Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Qupperneq 28
ákveðið að stofna félag með þeim
mönnum, sem stunduðu vélgæslu
hér á landi. Síðan var reglulegur
stofnfundur haldinn þann 20.
febrúar 1909. Á þessum fundi
mættu átta vélgæslumenn, sem
urðu stofnendur félagsins, og
hlaut það nafnið: Gufuvélgæslu-
mannafélag Reykjavíkur.
Nafni félagsins var breytt árið
1916 og hefur það síðan heitið
Vélstjórafélag íslands.
Guðbjartur Guðbjartsson,
vélstjóri
Þótt ekkert skuli um það fullyrt
hér, þá hefur Guðbjartur Guð-
bjartsson, vélstjóri án efa verið
meðal fyrstu íslensku vélstjór-
anna.
Gísli Jónsson, alþingismaður og
vélfræðingur ritaði ítarlega grein
um Guðbjart áttræðan fyrir rúm-
um tveim áratugum, og munum
við hér grípa niður í hana á
nokkrum stöðum:
Gísli Jónsson segir m.a.:
Guðbjartur var fæddur að Læk í
Dýrafirði, 10. júní 1873, sonur
hjónanna Guðbjarts Björnssonar
28 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Varðskipið Þór (II). Myndin tekin á Siglufirði.
I nágrannalöndunum voru þegar
starfandi verkleg og bókleg nám-
skeið og skólar fyrir þá menn, sem
höfðu áhuga á vélgæslustörfum.
Jafnvel starfsreglur höfðu þar
verið settar og lögfestar um þessi
efni.
Um allt þetta og margt fleira
ræddu vélgæslumennirnir á fyrstu
íslensku togurunum, þegar þeir
hittust, og þeir urðu ásáttir um að
taka höndum saman og vinna að
settu marki. Þeir eygðu þann
möguleika, að hægt mundi að
koma hér á fræðslu unr skipavélar
og að takast mætti að koma á
ákveðnum reglum (vélgæslulög-
um), sem tryggðu hinum sér-
fróðu mönnum forgangsrétt að
þessari vinnu. Og þeir gerðu sér
Hjónin Guðbjartur Guðbjartsson, vélstjóri og kona hans Halldóra Sigmundsdóttir.
þessu sviði, sem þá voru teknar að
skjóta rótum á Norðurlöndum. Af
þessari kynningu við Norðmenn,
svo og eigin reynslu, varð þeim
ljóst, að hér þurfti að efna til
fræðslu um véltæknina, sem hér
var í uppsiglingu. Það var á allra
vitorði, hversu skrykkjótt gekk
með sumar mótorvélarnar, sem
hingað voru keyptar þau árin. Þar
voru tafir og tjón daglegur við-
burður. Slíkt mátti ekki endurtaka
sig á hinum glæsilegu og stóru
veiðiskipum, sem togararnir voru
þá í allra augum.
ennfremur von um að geta upp-
rætt „misrétti“ í launagreiðslum.
Það var ekki oft, sem vélgæslu-
mennirnir höfðu tækifæri til þess
að ráða ráðum sínum. Þeir voru
aðeins tveir á skipi hverju og
skipin sjaldan í höfn. Langur tími,
eitt ár eða meira, fór í undirbún-
ing. Það þurfti að semja lög fyrir
nýja félagið.
Um síðir komu þó nokkrir vél-
gæslumenn saman á heimili
Sigurjóns Kristjánssonar Smiðju-
stíg 6 í Reykjavík, og þar var