Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Page 73
þekktu smíðaefni (stáli), eða
venjulegu smíðaefni og byggja
verður á þekkingu, sem þegar er
fyrir hendi við gerð kafskipa.
Skipið verður annaðhvort að
knýja áfram með mathane gasi,
sem kæmi þá úr farminum, eða
kjamorku.
Hvert kafskip hefði lestarrými
fyrir 140.000 rúmmetra (meðal-
íbúð á íslandi er um 400 rúm-
metrar)-, eða 5 milljónir rúmmetra
af gasi. Hugmyndir éru að í hverju
kafskipi verði 6 gasgeymar, hver
um sig um 115 metra langur (ís-
lensku kaupskipin, stærri gerðin
em um 80 metra löng). Heildar-
lengd kafskipanna yrði 485
metrar, eða eins og 4-5 fótbolta-
vellir
Vélarafl yrði um 50.000 hestöfl
á öxla. Kjamorkuskip myndi þó
hafa meira afl, eða 75.000 hestöfl.
Skipið yrði að flytja með sér súr-
efni til gasbrennslunnar, ef það
væri knúið með gasi, og það yrði
því stærra. Gasknúið skip myndi
sigla með 12 hnúta hraða, en
kjamorkuskipið með 15 hnúta
hraða.
Hleðsla og losun ferýmist fram neðansjávar, eða á hafsbotni. Losun og lestun fer fram
um botn kafskipsins, og eru færanleg losunartæki sett undir skipið, cf það er afgreitt
ofansjávar. Lestun og losun fer fram á miðju skipinu.
Kafskipið er búið svipuðum siglingatækjum og þotur og reyndar venjulegir, nýtísku
kafbátar. Það mun nota Omega staðsetningakerfi og gerfihnetti, ennfremur sonar, sem
þá er bæði notaður til að varast hafsbotn, ísþakið og hugsanlegan árekstur. Leiðsögu-
tækið INTERNAL NAVIGATION SYSTEM byggir á tregðulögmálinu og tækið greinir
hafstrauma, eða aðra hreyfingu með nákvæmni sem er innan við 180 metra á klukku-
stund, þannig að siglingafræðin verður ekki vandamál fyrir þessi skip.
Neðri mynd:
Neðansjávarstöð fyrir kafskipið. Kafskipinu er lagt að með hjálp hljóðbylgjunnar, eða
notuð er sama tækni og lcðurblökur og fleiri dýr nota í „myrkri“. Þá eru notaðar
neðansjávar sjónvarpsmyndavélar og Ijós til þess að leiðbeina skipinu. Menn telja að
neðansjávarlestun sé nauðsynleg, til þess að tryggja flutninga allt árið og ekki svari
kostnaði að hafa tvennskonar lestunartæki á norðurslóðum, þannig að kafskipið kemur
aðeins úr djúpinu í Evrópuhöfn, eða við íslausar hafnir í Bandaríkjunum og Kanada.
Áhöfnin sér því ekki mikið af dýrð heimskautanna.
Ekki er rúm til þess hér, að fara
út í tæknileg atriði, en þess skal þó
getið að gert er ráð fyrir að skipin
sigli á 200 metra dýpi, en þoli allt
að 330 metra, án þess að leggjast
saman. Þó er það athyglisvert, að
gert er ráð fyrir að kafskipin verði
með plankadekk úr timbri, renni-
slétt, en það er til þess að hindra
skrokkskemmdir. Tvær skrúfur
munu knýja kafskipið, en auk
þess er bógskrúfa að framan.
Stjómtæki eru svipuð og á
flugvélum, þannig að í vissum
skilningi er skipinu „flogið” gegn-
umdjúpin.
Skipið hefur það mikla ballas-
tanka, að það getur siglt í kafi án
þess að vera með gasfarm og
þrýstiloftsgeymar eru til þess að
unnt sé að tæma sjótankana, þótt
skipið verði fyrir vélarbilun og
kemst það þá þannig upp á yfir-
borðið, en þrýstiloft er notað til
þess ama í nútímakafbátum eins
og margir vita.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 73