Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Side 53

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Side 53
Ekki gerum við þó ráð fyrir að William Shotton, en svo hét þessi lærlingur, hafi órað fyrir að hljóta afreksmerki Lloyds fyrir sjómennsku, heiðursmerki, en hann var reyndar fyrsti sjómaður- inn, sem heiðursmerki þetta hlaut hjá hinu virta félagi. Saga hans er því í senn ævin- týraleg og sönn. Shotton ræðst á Trafalgar Það var árið 1893, er Shotton var að ljúka skyldunámi sínu um borð í seglskipinu TRAFALGAR, sem var venjulegt briggskip, er lestaði tæplega 1700 tonn, og því fremur stórt, að svo stóð á, að skipið var að leggja upp í ferð með kolafarm frá Cardiff í Englandi til Brazilíu. Síðan átti skipið að sigla tómt til New York, til þess að lesta olíutunnur, sem fara áttu til Bataviu á eyjunni Jövu. Á vissan hátt var þetta ósköp venjulegt verkefni fyrir seglskip þess tíma, er sigldu í „tramp“ (flækingur), en ekki á ákveðnum leiðum. Hver ferð slíkra skipa gat tekið 2—3 ár, eða jafnvel fjögur ár, eða frá því að þau létu úr heimahöfn, þar til þau komu til baka — ef þau þá gjörðu það. Svo vildi til, að Shotton var að ljúka siglingatíma sínum, eða námstíma, þegar TRAFALGAR lagði úr höfn í New York, eða öllu heldur þá lauk hann tímanum, eftir að skipið var lagt af stað til Jövu. Hann bjóst því við að verða settur í land, eins og efni stóðu til, þannig að hann gæti farið heim til Englands og lokið þar prófi sem II. stýrimaður. En þetta voru erfiðir timar og það þurfti nú meira en þetta til þess að þeir væru að taka á sig ómak vegna lærlinga á skipunum, og því varð Shotton að sætta sig við að gjöra svo vel og klára ferð- ina með TRAFALGAR í stað þess að fara heim. Þetta urðu Shutton að sjálf- sögðu töluverð vonbrigði, en þó varð þetta honum til nokkurs vegsauka, því skipstjórinn gjörði hann nú að III. stýrimanni á TRAFALGAR. í raun og veru voru þó aðeins tveir stýrimenn á skipinu sam- kvæmt reglunni, en þetta hækkaði Shotton lítillega í launum og hann fékk nú að standa vaktir einn og stýra miklu skipi, sem var nokkur sárabót — og hann myndi án efa auka reynslu sína og þekkingu til muna. Hann varð því fyrir bragðið ekki eins bitur, og orðið hefði, ef hann hefði aðeins verið neyddur til þessarar löngu ferðar, vegna skilningsleysis útgerðarinnar. Þetta var nú gott og blessað, en á hinn bóginn er ekki alveg eins víst, að honum hefði verið eins innan- brjóst, þegar siglt var frá New York, ef hann hefði órað fyrir því hverskonar dagar fóru í hönd um borð í TRAFALGAR. Ef til vill hefði hann látið skipið lönd og leið og haldið heimleiðis? Lipurogpersónuleg þjónusta, á besta stað í bœnum og nóg af bílastœóum... Ef þetta eru atriði sem þú metur mikils að peningastofnunin þín uppfylli, er Sparisjóður vélstjóra eitthvað fyrir þig. Sparisjóður vélstjóra starfar í nýju og rúm- góðu húsnæði að Borgarúni 18 og hefur frá upphafi verið í fararbroddi í tölvuvæðingu og hagræðingu. Þess vegna getum við tryggt viðskiptavinum okkar hraða og örugga af- greiðslu. Ef þú hefur reglubundin viðskipti við okkur, áttu svo að sjálfsögðu möguleika á lánafyrir- greiðslu þegar hennarer þörf. SPARISJÓÐUR icpi VÉLSTJÓRA ^^,'0 ’ Borgartúni 18, s. 28577 ÓSA SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 53

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.