaxandi flota erlendra stórveiðiskipa. Rússar hafa að staðaldri um 160 veiðiskip eingöngu við austurströndina, og þeir eru ekki einu óboðnu gestirnir. Um 25 stór pólsk veiði- skip eru á þessum slóðum. Og um 125 japönsk skip veiða við strendur Alaska Sókn hinna erlendu aðila stafar að nokkru af þörf þeirra til eigin nota fiskaflans, sem Bandaríkjunum er ekki eins lífsnauðsyn- legur, og hefur leitt til þess að þeir hafa dregizt aftur úr tæknilega séð, og frá því 1954 að vera í 2. sæti með fiskafla heims, næst á eftir Japan, eru þeir nú í 5. sæti. Bandaríska landhelgisgæzlan, sem fylg- ist vel með að landhelgisbrot séu ekki framin, sá ástæðu til þess að senda eftir- litsmenn um borð í rússnesk veiðiskip í vetur, en allt virtist óaðfinnanlegt! Móðurgleði: Hinn staðbundna rússneska veiðiflota virðist ekkert skorta í skynsam- legri skipulagningu. — Stærsta rússneska „móðurskipið" hefur dekkrými á við með- alstóran fótboltavöll, og er raunverulega fljótandi verksmiðja, sem tekur við dag- legri veiði 20 togveiðiskipa til frystingar. Það veitir jafnhliða birgðir og olíu til minni veiðiskipa og hefur útbúnað til bess að lyfta þeim úr sjó til viðgerða ef á þarf að halda. „B’.ack sea glory“ hefur fullkom- inn útbúnað til allrar læknisaðstoðar, jafn- hliða margþættri frístundaskemmtun og möguleikum til fótboltaleikja fyrir skips- hafnir togaranna. Fréttaritari vikuritsins Time, sem íékk að fylgjast með landhelgisgæzlumönnum um borð, skýrir frá því, að um enn fjöl- breyttara félagslíf sé að ræða. Fréttamað- urinn, sem sérstaklega veitti athygli að- laðandi stúlku í dökkri leðurdragt, spurði hana hvort eiginkonur skipverja væru með þeim. „Nokkrar,“ svaraði hún, „eru aðeins vinstúlkur." Rússnesku sjómennirnir tóku fréttamanninum vel og höfðu gaman af myndatökum hans og mynduðu sjálfir, þegar yfirmenn þeirra sáu ekki til, voru áfjáðir í að skipta hinum þurru sígarettum sínum fyrir amerískar filter-sígarettur. í mörgum tilfellum notuðu Rússarnir þum- alfingur upp-merkið Sovét-kapitalistar. — Hluti af þessum erlenda afla ratar svo sína leið inn í Bandaríkin, sem flytja inn þrjá fjórðu hluta fiskneyzlu sinnar af ýmsum ástæðum. Þar á meðal lægri launa- tilkostnaði, ríkisstuðnings í ýmsum mynd- um, og tæknilega betri fiskveiðiútbúnaði, geta ýmis erlend skip stundað veiðar skammt undan landhelgi Bandaríkjanna, gert þar að aflanum og selt hann á ame- rískum markaði, allt á hagkvæmara verði en ameríski fiskimaðurinn getur staðið undir. Þetta getur haft afdrifaríkar afleiðingar í þeim fylkjum Bandaríkjanna, þar sem fiskiðnaður er meginkjarni framleiðslunn- ar. í New-England fiskiþorpunum lækkaði sá hlutur sem féll til fiskimannanna úr 93% í 35% á síðasta 5 ára tímabili. Megin ástæðuna fyrir þessu mátti rekja til hinna vel útbúnu hungruðu Sovét-fiskimanna, sem á árunum 1964—1965 svo að segja út- rýmdu ýsuaflanum á George-bank mið- unum í einni leiðangursferð. — í heima- aldingarði sínum hafa Rússar gengið mjög óvarlega á styrjustofninn í Kaspiahafi, en tvöfaldað markaðsverð kaviars á sl. 13 árum. Þeir eru augsýnilega að verða hörð- ustu fjárplógsmenn úthafanna. (Úr Time, 18. apríl 1969). Í^r Rússnesk fiskveiðiskip fyrir utan North-Carolina. IJkist helzt innrásarflcta. SJOMANNADAGSBLAÐIÐ 35

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.